Aron Einar mun spila verkjaður á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. maí 2016 12:00 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, mun spila verkjaður á EM í Frakklandi í sumar. Aron Einar, sem leikur með Cardiff á Englandi, hefur verið að glíma við meiðsli í ökkla síðustu vikurnar. „Ég er með beinflís á slæmum stað. Það verður smá sársauki en það mun ekki stoppa mig. Ég mun spila með sársauka en það er spurning hversu miklum,“ sagði fyrirliðinn við Vísi í dag. „Það er líka spurning hvort að flísin færist ekki bara á góðan stað fyrir okkur,“ bætti hann við í léttum dúr. Hann segist þó aldrei hafa óttast að hann myndi missa af EM í sumar. „Það var aldrei nein stórhætta. Núna byrja ég bara að æfa og fer rólega af stað. Ég verð hjá sjúkraþjálfara til að koma mér inn í hlutina og stefnan er að vera kominn á fullt í lok vikunnar.“ Alls níu leikmenn úr 23 manna leikmannahópi Íslands æfðu á Laugardalsvelli í dag og Aron Einar segir það góða tilfinningu að vera kominn loksins af stað. „Biðin hefur verið löng. Sérstaklega fyrir okkur sem kláruðu sín tímabil snemma. Ég veit að menn eru fullir tilhlökkunnar og geta hreinlega ekki beðið, rétt eins og þjóðin öll.“ Hann segir að leikmenn séu duglegir að tala saman. „Við gerum það nánast daglega. Við tölum um ýmislegt en fótboltinn er í aðalhlutverki,“ segir Aron Einar sem segir mikilvægt að undirbúningurinn fari vel af stað. „Ég hef ekki áhyggjur af stemningunni í hópnum. Hún verður alltaf góð. Meiðslin ráðum við ekki við og það mun alltaf fylgja en vonandi ekki of mikið.“ „En það er mikilvægt að undirbúningurinn byrji vel. Ef að það tekst hjá okkur þá hef ég ekki áhyggjur af sumrinu.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, mun spila verkjaður á EM í Frakklandi í sumar. Aron Einar, sem leikur með Cardiff á Englandi, hefur verið að glíma við meiðsli í ökkla síðustu vikurnar. „Ég er með beinflís á slæmum stað. Það verður smá sársauki en það mun ekki stoppa mig. Ég mun spila með sársauka en það er spurning hversu miklum,“ sagði fyrirliðinn við Vísi í dag. „Það er líka spurning hvort að flísin færist ekki bara á góðan stað fyrir okkur,“ bætti hann við í léttum dúr. Hann segist þó aldrei hafa óttast að hann myndi missa af EM í sumar. „Það var aldrei nein stórhætta. Núna byrja ég bara að æfa og fer rólega af stað. Ég verð hjá sjúkraþjálfara til að koma mér inn í hlutina og stefnan er að vera kominn á fullt í lok vikunnar.“ Alls níu leikmenn úr 23 manna leikmannahópi Íslands æfðu á Laugardalsvelli í dag og Aron Einar segir það góða tilfinningu að vera kominn loksins af stað. „Biðin hefur verið löng. Sérstaklega fyrir okkur sem kláruðu sín tímabil snemma. Ég veit að menn eru fullir tilhlökkunnar og geta hreinlega ekki beðið, rétt eins og þjóðin öll.“ Hann segir að leikmenn séu duglegir að tala saman. „Við gerum það nánast daglega. Við tölum um ýmislegt en fótboltinn er í aðalhlutverki,“ segir Aron Einar sem segir mikilvægt að undirbúningurinn fari vel af stað. „Ég hef ekki áhyggjur af stemningunni í hópnum. Hún verður alltaf góð. Meiðslin ráðum við ekki við og það mun alltaf fylgja en vonandi ekki of mikið.“ „En það er mikilvægt að undirbúningurinn byrji vel. Ef að það tekst hjá okkur þá hef ég ekki áhyggjur af sumrinu.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira