Hannes Þór fagnaði sigri í vítakeppni | Góð æfing fyrir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2016 18:44 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Getty Fjögur Íslendingalið fögnuðu sigri í dag í sextán liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla og eru þar með komin áfram í átta liða úrslitin. Kvennalið Avaldsnes komst einnig áfram og það geta fleiri Íslendingalið bæst í hópinn í kvöld. Mesta dramatíkin var hjá Hannesi Þór Halldórssyni og félögum í Bodö/Glimt sem þurftu framlengda vítakeppni til að tryggja sér sigur í úrvalsdeildarslag á móti Haugesund.Hannes Þór, sem er markvörður íslenska landsliðsins, fékk á sig þrjú mörk í leiknum sjálfum og það var síðan skorað úr sex fyrstu vítaspyrnunum á móti honum í vítakeppninni. Liðsfélagar Hannesar nýttu öll sín víti og Sverre Björkkjær klikkaði síðan í síðustu vítaspyrnunni á móti Hannesi. Bodö/Glimt vann vítakeppnina því 7-6 og er komið áfram í átta liða úrslitin. Þetta var fín æfing fyrir okkar mann sem gæti mögulega lent í því að taka þátt í vítakeppni með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. Mathias Normann skoraði fyrsta mark leiksins á 48. mínútu og þannig var staðan þangað til að innan við tíu mínútur voru eftir. Haugesund jafnaði þá tvisvar eftir að Bodö/Glimt hafði komist aftur yfir. Liðin skoruðu síðan bæði í framlengingunni en úrslitin réðust síðan ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni.Thomas Lehne Olsen skoraði sigurmark Tromsö í framlengingu þegar Íslendingaliðið Tromsö sló Odd út úr norska bikarnum í kvöld eftir 3-2 heimasigur. Aron Sigurðarson leikur með Tromsö og hann lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir liðsfélaga sinn Sofien Moussa strax á 13. mínútu. Það dugði skammt því Odd var komið yfir í 2-1 fyrir hálfleik. Aron var síðan tekinn af velli á 71. mínútu en varmanni hans, Runar Espejord, tókst að jafna metin í 2-2 á 78. mínútu. Grípa varð til framlengingar og þar kom Lehne Olsen sterkur inn.Elías Már Ómarsson lagði upp mark fyrsta mark Vålerenga í 3-1 sigri á C-deildarliðinu Vidar en Elías Már var farinn af velli þegar Vålerenga skoraði tvö síðustu mörkin sín í leiknum.Kristinn Jónsson og félagar í Sarpsborg 08 fóru örugglega áfram eftir 3-0 heimasigur á C-deildarliðinu Stjørdals-Blink. Kristinn lék allan leikinn í vinstri bakverðinum.Hólmfríður Magnúsdóttir, Þórunn Helga Jóndóttir og félagar þeirra í Avaldsnes komust áfram í bikarnum í kvöld eftir 7-0 sigur á Fyllingsdalen. Íslensku stelpurnar komust ekki á blað í leiknum en norska landsliðskonan Maren Mjelde var með þrennu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Fjögur Íslendingalið fögnuðu sigri í dag í sextán liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla og eru þar með komin áfram í átta liða úrslitin. Kvennalið Avaldsnes komst einnig áfram og það geta fleiri Íslendingalið bæst í hópinn í kvöld. Mesta dramatíkin var hjá Hannesi Þór Halldórssyni og félögum í Bodö/Glimt sem þurftu framlengda vítakeppni til að tryggja sér sigur í úrvalsdeildarslag á móti Haugesund.Hannes Þór, sem er markvörður íslenska landsliðsins, fékk á sig þrjú mörk í leiknum sjálfum og það var síðan skorað úr sex fyrstu vítaspyrnunum á móti honum í vítakeppninni. Liðsfélagar Hannesar nýttu öll sín víti og Sverre Björkkjær klikkaði síðan í síðustu vítaspyrnunni á móti Hannesi. Bodö/Glimt vann vítakeppnina því 7-6 og er komið áfram í átta liða úrslitin. Þetta var fín æfing fyrir okkar mann sem gæti mögulega lent í því að taka þátt í vítakeppni með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. Mathias Normann skoraði fyrsta mark leiksins á 48. mínútu og þannig var staðan þangað til að innan við tíu mínútur voru eftir. Haugesund jafnaði þá tvisvar eftir að Bodö/Glimt hafði komist aftur yfir. Liðin skoruðu síðan bæði í framlengingunni en úrslitin réðust síðan ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni.Thomas Lehne Olsen skoraði sigurmark Tromsö í framlengingu þegar Íslendingaliðið Tromsö sló Odd út úr norska bikarnum í kvöld eftir 3-2 heimasigur. Aron Sigurðarson leikur með Tromsö og hann lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir liðsfélaga sinn Sofien Moussa strax á 13. mínútu. Það dugði skammt því Odd var komið yfir í 2-1 fyrir hálfleik. Aron var síðan tekinn af velli á 71. mínútu en varmanni hans, Runar Espejord, tókst að jafna metin í 2-2 á 78. mínútu. Grípa varð til framlengingar og þar kom Lehne Olsen sterkur inn.Elías Már Ómarsson lagði upp mark fyrsta mark Vålerenga í 3-1 sigri á C-deildarliðinu Vidar en Elías Már var farinn af velli þegar Vålerenga skoraði tvö síðustu mörkin sín í leiknum.Kristinn Jónsson og félagar í Sarpsborg 08 fóru örugglega áfram eftir 3-0 heimasigur á C-deildarliðinu Stjørdals-Blink. Kristinn lék allan leikinn í vinstri bakverðinum.Hólmfríður Magnúsdóttir, Þórunn Helga Jóndóttir og félagar þeirra í Avaldsnes komust áfram í bikarnum í kvöld eftir 7-0 sigur á Fyllingsdalen. Íslensku stelpurnar komust ekki á blað í leiknum en norska landsliðskonan Maren Mjelde var með þrennu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira