Ólafur braut engar reglur með þyrluferð sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2016 10:59 Þyrlan á vettvangi slyssins í gærkvöldi. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þyrsluslysið sem Ólafur Ólafsson fjárfestir lenti í í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Ólafur var með þrjá erlenda viðskiptafélaga á útsýnisflugi en reyndur íslenskur þyrluflugmaður flaug vélinni sem þurfti að nauðlenda. Þrír voru lagðir inn vegna beinbrota og tveir voru undir eftirliti í nótt. Þeirra á meðal er Ólafur vegna hugsanlegra innvortis meiðsla en hann mun hafa slasað sig bæði á hrygg og hálsi. Ólafur afplánar sem kunnugt er dóm sem hann hlaut í Al-Thani málinu svonefnda. Ólafur hlaut fjögurra og hálfs árs dóm og afplánaði fyrsta árið á Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið á áfangaheimilinu Vernd í Laugardal ásamt félögum sínum úr Kaupþingi; þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Sigurði Einarssyni. Ólafur Ólafsson hlaut ekki beinbrot en slasaðist á hálsi og hrygg.vísir/vilhelm Átti að vera mættur á Vernd klukkan 21 Landsmenn velta greinilega margir hverjir fyrir sér hvernig standi á því að Ólafur, sem hlaut svo þungan dóm í febrúar í fyrra, geti verið í þyrluferð með viðskiptafélögum sínum fimmtán mánuðum eftir dóminn. Samkvæmt nýjum lögum um fullnustu refsinga, sem Alþingi samþykkti í mars og hafa tekið gildi, er sá tími sem menn mega vera í rafrænu eftirliti tvöfaldaður. Samkvæmt reglum um afplánun þarf hann að afplána helming tímans, tvö ár og þrjá mánuði, og fær reynslulausn að þeim tíma liðnum. Hann var rúmt ár á Kvíabryggju, verður svo rúmt hálft ár á Vernd og loks tæpt ár með ökklaband í svokölluðu rafrænu eftirliti. Til að geta komist á Vernd, þar sem Ólafur og félagar dvelja nú, þurfa þeir að stunda vinnu eða vera í námi. Þá þurfa þeir að vera á Vernd frá 23 á kvöldin til sjö á morgnana á virkum dögum og frá 21-7 um helgar. Hann átti því að vera komin heim klukkan 21 í gærkvöldi en slysið varð rúmri klukkustund fyrr þegar þyrlan átti skamma leið eftir til höfuðborgarinnar. Töluverður viðbúnaður var vegna slyssins.Vísir/MHH Rannsókn framhaldið í dag Þyrla Ólafs var á leiðinni til Reykjavíkur þegar hún sendi neyðarboð klukkan 19:45. Stuttu síðar náðu farþegar að hringja í Neyðarlínuna og gefa upp nánari staðsetningu á þyrlunni og upplýsingar um farþeganna. Með Ólafi í för var flugmaður og þrír erlendir viðskiptafélagar hans. Voru þeir í útsýnisflugi og á leið aftur til Reykjavíkur þegar slysið varð.Þorkell Ágústsson sem starfar á flugslysasviði rannsóknarnefndar samgönguslysa var á vettvangi slyssins í gærkvöldi og við rannsóknir fram á nótt. Hann segir í samtali við Vísi að aðstæður hafi verið góðar í gær og rannsókn verði framhaldið í dag. Vettvangur slyssins, sem er í nokkurra kílómetra fjarlægð frá veginum við Nesjavelli, var girt af í gærkvöldi. Þorkell var fluttur á vettvang með þyrlu í gær og reiknaði með að það sama yrði uppi á teningnum í dag. Þorkell sagði ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna hefði þurft að nauðlenda þyrlunni. Alþingi Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson var um borð í þyrlunni Ólafur Ólafsson er eigandi þyrlunnar sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun í kvöld. 22. maí 2016 22:40 Þrír með beinbrot og tveir undir eftirliti Þrír þeirra sem um borð voru í þyrlunni sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun hafa verið lagðir inn á Landspítalann með beinbrot og önnur meiðsli. 22. maí 2016 22:55 Ólafur var með erlenda gesti í útsýnisflugi Eigandi Samskipa þakkar skjót viðbrögð í tilkynningu til fjölmiðla. 23. maí 2016 07:04 Þyrlu hlekktist á á Hengilssvæðinu Búið er að flytja alla farþega þyrlunnar til Reykjavíkur. 22. maí 2016 20:26 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Þyrsluslysið sem Ólafur Ólafsson fjárfestir lenti í í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Ólafur var með þrjá erlenda viðskiptafélaga á útsýnisflugi en reyndur íslenskur þyrluflugmaður flaug vélinni sem þurfti að nauðlenda. Þrír voru lagðir inn vegna beinbrota og tveir voru undir eftirliti í nótt. Þeirra á meðal er Ólafur vegna hugsanlegra innvortis meiðsla en hann mun hafa slasað sig bæði á hrygg og hálsi. Ólafur afplánar sem kunnugt er dóm sem hann hlaut í Al-Thani málinu svonefnda. Ólafur hlaut fjögurra og hálfs árs dóm og afplánaði fyrsta árið á Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið á áfangaheimilinu Vernd í Laugardal ásamt félögum sínum úr Kaupþingi; þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Sigurði Einarssyni. Ólafur Ólafsson hlaut ekki beinbrot en slasaðist á hálsi og hrygg.vísir/vilhelm Átti að vera mættur á Vernd klukkan 21 Landsmenn velta greinilega margir hverjir fyrir sér hvernig standi á því að Ólafur, sem hlaut svo þungan dóm í febrúar í fyrra, geti verið í þyrluferð með viðskiptafélögum sínum fimmtán mánuðum eftir dóminn. Samkvæmt nýjum lögum um fullnustu refsinga, sem Alþingi samþykkti í mars og hafa tekið gildi, er sá tími sem menn mega vera í rafrænu eftirliti tvöfaldaður. Samkvæmt reglum um afplánun þarf hann að afplána helming tímans, tvö ár og þrjá mánuði, og fær reynslulausn að þeim tíma liðnum. Hann var rúmt ár á Kvíabryggju, verður svo rúmt hálft ár á Vernd og loks tæpt ár með ökklaband í svokölluðu rafrænu eftirliti. Til að geta komist á Vernd, þar sem Ólafur og félagar dvelja nú, þurfa þeir að stunda vinnu eða vera í námi. Þá þurfa þeir að vera á Vernd frá 23 á kvöldin til sjö á morgnana á virkum dögum og frá 21-7 um helgar. Hann átti því að vera komin heim klukkan 21 í gærkvöldi en slysið varð rúmri klukkustund fyrr þegar þyrlan átti skamma leið eftir til höfuðborgarinnar. Töluverður viðbúnaður var vegna slyssins.Vísir/MHH Rannsókn framhaldið í dag Þyrla Ólafs var á leiðinni til Reykjavíkur þegar hún sendi neyðarboð klukkan 19:45. Stuttu síðar náðu farþegar að hringja í Neyðarlínuna og gefa upp nánari staðsetningu á þyrlunni og upplýsingar um farþeganna. Með Ólafi í för var flugmaður og þrír erlendir viðskiptafélagar hans. Voru þeir í útsýnisflugi og á leið aftur til Reykjavíkur þegar slysið varð.Þorkell Ágústsson sem starfar á flugslysasviði rannsóknarnefndar samgönguslysa var á vettvangi slyssins í gærkvöldi og við rannsóknir fram á nótt. Hann segir í samtali við Vísi að aðstæður hafi verið góðar í gær og rannsókn verði framhaldið í dag. Vettvangur slyssins, sem er í nokkurra kílómetra fjarlægð frá veginum við Nesjavelli, var girt af í gærkvöldi. Þorkell var fluttur á vettvang með þyrlu í gær og reiknaði með að það sama yrði uppi á teningnum í dag. Þorkell sagði ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna hefði þurft að nauðlenda þyrlunni.
Alþingi Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson var um borð í þyrlunni Ólafur Ólafsson er eigandi þyrlunnar sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun í kvöld. 22. maí 2016 22:40 Þrír með beinbrot og tveir undir eftirliti Þrír þeirra sem um borð voru í þyrlunni sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun hafa verið lagðir inn á Landspítalann með beinbrot og önnur meiðsli. 22. maí 2016 22:55 Ólafur var með erlenda gesti í útsýnisflugi Eigandi Samskipa þakkar skjót viðbrögð í tilkynningu til fjölmiðla. 23. maí 2016 07:04 Þyrlu hlekktist á á Hengilssvæðinu Búið er að flytja alla farþega þyrlunnar til Reykjavíkur. 22. maí 2016 20:26 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Ólafur Ólafsson var um borð í þyrlunni Ólafur Ólafsson er eigandi þyrlunnar sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun í kvöld. 22. maí 2016 22:40
Þrír með beinbrot og tveir undir eftirliti Þrír þeirra sem um borð voru í þyrlunni sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun hafa verið lagðir inn á Landspítalann með beinbrot og önnur meiðsli. 22. maí 2016 22:55
Ólafur var með erlenda gesti í útsýnisflugi Eigandi Samskipa þakkar skjót viðbrögð í tilkynningu til fjölmiðla. 23. maí 2016 07:04
Þyrlu hlekktist á á Hengilssvæðinu Búið er að flytja alla farþega þyrlunnar til Reykjavíkur. 22. maí 2016 20:26