Ætlar að kæra framkvæmd kosninganna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. maí 2016 09:52 Tíu forsetaframbjóðendur skiluðu inn gögnum til innanríkisráðuneytisins áður en frestur til að bjóða sig fram til forseta rann út á miðnætti. Einn þeirra sem skilaði inn gögnum, Magnús I. Jónsson, á von á því að framboð hans verði ekki gilt og ætlar að kæra framkvæmd kosninganna. Þeir sem skiluðu inn framboðum sínum í gær voru Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir, Magnús I. Jónsson og Sturla Jónsson. Farið verður yfir framboðsgögnin og skoðað hvort öll gögn hafi borist frá hverjum og einum frambjóðanda. Að því loknu verður farið með gögnin til Hæstaréttar og auglýst hverjir eru rétt fram komnir frambjóðendur. Kosningarnar verða svo 25. júní næstkomandi. Magnús I. Jónsson, einn þeirra sem skilaði inn framboði í gær, segist hafa skilað inn framboði þrátt fyrir að vera ekki með tilskilinn fjölda undirskrifta. Hann segir misvísandi upplýsingar frá yfirkjörstjórnum hafa orðið til þess að hann náði ekki að skila öllum gögnum inn. Hann hafi óskað eftir fresti til að skila inn þeim gögnum sem vantaði en ekki var orðið við því. Magnús ætlar því að kæra framkvæmd kosninganna. „Það hefur verið brotið á mér nokkrum sinnum þarna í framkvæmdinni. Þá neyðist ég til þess að kæra þetta til Hæstaréttar úr því það var ekki hægt að verða við þessu um frest,“ segir Magnús. Frambjóðendum sem skiluðu inn framboðsgögnum hefur verið boðið á fund í innanríkisráðuneytinu í dag og verður þá greint frá fjölda framboða. Baldur Ágústsson stefndi einnig á framboð en hann skilaði ekki inn gögnum til ráðuneytisins þar sem hann náði ekki að safna tilskildum fjölda undirskrifta. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Magnús Ingberg býður sig fram til forseta Íslands Vill afnema verðtrygginguna. 10. maí 2016 10:40 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Tíu forsetaframbjóðendur skiluðu inn gögnum til innanríkisráðuneytisins áður en frestur til að bjóða sig fram til forseta rann út á miðnætti. Einn þeirra sem skilaði inn gögnum, Magnús I. Jónsson, á von á því að framboð hans verði ekki gilt og ætlar að kæra framkvæmd kosninganna. Þeir sem skiluðu inn framboðum sínum í gær voru Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir, Magnús I. Jónsson og Sturla Jónsson. Farið verður yfir framboðsgögnin og skoðað hvort öll gögn hafi borist frá hverjum og einum frambjóðanda. Að því loknu verður farið með gögnin til Hæstaréttar og auglýst hverjir eru rétt fram komnir frambjóðendur. Kosningarnar verða svo 25. júní næstkomandi. Magnús I. Jónsson, einn þeirra sem skilaði inn framboði í gær, segist hafa skilað inn framboði þrátt fyrir að vera ekki með tilskilinn fjölda undirskrifta. Hann segir misvísandi upplýsingar frá yfirkjörstjórnum hafa orðið til þess að hann náði ekki að skila öllum gögnum inn. Hann hafi óskað eftir fresti til að skila inn þeim gögnum sem vantaði en ekki var orðið við því. Magnús ætlar því að kæra framkvæmd kosninganna. „Það hefur verið brotið á mér nokkrum sinnum þarna í framkvæmdinni. Þá neyðist ég til þess að kæra þetta til Hæstaréttar úr því það var ekki hægt að verða við þessu um frest,“ segir Magnús. Frambjóðendum sem skiluðu inn framboðsgögnum hefur verið boðið á fund í innanríkisráðuneytinu í dag og verður þá greint frá fjölda framboða. Baldur Ágústsson stefndi einnig á framboð en hann skilaði ekki inn gögnum til ráðuneytisins þar sem hann náði ekki að safna tilskildum fjölda undirskrifta.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Magnús Ingberg býður sig fram til forseta Íslands Vill afnema verðtrygginguna. 10. maí 2016 10:40 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira