Del Bosque: Óréttlátt ef Iniesta vinnur aldrei Gullboltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2016 14:45 Iniesta varð tvöfaldur meistari með Barcelona í ár. vísir/getty Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Evrópumeistara Spánverja, segir að það yrði óréttlátt ef Andres Iniesta myndi aldrei vinna Gullboltann, sem er veittur besta leikmanni heims á hverju ári. Iniesta hefur átt afar farsælan feril, bæði með Barcelona og spænska landsliðinu. Hann hefur m.a. unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang með Barcelona og orðið heimsmeistari og tvisvar sinnum Evrópumeistari með spænska landsliðinu. Alls hefur Iniesta unnið 28 titla með Barcelona síðan hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið 2002. Þrátt fyrir þessa glæsilegu ferilskrá hefur Iniesta aldrei unnið Gullboltann. Hann komst næst því 2010 þegar hann lenti í 2. sæti á eftir samherja sínum hjá Barcelona, Lionel Messi. Miðjumaðurinn snjalli varð svo í 3. sæti í kjörinu tveimur árum síðar. „Það yrði óréttlátt ef Iniesta myndi hætta án þess að vinna Gullboltann,“ sagði Del Bosque. „En það er erfitt þegar þú ert að keppa við leikmenn á borð við Messi og Cristiano Ronaldo,“ bætti Del Bosque við. Iniesta átti frábæran leik þegar Barcelona vann 2-0 sigur á Sevilla í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar á sunnudaginn og Del Bosque segir að það gefi góð fyrirheit fyrir EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. „Við erum mjög ánægðir að sjá Iniesta svona góðan, eins og hann var í úrslitaleiknum. Jafnvel þegar Barcelona var manni færri tók hann stjórnina í leiknum og hjálpaði liðinu yfir erfiðustu hjallana,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Spánn, sem vann EM 2008 og 2012, er í riðli með Tyrklandi, Króatíu og Tékklandi í Frakklandi. EM 2016 í Frakklandi Spænski boltinn Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Evrópumeistara Spánverja, segir að það yrði óréttlátt ef Andres Iniesta myndi aldrei vinna Gullboltann, sem er veittur besta leikmanni heims á hverju ári. Iniesta hefur átt afar farsælan feril, bæði með Barcelona og spænska landsliðinu. Hann hefur m.a. unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang með Barcelona og orðið heimsmeistari og tvisvar sinnum Evrópumeistari með spænska landsliðinu. Alls hefur Iniesta unnið 28 titla með Barcelona síðan hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið 2002. Þrátt fyrir þessa glæsilegu ferilskrá hefur Iniesta aldrei unnið Gullboltann. Hann komst næst því 2010 þegar hann lenti í 2. sæti á eftir samherja sínum hjá Barcelona, Lionel Messi. Miðjumaðurinn snjalli varð svo í 3. sæti í kjörinu tveimur árum síðar. „Það yrði óréttlátt ef Iniesta myndi hætta án þess að vinna Gullboltann,“ sagði Del Bosque. „En það er erfitt þegar þú ert að keppa við leikmenn á borð við Messi og Cristiano Ronaldo,“ bætti Del Bosque við. Iniesta átti frábæran leik þegar Barcelona vann 2-0 sigur á Sevilla í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar á sunnudaginn og Del Bosque segir að það gefi góð fyrirheit fyrir EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. „Við erum mjög ánægðir að sjá Iniesta svona góðan, eins og hann var í úrslitaleiknum. Jafnvel þegar Barcelona var manni færri tók hann stjórnina í leiknum og hjálpaði liðinu yfir erfiðustu hjallana,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Spánn, sem vann EM 2008 og 2012, er í riðli með Tyrklandi, Króatíu og Tékklandi í Frakklandi.
EM 2016 í Frakklandi Spænski boltinn Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira