Þúsund manns á dag þurfa að skipta um skoðun svo Davíð leggi Guðna að velli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. maí 2016 15:00 Guðni Th. Jóhannesson hefur afar gott forskot í kosningunum eins og staðan er í dag. Enn eru þó 30 dagar til kosninga. Vísir Guðni Th. Jóhannesson mælist með 57 prósent fylgi í tveimur skoðakönnunum sem stuðningsmenn hans annars vegar og stuðningsmenn Davíðs Oddssonar hins vegar hafa látið framkvæma fyrir sig. Davíð mælist með 22 prósent fylgi í báðum könnunum. Munurinn er 35 prósentustig þegar þrjátíu dagar eru í að landsmenn ganga til kosninga. Um 249 þúsund Íslendingar eru á kjörskrá fyrir forsetakosningarnar. Kjörsókn var tæplega 70 prósent í forsetakosningunum árið 2012 og 63 prósent í kosningunum 2004. Í kosningunum 1996, þegar Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn forseti, var kosningaþátttaka tæplega 86 prósent. Ólafur Ragnar var endurkjörinn árið 2000 og 2008 án kosninga.Andri Snær Magnason er með 11-12 prósent fylgi samkvæmt nýjustu könnunum.Vísir/ValliErfitt er að spá fyrir um nákvæmlega hver þátttaka verður í kosningunum í ár. Ekki er ólíklegt að þátttakan verði einhvers staðar á fyrrnefndu bili. Sé farinn millivegur mætti reikna með kosningaþátttöku í kringum 75 prósent sem svarar til um 187 þúsund manns. Ef miðað er við að 187 þúsund manns gangi að kjörborðinu þá svarar 35 prósentustigamunurinn í dag til rúmlega 65 þúsund manns. Helmingurinn af þessum 65 þúsund manns þyrfti því að fara af „Guðna-vagninum“ yfir á „Davíðs-vagninn“ á næstu 30 dögum, þ.e. skipta um skoðun fyrir kjördaginn þann 25. júní. Það svarar til rúmlega eitt þúsund manns á dag sem þyrftu að skipta um skoðun og kjósa Davíð í stað Guðna þann 25. júní.Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi.Augljóslega þurfa enn fleiri að hætta við að kjósa Guðna og greiða öðrum forsetaframbjóðendum atkvæði svo að einhver annar en Guðni eða Davíð verði næsti forseti Íslands. Þá gætu stuðningsmenn hinna sömu einnig skipt um skoðun áður en yfir líkur en þau atkvæði sem ekki lenda hjá Davíð eða Guðna, samkvæmt nýjustu könnunum, eru 21 prósent. Í þessum pælingum að ofan, sem ætlað er að setja stöðuna í kapphlaupinu um forsetaembættið samkvæmt könnunum í samhengi, er ekki tekið tillit til þess að töluverður fjöldi verður búinn að greiða atkvæði fyrir 25. júní. Í kosningunum árið 2012 voru atkvæði utan kjörfundar rúmlega 23 prósent sem var óvenjuhátt hlutfall. Reikna má með því að vegna Evrópumótsins í Frakklandi þar sem reikna má með því að 15-20 þúsund Íslendingar verða staddir að hlutfall atkvæða utan kjörfundar í ár verði aftur nokkuð hátt. Síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni er þó 22. júní og því verður stór hluti að öllum líkindum kominn til landsins 25. júní. Fróðlegt verður að sjá hvernig fram vindur en leikar gætu farið að æsast en fyrstu kappræður forsetaefna í sjónvarpi verða í opinni dagskrá á Stöð 2 strax að loknum fréttum. Kappræðurnar verða einnig í beinni útsendingu á Vísi, strax að loknum kvöldfréttum. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson mælist með 57 prósent fylgi í tveimur skoðakönnunum sem stuðningsmenn hans annars vegar og stuðningsmenn Davíðs Oddssonar hins vegar hafa látið framkvæma fyrir sig. Davíð mælist með 22 prósent fylgi í báðum könnunum. Munurinn er 35 prósentustig þegar þrjátíu dagar eru í að landsmenn ganga til kosninga. Um 249 þúsund Íslendingar eru á kjörskrá fyrir forsetakosningarnar. Kjörsókn var tæplega 70 prósent í forsetakosningunum árið 2012 og 63 prósent í kosningunum 2004. Í kosningunum 1996, þegar Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn forseti, var kosningaþátttaka tæplega 86 prósent. Ólafur Ragnar var endurkjörinn árið 2000 og 2008 án kosninga.Andri Snær Magnason er með 11-12 prósent fylgi samkvæmt nýjustu könnunum.Vísir/ValliErfitt er að spá fyrir um nákvæmlega hver þátttaka verður í kosningunum í ár. Ekki er ólíklegt að þátttakan verði einhvers staðar á fyrrnefndu bili. Sé farinn millivegur mætti reikna með kosningaþátttöku í kringum 75 prósent sem svarar til um 187 þúsund manns. Ef miðað er við að 187 þúsund manns gangi að kjörborðinu þá svarar 35 prósentustigamunurinn í dag til rúmlega 65 þúsund manns. Helmingurinn af þessum 65 þúsund manns þyrfti því að fara af „Guðna-vagninum“ yfir á „Davíðs-vagninn“ á næstu 30 dögum, þ.e. skipta um skoðun fyrir kjördaginn þann 25. júní. Það svarar til rúmlega eitt þúsund manns á dag sem þyrftu að skipta um skoðun og kjósa Davíð í stað Guðna þann 25. júní.Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi.Augljóslega þurfa enn fleiri að hætta við að kjósa Guðna og greiða öðrum forsetaframbjóðendum atkvæði svo að einhver annar en Guðni eða Davíð verði næsti forseti Íslands. Þá gætu stuðningsmenn hinna sömu einnig skipt um skoðun áður en yfir líkur en þau atkvæði sem ekki lenda hjá Davíð eða Guðna, samkvæmt nýjustu könnunum, eru 21 prósent. Í þessum pælingum að ofan, sem ætlað er að setja stöðuna í kapphlaupinu um forsetaembættið samkvæmt könnunum í samhengi, er ekki tekið tillit til þess að töluverður fjöldi verður búinn að greiða atkvæði fyrir 25. júní. Í kosningunum árið 2012 voru atkvæði utan kjörfundar rúmlega 23 prósent sem var óvenjuhátt hlutfall. Reikna má með því að vegna Evrópumótsins í Frakklandi þar sem reikna má með því að 15-20 þúsund Íslendingar verða staddir að hlutfall atkvæða utan kjörfundar í ár verði aftur nokkuð hátt. Síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni er þó 22. júní og því verður stór hluti að öllum líkindum kominn til landsins 25. júní. Fróðlegt verður að sjá hvernig fram vindur en leikar gætu farið að æsast en fyrstu kappræður forsetaefna í sjónvarpi verða í opinni dagskrá á Stöð 2 strax að loknum fréttum. Kappræðurnar verða einnig í beinni útsendingu á Vísi, strax að loknum kvöldfréttum.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira