Allt eða ekkert - óskynsamleg leið Kristinn H. Gunnarsson skrifar 20. maí 2016 13:44 Það er mikil þörf á því að gera breytingar á stjórnarskránni. Mikilvægustu breytingarnar á ekki að tefla í tvísýnu með fjöldann allan af öðrum breytingum í hverri grein stjórnarskrárinnar. Óskynsamlegast er að gera kjósendum að greiða atkvæði um allar breytingarnar í einu og þvinga þá til þess að samþykkja allt eða ekkert. Í 114 greinum eru fjölmörg álitamál sem skiptar skoðanir eru um. Allt eða ekkert leiðin er líkleg til þess að hámarka andstöðuna við frumvarpið. Þau þrjú einstöku atriði sem mestan stuðning fengu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 um tillögur stjórnlagaráðs eru þjóðareign á náttúruauðlindum, aukið persónukjör og að kjósendur geti framkallað þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Það er skynsamlegt að velja nokkur atriði sem telja má aðalatriðin í þeim breytingum sem gera þarf. Þessi þrjú eru öll svo sannarlega mikilvæg og tillögur stjórnlagaráðs í þeim öllum eru prýðilegar. Sérstaklega tel ég nauðsynlegt að ákvæði 34. greinar frumvarps stjórnlagaráðs um náttúruauðlindir nái fram að ganga. Fari svo, verður loks brotin á bak aftur hin ógeðfellda sérhagsmunagæsla í sjávarútveginum sem stórlega hefur skaðað þjóðfélagið. Hverjar mikilvægustu breytingarnar eru sem gera þarf ræðst af því hvernig vandin er greindur. Að mínu mati er samþjöppun valds og áhrif hagsmunaaðila innan einstakra stjórnmálaflokka það hættulegasta. Þess vegna þarf breytingar sem dreifa valdi. Í gildandi fyrirkomulagi er löggjafarvald og framkvæmdavald samtvinnað og eru hverju sinni í höndum fárra forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Sterk tök flokksforystunnar á val þingmanna flokksins herða á valdi og áhrifum þeirra. Alþingi hefur í sínum höndum valdið til þess að breyta stjórnarskránni og hefur frá 1944 gert það átta sinnum án þess að bera breytingarnar undir kjósendur. Það er algerlega fráleitt fyrirkomulag að löggjafarvaldið, sem á að starfa innan þess ramma sem stjórnarskráin setur , skuli geta sjálft breytt rammanum. Að öllu samanlögðu er staðan sú að fáir forystumenn stjórnmálaflokkanna ráða mestu um löggjöf hverju sinni, framkvæmd löggjafarinnar og stjórnarskránni líka. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir því að aðgreiningu valdsins en reyndin hefur orðið önnur. Þess vegna tel ég mikilvægast að minnka vald þessa fámenna hóps. Það verður gert með því: að allar breytingar á stjórnarskrá verða að fara í almenna þjóðaratkvæðagreiðslu að kjósendur geti skotið málum Alþingis til þjóðarinnar að ráðherrar eigi ekki sæti á Alþingi, hvorki sem aðalmenn né varamenn að persónukjör verði tekið upp að mælt verði fyrir um eignarhald og ráðstöfun á nýtingu auðlinda í stjórnarskrá Á Alþingi eru til meðferðar þrjár tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Þær eru allar umdeildar að efni til en tvennt er til fyrirmyndar og þarf að verða reglan héðan í frá. Annars vegar er gert ráð fyrir að tillögurnar verði bornar undir kjósendur og með samþykki þeirra nái þær fram að ganga. Hitt atriðið er að tillögurnar eru þrjár og verður kosið um hverja og eina sjálfstætt. Því geta kjósendur valið þær sem þeir vilja samþykkja og hafnað hinum. Allt eða ekkert sjónarmiðið gengur algerlega gegn valfrelsi kjósenda. Það er hluti af kröfum nýrra tíma að kjósendur vilja ráða sjálfir sínu vali. Það eru klækjastjórnmál gamla tímans að setja saman óskyldar tillögur, sem stjórnmálamenn koma sér saman um í sínum hrossakaupum, og bera þær fram í einu lagi. Það eru margt í tillögur stjórnlagaráðs sem getur fengið brautargengi. En það eru líka margar tillögur sem eru umdeilanlegar og ég tel ekki til bóta. Að fella brott kjördæmaskipan er varasamt eins og sást best í kosningunni til stjórnlagaþings þegar aðeins 3 af 25 fulltúum voru af landsbyggðinni. Ákvæðin um forseta Alþingis og aukið vald forsætisráðherra eru ekki góð. Allt eða ekkert sjónarmiðið er einmitt byggt á því að tala til kjósenda ofan frá hásæti valdsins. Píratar hafa tekið stjórnarskrármálið upp á sína arma og vilja gera breytingar en virðast hafa tekið sér einstrengingslega stöðu með þeim sem vilja allt eða ekkert. Fyrir vikið er hætt við því að þeir lokist af og komist hvorki lönd né strönd. Grundvallaratriðin eru tvö sem þarf að hafa að leiðarljósi - annað að virða vilja og valfrelsi kjósenda og hitt að draga út úr helstu atriðin og knýja um að þau ná fram að ganga. Verði sú leið farin eru góðar líkur á því að breytingar náist fram að þessu sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kosningar 2016 Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Sjá meira
Það er mikil þörf á því að gera breytingar á stjórnarskránni. Mikilvægustu breytingarnar á ekki að tefla í tvísýnu með fjöldann allan af öðrum breytingum í hverri grein stjórnarskrárinnar. Óskynsamlegast er að gera kjósendum að greiða atkvæði um allar breytingarnar í einu og þvinga þá til þess að samþykkja allt eða ekkert. Í 114 greinum eru fjölmörg álitamál sem skiptar skoðanir eru um. Allt eða ekkert leiðin er líkleg til þess að hámarka andstöðuna við frumvarpið. Þau þrjú einstöku atriði sem mestan stuðning fengu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 um tillögur stjórnlagaráðs eru þjóðareign á náttúruauðlindum, aukið persónukjör og að kjósendur geti framkallað þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Það er skynsamlegt að velja nokkur atriði sem telja má aðalatriðin í þeim breytingum sem gera þarf. Þessi þrjú eru öll svo sannarlega mikilvæg og tillögur stjórnlagaráðs í þeim öllum eru prýðilegar. Sérstaklega tel ég nauðsynlegt að ákvæði 34. greinar frumvarps stjórnlagaráðs um náttúruauðlindir nái fram að ganga. Fari svo, verður loks brotin á bak aftur hin ógeðfellda sérhagsmunagæsla í sjávarútveginum sem stórlega hefur skaðað þjóðfélagið. Hverjar mikilvægustu breytingarnar eru sem gera þarf ræðst af því hvernig vandin er greindur. Að mínu mati er samþjöppun valds og áhrif hagsmunaaðila innan einstakra stjórnmálaflokka það hættulegasta. Þess vegna þarf breytingar sem dreifa valdi. Í gildandi fyrirkomulagi er löggjafarvald og framkvæmdavald samtvinnað og eru hverju sinni í höndum fárra forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Sterk tök flokksforystunnar á val þingmanna flokksins herða á valdi og áhrifum þeirra. Alþingi hefur í sínum höndum valdið til þess að breyta stjórnarskránni og hefur frá 1944 gert það átta sinnum án þess að bera breytingarnar undir kjósendur. Það er algerlega fráleitt fyrirkomulag að löggjafarvaldið, sem á að starfa innan þess ramma sem stjórnarskráin setur , skuli geta sjálft breytt rammanum. Að öllu samanlögðu er staðan sú að fáir forystumenn stjórnmálaflokkanna ráða mestu um löggjöf hverju sinni, framkvæmd löggjafarinnar og stjórnarskránni líka. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir því að aðgreiningu valdsins en reyndin hefur orðið önnur. Þess vegna tel ég mikilvægast að minnka vald þessa fámenna hóps. Það verður gert með því: að allar breytingar á stjórnarskrá verða að fara í almenna þjóðaratkvæðagreiðslu að kjósendur geti skotið málum Alþingis til þjóðarinnar að ráðherrar eigi ekki sæti á Alþingi, hvorki sem aðalmenn né varamenn að persónukjör verði tekið upp að mælt verði fyrir um eignarhald og ráðstöfun á nýtingu auðlinda í stjórnarskrá Á Alþingi eru til meðferðar þrjár tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Þær eru allar umdeildar að efni til en tvennt er til fyrirmyndar og þarf að verða reglan héðan í frá. Annars vegar er gert ráð fyrir að tillögurnar verði bornar undir kjósendur og með samþykki þeirra nái þær fram að ganga. Hitt atriðið er að tillögurnar eru þrjár og verður kosið um hverja og eina sjálfstætt. Því geta kjósendur valið þær sem þeir vilja samþykkja og hafnað hinum. Allt eða ekkert sjónarmiðið gengur algerlega gegn valfrelsi kjósenda. Það er hluti af kröfum nýrra tíma að kjósendur vilja ráða sjálfir sínu vali. Það eru klækjastjórnmál gamla tímans að setja saman óskyldar tillögur, sem stjórnmálamenn koma sér saman um í sínum hrossakaupum, og bera þær fram í einu lagi. Það eru margt í tillögur stjórnlagaráðs sem getur fengið brautargengi. En það eru líka margar tillögur sem eru umdeilanlegar og ég tel ekki til bóta. Að fella brott kjördæmaskipan er varasamt eins og sást best í kosningunni til stjórnlagaþings þegar aðeins 3 af 25 fulltúum voru af landsbyggðinni. Ákvæðin um forseta Alþingis og aukið vald forsætisráðherra eru ekki góð. Allt eða ekkert sjónarmiðið er einmitt byggt á því að tala til kjósenda ofan frá hásæti valdsins. Píratar hafa tekið stjórnarskrármálið upp á sína arma og vilja gera breytingar en virðast hafa tekið sér einstrengingslega stöðu með þeim sem vilja allt eða ekkert. Fyrir vikið er hætt við því að þeir lokist af og komist hvorki lönd né strönd. Grundvallaratriðin eru tvö sem þarf að hafa að leiðarljósi - annað að virða vilja og valfrelsi kjósenda og hitt að draga út úr helstu atriðin og knýja um að þau ná fram að ganga. Verði sú leið farin eru góðar líkur á því að breytingar náist fram að þessu sinni.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar