Bjarni lofar að kosið verði strax í haust Sveinn Arnarsson skrifar 24. maí 2016 07:00 Ekki voru allir þingmenn mættir í salinn við upphaf þingfundar í gær. vísir/Anton brink Formenn stjórnarflokkanna eru ósammála um hvenær ganga eigi til alþingiskosninga. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tók af öll tvímæli um það að kosið yrði til Alþingis næsta haust. „Það hefur ekkert breyst varðandi það sem við forsætisráðherra höfum áður sagt, það að stefnt er að kosningum í haust,“ sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Helga Hjörvar um málið á þingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sneri aftur til starfa á sunnudaginn sem óbreyttur þingmaður og formaður Framsóknarflokksins. Sem formaður flokksins lét hann hafa eftir sér að það væri ekkert víst að kosningar færu fram í haust. Ekki væri búið að samþykkja þá tilhögun í þingflokki Framsóknarflokksins.Bjarni Benediktssonvísir/anton brinkÞví sá Helgi Hjörvar sig knúinn til að spyrja formann Sjálfstæðisflokksins um hans skoðun á málinu. „Því miður er ekki að ástæðulausu að spyrja hvort fyrirheit um kosningar verði efnd. Fyrirheit voru líka gefin um þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekkert varð af,“ sagði Helgi. „Mér finnst reyndar dálítið merkilegt hversu mjög er dregið í efa að menn standi heilshugar á bak við orð sín miðað við hversu oft ég og forsætisráðherra höfum komið hér upp og sagt að þetta væri áætlunin,“ sagði Bjarni og bætti við að kosningar í haust byggðust á því að þingstörf myndu ganga vel. Bjarni sagði mikilvægt að klára stór mál áður en kosið yrði til þings og benti á að eitt af stóru málunum hefði klárast síðastliðið sunnudagskvöld þegar svokallað aflandskrónufrumvarp var samþykkt í þinginu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna eru ósammála um hvenær ganga eigi til alþingiskosninga. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tók af öll tvímæli um það að kosið yrði til Alþingis næsta haust. „Það hefur ekkert breyst varðandi það sem við forsætisráðherra höfum áður sagt, það að stefnt er að kosningum í haust,“ sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Helga Hjörvar um málið á þingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sneri aftur til starfa á sunnudaginn sem óbreyttur þingmaður og formaður Framsóknarflokksins. Sem formaður flokksins lét hann hafa eftir sér að það væri ekkert víst að kosningar færu fram í haust. Ekki væri búið að samþykkja þá tilhögun í þingflokki Framsóknarflokksins.Bjarni Benediktssonvísir/anton brinkÞví sá Helgi Hjörvar sig knúinn til að spyrja formann Sjálfstæðisflokksins um hans skoðun á málinu. „Því miður er ekki að ástæðulausu að spyrja hvort fyrirheit um kosningar verði efnd. Fyrirheit voru líka gefin um þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekkert varð af,“ sagði Helgi. „Mér finnst reyndar dálítið merkilegt hversu mjög er dregið í efa að menn standi heilshugar á bak við orð sín miðað við hversu oft ég og forsætisráðherra höfum komið hér upp og sagt að þetta væri áætlunin,“ sagði Bjarni og bætti við að kosningar í haust byggðust á því að þingstörf myndu ganga vel. Bjarni sagði mikilvægt að klára stór mál áður en kosið yrði til þings og benti á að eitt af stóru málunum hefði klárast síðastliðið sunnudagskvöld þegar svokallað aflandskrónufrumvarp var samþykkt í þinginu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira