Níu keppa um lyklana að Bessastöðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. maí 2016 07:00 Aldrei hafa verið fleiri í framboði til embættis. Allt útlit er fyrir að níu manns verði í framboði í forsetakosningunum sem fram fara 25.?júní næstkomandi. Þar af eru fimm karlar og fjórar konur. Samkvæmt lögum bar frambjóðendum að skila framboðum til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti í gær ásamt nægjanlegum fjölda meðmælenda og vottorði yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu verður frambjóðendum, eða umboðsmönnum þeirra, boðið að koma í ráðuneytið klukkan tvö í dag þar sem upplýst verður hverjir hafa skilað inn gögnum. Eftir helgina, þegar búið er að yfirfara gögnin og senda þau til Hæstaréttar, verður svo auglýst í Lögbirtingablaðinu hverjir verða í framboði til forseta Íslands. En þótt núna fyrst sé að komast mynd á það hverjir verða í framboði eru þrjár vikur liðnar frá því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst. Nú þegar hafa verið greidd á öllu landinu, og í flestum sendiráðum, samtals 418 atkvæði. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa verið greidd 246 atkvæði. Hingað til hefur utankjörfundaratkvæðagreiðsla færst í Laugardalshöllina þegar nær líður kosningum. Skiptir þá ekki máli hvort um alþingiskosningar eða forsetakosningar er að ræða. Nú verður breytt út af laginu og flyst utankjörfundaratkvæðagreiðslan í Perluna þann 9. júní en verður ekki í Laugardalshöll. Bryndís Bachmann, fagstjóri þinglýsinga hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segir að þetta sé vegna plássleysis í Laugardalshöllinni. „Það hefur verið of þröngt og núna þegar embættin eru búin að sameinast þá var þetta bara of lítið,“ segir Bryndís. Þar vísar Bryndís í sameiningu sýslumannsembættanna á höfuðborgarsvæðinu í eitt. Opið verður í Perlunni til klukkan tíu á kvöldin þegar þar að kemur.Aldrei fleiri frambjóðendurNú stefnir í að frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fleiri en nokkru sinni fyrr, en árið 2012 voru þeir sex. Árið 2012 voru sex í framboði: l Ólafur Ragnar Grímsson l Þóra Arnórsdóttir l Ari Trausti Guðmundsson l Herdís Þorgeirsdóttir l Andrea J. Ólafsdóttir l Hannes BjarnasonÁrið 2004 voru þrír í framboði: l Baldur Ágústsson l Ólafur Ragnar Grímsson l Ástþór MagnússonÁrið 1996 voru fjórir í framboði: l Guðrún Agnarsdóttir l Ólafur Ragnar Grímsson l Ástþór Magnússon l Pétur Kr. HafsteinÁrið 1988 voru tveir í framboði: l Vigdís Finnbogadóttir l Sigrún ÞorsteinsdóttirÁrið 1980 voru fjórir í framboði: l Vigdís Finnbogadóttir l Guðlaugur Þorvaldsson l Albert Guðmundsson l Pétur J. ThorsteinssonÁrið 1968 voru tveir í framboði: l Gunnar Thoroddsen l Kristján EldjárnÁrið 1952 voru þrír í framboði: l Ásgeir Ásgeirsson l Bjarni Jónsson l Gísli SveinssonGreinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí. Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Allt útlit er fyrir að níu manns verði í framboði í forsetakosningunum sem fram fara 25.?júní næstkomandi. Þar af eru fimm karlar og fjórar konur. Samkvæmt lögum bar frambjóðendum að skila framboðum til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti í gær ásamt nægjanlegum fjölda meðmælenda og vottorði yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu verður frambjóðendum, eða umboðsmönnum þeirra, boðið að koma í ráðuneytið klukkan tvö í dag þar sem upplýst verður hverjir hafa skilað inn gögnum. Eftir helgina, þegar búið er að yfirfara gögnin og senda þau til Hæstaréttar, verður svo auglýst í Lögbirtingablaðinu hverjir verða í framboði til forseta Íslands. En þótt núna fyrst sé að komast mynd á það hverjir verða í framboði eru þrjár vikur liðnar frá því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst. Nú þegar hafa verið greidd á öllu landinu, og í flestum sendiráðum, samtals 418 atkvæði. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa verið greidd 246 atkvæði. Hingað til hefur utankjörfundaratkvæðagreiðsla færst í Laugardalshöllina þegar nær líður kosningum. Skiptir þá ekki máli hvort um alþingiskosningar eða forsetakosningar er að ræða. Nú verður breytt út af laginu og flyst utankjörfundaratkvæðagreiðslan í Perluna þann 9. júní en verður ekki í Laugardalshöll. Bryndís Bachmann, fagstjóri þinglýsinga hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segir að þetta sé vegna plássleysis í Laugardalshöllinni. „Það hefur verið of þröngt og núna þegar embættin eru búin að sameinast þá var þetta bara of lítið,“ segir Bryndís. Þar vísar Bryndís í sameiningu sýslumannsembættanna á höfuðborgarsvæðinu í eitt. Opið verður í Perlunni til klukkan tíu á kvöldin þegar þar að kemur.Aldrei fleiri frambjóðendurNú stefnir í að frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fleiri en nokkru sinni fyrr, en árið 2012 voru þeir sex. Árið 2012 voru sex í framboði: l Ólafur Ragnar Grímsson l Þóra Arnórsdóttir l Ari Trausti Guðmundsson l Herdís Þorgeirsdóttir l Andrea J. Ólafsdóttir l Hannes BjarnasonÁrið 2004 voru þrír í framboði: l Baldur Ágústsson l Ólafur Ragnar Grímsson l Ástþór MagnússonÁrið 1996 voru fjórir í framboði: l Guðrún Agnarsdóttir l Ólafur Ragnar Grímsson l Ástþór Magnússon l Pétur Kr. HafsteinÁrið 1988 voru tveir í framboði: l Vigdís Finnbogadóttir l Sigrún ÞorsteinsdóttirÁrið 1980 voru fjórir í framboði: l Vigdís Finnbogadóttir l Guðlaugur Þorvaldsson l Albert Guðmundsson l Pétur J. ThorsteinssonÁrið 1968 voru tveir í framboði: l Gunnar Thoroddsen l Kristján EldjárnÁrið 1952 voru þrír í framboði: l Ásgeir Ásgeirsson l Bjarni Jónsson l Gísli SveinssonGreinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí.
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira