Króatar lærðu ekki af Íslandsleiknum og fá bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2016 18:00 Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni við Króata í leiknum í Zagreb 2013. Vísir/Getty Króatar eru í riðli með Íslandi í undankeppni HM í fótbolta 2018 en það er enginn búinn að gleyma því þegar króatíska liðið kom í veg fyrir að íslensku strákarnir komust á HM í Brasilíu 2014. Eitt af stærstu fréttunum eftir umspilsleiki Íslands og Króatíu voru níðsöngvar stuðningsmanna Króatíu í sigurgleði sinni eftir 2-0 sigur á Íslandi í seinni leiknum í Zagreb. Króatar hafa ekki lært af hörðum viðbrögðum FIFA við hegðun stuðningsmannanna og áframhald á þessari hegðun hefur nú orsakað það að Króatar þurfa að spila tvo fyrstu heimaleiki sína í undankeppni HM 2018 fyrir luktum dyrum. Króatíski landsliðsmaðurinn Josip Simunic fagnaði á mjög umdeildan hátt þegar króatíska landsliðið sló Ísland út en FIFA dæmdi hann í tíu leikja bann fyrir að nota fræga nasistakveðju til þess að gleðjast yfir sigrinum þegar hann fagnaði með hörðustu stuðningsmönnum króatíska liðsins. Leikurinn á móti Íslandi varð því hans síðasti landsleikur og Josip Simunic fékk ekki að spila á HM í Brasilíu ekki frekar en íslenska landsliðið sem þurfti að horfa upp á hegðun hans eftir leikinn. Hvorugur heimaleikjanna er þó á móti Íslandi því þetta eru heimaleikir Króatíu á móti Tyrklandi 5. september og á móti Finnlandi 9. október næstkomandi. Auk bannsins þarf króatíska knattspyrnusambandið að greiða sekt upp á 150 þúsund svissneska franska sem eru um 19 milljónir íslenskra króna.Króatar fagna sigrinum á Íslandi.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Simunic er ekki búinn að gefast upp Josip Simunic stefnir enn að því að spila með Króatíu á HM í sumar þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í bann fyrir nasistakveðju. 20. mars 2014 23:30 Nasista-kveðja Simunic eftir Íslandsleikinn ekki hans lokakveðja Josip Simunic hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins í fótbolta, en hann mun aðstoða Ante Cacic, nýjan þjálfa Króata. Ante Cacic tók við liðinu af Niko Kovac sem var rekinn á dögunum. 21. september 2015 23:00 Nasistakveðjan eftir Íslandsleikinn dýrkeypt - Simunic missir af HM Króatíski landsliðsmaðurinn Josip Simunic fagnaði vel þegar króatíska landsliðið sló Ísland út úr umspili um laust sæti á HM í Brasilíu en fagnaðarlæti hans eftir urðu honum afdrifarík. 16. desember 2013 17:21 FIFA tekur fyrir hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi Aganefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur ákveðið að taka inn á borð hjá sér hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Brasilíu. Króatía tryggði sér sæti á HM með 2-0 sigri. 22. nóvember 2013 12:36 Nasistakveðjur Króata skyggja á sigurinn á Íslandi Josip Simunic, varnarmaður Króatíu og fjölmargir stuðningsmenn króatíska landsliðsins hafa verið sakaðir um að nota fræga nasistakveðju til þess að fagna sigrinum á Íslandi í gær en með honum tryggði króatíska landsliðið sér sæti á HM í fótbolta í Brasilíu næsta sumar. 20. nóvember 2013 17:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Króatar eru í riðli með Íslandi í undankeppni HM í fótbolta 2018 en það er enginn búinn að gleyma því þegar króatíska liðið kom í veg fyrir að íslensku strákarnir komust á HM í Brasilíu 2014. Eitt af stærstu fréttunum eftir umspilsleiki Íslands og Króatíu voru níðsöngvar stuðningsmanna Króatíu í sigurgleði sinni eftir 2-0 sigur á Íslandi í seinni leiknum í Zagreb. Króatar hafa ekki lært af hörðum viðbrögðum FIFA við hegðun stuðningsmannanna og áframhald á þessari hegðun hefur nú orsakað það að Króatar þurfa að spila tvo fyrstu heimaleiki sína í undankeppni HM 2018 fyrir luktum dyrum. Króatíski landsliðsmaðurinn Josip Simunic fagnaði á mjög umdeildan hátt þegar króatíska landsliðið sló Ísland út en FIFA dæmdi hann í tíu leikja bann fyrir að nota fræga nasistakveðju til þess að gleðjast yfir sigrinum þegar hann fagnaði með hörðustu stuðningsmönnum króatíska liðsins. Leikurinn á móti Íslandi varð því hans síðasti landsleikur og Josip Simunic fékk ekki að spila á HM í Brasilíu ekki frekar en íslenska landsliðið sem þurfti að horfa upp á hegðun hans eftir leikinn. Hvorugur heimaleikjanna er þó á móti Íslandi því þetta eru heimaleikir Króatíu á móti Tyrklandi 5. september og á móti Finnlandi 9. október næstkomandi. Auk bannsins þarf króatíska knattspyrnusambandið að greiða sekt upp á 150 þúsund svissneska franska sem eru um 19 milljónir íslenskra króna.Króatar fagna sigrinum á Íslandi.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Simunic er ekki búinn að gefast upp Josip Simunic stefnir enn að því að spila með Króatíu á HM í sumar þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í bann fyrir nasistakveðju. 20. mars 2014 23:30 Nasista-kveðja Simunic eftir Íslandsleikinn ekki hans lokakveðja Josip Simunic hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins í fótbolta, en hann mun aðstoða Ante Cacic, nýjan þjálfa Króata. Ante Cacic tók við liðinu af Niko Kovac sem var rekinn á dögunum. 21. september 2015 23:00 Nasistakveðjan eftir Íslandsleikinn dýrkeypt - Simunic missir af HM Króatíski landsliðsmaðurinn Josip Simunic fagnaði vel þegar króatíska landsliðið sló Ísland út úr umspili um laust sæti á HM í Brasilíu en fagnaðarlæti hans eftir urðu honum afdrifarík. 16. desember 2013 17:21 FIFA tekur fyrir hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi Aganefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur ákveðið að taka inn á borð hjá sér hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Brasilíu. Króatía tryggði sér sæti á HM með 2-0 sigri. 22. nóvember 2013 12:36 Nasistakveðjur Króata skyggja á sigurinn á Íslandi Josip Simunic, varnarmaður Króatíu og fjölmargir stuðningsmenn króatíska landsliðsins hafa verið sakaðir um að nota fræga nasistakveðju til þess að fagna sigrinum á Íslandi í gær en með honum tryggði króatíska landsliðið sér sæti á HM í fótbolta í Brasilíu næsta sumar. 20. nóvember 2013 17:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Simunic er ekki búinn að gefast upp Josip Simunic stefnir enn að því að spila með Króatíu á HM í sumar þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í bann fyrir nasistakveðju. 20. mars 2014 23:30
Nasista-kveðja Simunic eftir Íslandsleikinn ekki hans lokakveðja Josip Simunic hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins í fótbolta, en hann mun aðstoða Ante Cacic, nýjan þjálfa Króata. Ante Cacic tók við liðinu af Niko Kovac sem var rekinn á dögunum. 21. september 2015 23:00
Nasistakveðjan eftir Íslandsleikinn dýrkeypt - Simunic missir af HM Króatíski landsliðsmaðurinn Josip Simunic fagnaði vel þegar króatíska landsliðið sló Ísland út úr umspili um laust sæti á HM í Brasilíu en fagnaðarlæti hans eftir urðu honum afdrifarík. 16. desember 2013 17:21
FIFA tekur fyrir hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi Aganefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur ákveðið að taka inn á borð hjá sér hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Brasilíu. Króatía tryggði sér sæti á HM með 2-0 sigri. 22. nóvember 2013 12:36
Nasistakveðjur Króata skyggja á sigurinn á Íslandi Josip Simunic, varnarmaður Króatíu og fjölmargir stuðningsmenn króatíska landsliðsins hafa verið sakaðir um að nota fræga nasistakveðju til þess að fagna sigrinum á Íslandi í gær en með honum tryggði króatíska landsliðið sér sæti á HM í fótbolta í Brasilíu næsta sumar. 20. nóvember 2013 17:00