Del Bosque: Óréttlátt ef Iniesta vinnur aldrei Gullboltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2016 14:45 Iniesta varð tvöfaldur meistari með Barcelona í ár. vísir/getty Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Evrópumeistara Spánverja, segir að það yrði óréttlátt ef Andres Iniesta myndi aldrei vinna Gullboltann, sem er veittur besta leikmanni heims á hverju ári. Iniesta hefur átt afar farsælan feril, bæði með Barcelona og spænska landsliðinu. Hann hefur m.a. unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang með Barcelona og orðið heimsmeistari og tvisvar sinnum Evrópumeistari með spænska landsliðinu. Alls hefur Iniesta unnið 28 titla með Barcelona síðan hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið 2002. Þrátt fyrir þessa glæsilegu ferilskrá hefur Iniesta aldrei unnið Gullboltann. Hann komst næst því 2010 þegar hann lenti í 2. sæti á eftir samherja sínum hjá Barcelona, Lionel Messi. Miðjumaðurinn snjalli varð svo í 3. sæti í kjörinu tveimur árum síðar. „Það yrði óréttlátt ef Iniesta myndi hætta án þess að vinna Gullboltann,“ sagði Del Bosque. „En það er erfitt þegar þú ert að keppa við leikmenn á borð við Messi og Cristiano Ronaldo,“ bætti Del Bosque við. Iniesta átti frábæran leik þegar Barcelona vann 2-0 sigur á Sevilla í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar á sunnudaginn og Del Bosque segir að það gefi góð fyrirheit fyrir EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. „Við erum mjög ánægðir að sjá Iniesta svona góðan, eins og hann var í úrslitaleiknum. Jafnvel þegar Barcelona var manni færri tók hann stjórnina í leiknum og hjálpaði liðinu yfir erfiðustu hjallana,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Spánn, sem vann EM 2008 og 2012, er í riðli með Tyrklandi, Króatíu og Tékklandi í Frakklandi. EM 2016 í Frakklandi Spænski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Evrópumeistara Spánverja, segir að það yrði óréttlátt ef Andres Iniesta myndi aldrei vinna Gullboltann, sem er veittur besta leikmanni heims á hverju ári. Iniesta hefur átt afar farsælan feril, bæði með Barcelona og spænska landsliðinu. Hann hefur m.a. unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang með Barcelona og orðið heimsmeistari og tvisvar sinnum Evrópumeistari með spænska landsliðinu. Alls hefur Iniesta unnið 28 titla með Barcelona síðan hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið 2002. Þrátt fyrir þessa glæsilegu ferilskrá hefur Iniesta aldrei unnið Gullboltann. Hann komst næst því 2010 þegar hann lenti í 2. sæti á eftir samherja sínum hjá Barcelona, Lionel Messi. Miðjumaðurinn snjalli varð svo í 3. sæti í kjörinu tveimur árum síðar. „Það yrði óréttlátt ef Iniesta myndi hætta án þess að vinna Gullboltann,“ sagði Del Bosque. „En það er erfitt þegar þú ert að keppa við leikmenn á borð við Messi og Cristiano Ronaldo,“ bætti Del Bosque við. Iniesta átti frábæran leik þegar Barcelona vann 2-0 sigur á Sevilla í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar á sunnudaginn og Del Bosque segir að það gefi góð fyrirheit fyrir EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. „Við erum mjög ánægðir að sjá Iniesta svona góðan, eins og hann var í úrslitaleiknum. Jafnvel þegar Barcelona var manni færri tók hann stjórnina í leiknum og hjálpaði liðinu yfir erfiðustu hjallana,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Spánn, sem vann EM 2008 og 2012, er í riðli með Tyrklandi, Króatíu og Tékklandi í Frakklandi.
EM 2016 í Frakklandi Spænski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira