Búist við fjölmennum mótmælum þegar Trump heimsækir Anaheim í Kaliforníu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2016 23:44 Frá mótmælum gegn Trump í Washington fyrr í mánuðinum. vísir/getty Donald Trump, frambjóðandi repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mun á morgun heimsækja borgina Anaheim í Kaliforníu. Búist er við fjölmennum mótmælum vegna komu frambjóðandans til borgarinnar en innflytjendur af rómönsk-amerískum uppruna sem búa í Anaheim eru afar ósáttir við heimsókn Trump. Anaheim er ef til vill þekktast fyrir Disneyland-skemmtigarðinn en síðustu ár hafa mótmæli og óeirðir orðið æ algengari í borginni. Ástæðan er sú að rómönsk-amerísku innflytjendurnir, sem eru í minnihluta í Anaheim, berjast fyrir auknum réttindum og meira umburðarlyndi gagnvart innflytjendum í samfélaginu. Eins og kunnugt er hefur orðræða Trump í kosningabaráttu sinni síst einkennst af umburðarlyndi gagnvart innflytjendum og hyggst þessi minnihlutahópur í Anaheim því láta til sín taka. Í umfjöllun um málið á vef Guardian segir Gustavo Arellano, sem er vel þekktur aktívisti í Anaheim, að með komu sinni til borgarinnar sé Trump í raun að sækja í glundroðann. „Ég fæ í magann bara við að heyra nafnið á manninum,“ er haft eftir Ada Briceño öðrum aktívista í Anaheim. „Ég er handviss um að það komi mikill fjöldi saman hér á morgun. Fólk mun koma því það er reitt. Þetta kemur úr grasrótinni og ég veit ekki til þess að það séu einhver samtök að skipuleggja þessi mótmæli.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fjallar um fáránleika forvalsins John Oliver segir það að Donald Trump tali af viti sýna fram á bilað kerfi. 23. maí 2016 11:45 Trump á í basli með hvítar konur Hvítar konur sem hingað til hafa jafnvel ávalt kosið frambjóðenda Repúblikana eru tvístígandi vegna Trump. 21. maí 2016 16:59 Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Donald Trump, frambjóðandi repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mun á morgun heimsækja borgina Anaheim í Kaliforníu. Búist er við fjölmennum mótmælum vegna komu frambjóðandans til borgarinnar en innflytjendur af rómönsk-amerískum uppruna sem búa í Anaheim eru afar ósáttir við heimsókn Trump. Anaheim er ef til vill þekktast fyrir Disneyland-skemmtigarðinn en síðustu ár hafa mótmæli og óeirðir orðið æ algengari í borginni. Ástæðan er sú að rómönsk-amerísku innflytjendurnir, sem eru í minnihluta í Anaheim, berjast fyrir auknum réttindum og meira umburðarlyndi gagnvart innflytjendum í samfélaginu. Eins og kunnugt er hefur orðræða Trump í kosningabaráttu sinni síst einkennst af umburðarlyndi gagnvart innflytjendum og hyggst þessi minnihlutahópur í Anaheim því láta til sín taka. Í umfjöllun um málið á vef Guardian segir Gustavo Arellano, sem er vel þekktur aktívisti í Anaheim, að með komu sinni til borgarinnar sé Trump í raun að sækja í glundroðann. „Ég fæ í magann bara við að heyra nafnið á manninum,“ er haft eftir Ada Briceño öðrum aktívista í Anaheim. „Ég er handviss um að það komi mikill fjöldi saman hér á morgun. Fólk mun koma því það er reitt. Þetta kemur úr grasrótinni og ég veit ekki til þess að það séu einhver samtök að skipuleggja þessi mótmæli.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fjallar um fáránleika forvalsins John Oliver segir það að Donald Trump tali af viti sýna fram á bilað kerfi. 23. maí 2016 11:45 Trump á í basli með hvítar konur Hvítar konur sem hingað til hafa jafnvel ávalt kosið frambjóðenda Repúblikana eru tvístígandi vegna Trump. 21. maí 2016 16:59 Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Fjallar um fáránleika forvalsins John Oliver segir það að Donald Trump tali af viti sýna fram á bilað kerfi. 23. maí 2016 11:45
Trump á í basli með hvítar konur Hvítar konur sem hingað til hafa jafnvel ávalt kosið frambjóðenda Repúblikana eru tvístígandi vegna Trump. 21. maí 2016 16:59
Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00