Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember.
Einungis tíu prósent kjósenda segjast þá dá Trump og sautján prósent Clinton en um 25 prósent segjast dá þau hvort um sig.
Þá segja 37 prósent að þeim líki illa við Clinton en hati hana þó ekki, samanborið við 39 prósent hjá Trump. 21 prósent segist hins vegar beinlínis hata Clinton en 24 prósent hata Trump.
Að meðaltali nýtur Trump hins vegar meira fylgis en Clinton í skoðanakönnunum þessa stundina. Hann er með 0,2 prósentustiga forskot, sem er vel innan skekkjumarka.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
