Útlit fyrir að níu nöfn verði á kjörseðlinum Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. maí 2016 11:29 Allt útlit er fyrir að þessir níu frambjóðendur verði á kjörseðlinum en frestur til þess að skila inn meðmælum rennur út að miðnætti. Vísir Nú fara línur að skýrast varðandi hvaða nöfn verða á kjörseðlinum þegar þjóðin kýs sér nýjan forseta þann 25. júní næstkomandi. Skiljanlega hefur verið erfitt að fylgjast með og vita fyrir víst hverjir eru enn í framboði en nú stefnir í að nöfnin á kjörseðlinum verði níu talsins. Í gær voru ellefu manns eftir í baráttunni en til þess að hljóta vottorð fyrir opinbert framboð ber að skila inn undirskriftalistum til yfirkjörstjórna fyrir miðnætti í dag. Fréttastofa RÚV greindi frá því í morgun að yfirkjörstjórnir suðvestur- og Suðurkjördæmi hafi gefið út átta vottorð í gær. Þar staðfesti Benedikt Kristján Mewes að hann væri hættur við að skila inn meðmælum og er þar með úr leik.Enn óljóst með framboð Elísabetar JökulsSamkvæmt heimildum Vísis er líklegt að Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur fái vottorð afhent frá Suðvestur- og Suðurkjördæmi í dag þar sem hún er sögð hafa náð nægilega mörgum meðmælum þar. Elísabetu vantar aðeins tvö meðmæli í Vesturlandskjördæmi til þess að hljóta vottorðið og það verður því að teljast líklegt að hún verði með í forsetaslagnum.Níu fá vottorð frá Reykjavíkurkjördæmum í dagYfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmi Norður og Suður hittast á opnum fundi kl. 13 – 15 í Ráðhúsinu í dag. Búist er við því að þar verði afhend níu vottorð þar sem níu frambjóðendur hafa þegar skilað inn eins mörgum meðmælum og til þarf. Það eru, í stafrófsröð; Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson.Magnús Ingiberg Jónsson hefur skilað inn sínum meðmælum en þar vantar um 700 gild meðmæli til þess að hann hljóti vottorðið. Ekki er búist við því að hann nái að skila þeim inn fyrir fundinn í Ráðhúsinu í dag. Þá hefur Benedikt Kristján Mewes ekki skilað inn meðmælum fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Maggi í Texasborgurum hættur við forsetaframboð en stefnir á þing Ekki tókst að safna tilskildum fjölda meðmælenda. 17. maí 2016 21:59 Forsetaframbjóðanda vantar fimm Vestfirðinga Elísabetu Jökulsdóttur vantar einungis fimm undirskriftir til viðbótar fyrir forsetaframboð sitt en umsóknarfrestur rennur út að miðnætti. 19. maí 2016 17:03 „Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Nú fara línur að skýrast varðandi hvaða nöfn verða á kjörseðlinum þegar þjóðin kýs sér nýjan forseta þann 25. júní næstkomandi. Skiljanlega hefur verið erfitt að fylgjast með og vita fyrir víst hverjir eru enn í framboði en nú stefnir í að nöfnin á kjörseðlinum verði níu talsins. Í gær voru ellefu manns eftir í baráttunni en til þess að hljóta vottorð fyrir opinbert framboð ber að skila inn undirskriftalistum til yfirkjörstjórna fyrir miðnætti í dag. Fréttastofa RÚV greindi frá því í morgun að yfirkjörstjórnir suðvestur- og Suðurkjördæmi hafi gefið út átta vottorð í gær. Þar staðfesti Benedikt Kristján Mewes að hann væri hættur við að skila inn meðmælum og er þar með úr leik.Enn óljóst með framboð Elísabetar JökulsSamkvæmt heimildum Vísis er líklegt að Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur fái vottorð afhent frá Suðvestur- og Suðurkjördæmi í dag þar sem hún er sögð hafa náð nægilega mörgum meðmælum þar. Elísabetu vantar aðeins tvö meðmæli í Vesturlandskjördæmi til þess að hljóta vottorðið og það verður því að teljast líklegt að hún verði með í forsetaslagnum.Níu fá vottorð frá Reykjavíkurkjördæmum í dagYfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmi Norður og Suður hittast á opnum fundi kl. 13 – 15 í Ráðhúsinu í dag. Búist er við því að þar verði afhend níu vottorð þar sem níu frambjóðendur hafa þegar skilað inn eins mörgum meðmælum og til þarf. Það eru, í stafrófsröð; Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson.Magnús Ingiberg Jónsson hefur skilað inn sínum meðmælum en þar vantar um 700 gild meðmæli til þess að hann hljóti vottorðið. Ekki er búist við því að hann nái að skila þeim inn fyrir fundinn í Ráðhúsinu í dag. Þá hefur Benedikt Kristján Mewes ekki skilað inn meðmælum fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Maggi í Texasborgurum hættur við forsetaframboð en stefnir á þing Ekki tókst að safna tilskildum fjölda meðmælenda. 17. maí 2016 21:59 Forsetaframbjóðanda vantar fimm Vestfirðinga Elísabetu Jökulsdóttur vantar einungis fimm undirskriftir til viðbótar fyrir forsetaframboð sitt en umsóknarfrestur rennur út að miðnætti. 19. maí 2016 17:03 „Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Maggi í Texasborgurum hættur við forsetaframboð en stefnir á þing Ekki tókst að safna tilskildum fjölda meðmælenda. 17. maí 2016 21:59
Forsetaframbjóðanda vantar fimm Vestfirðinga Elísabetu Jökulsdóttur vantar einungis fimm undirskriftir til viðbótar fyrir forsetaframboð sitt en umsóknarfrestur rennur út að miðnætti. 19. maí 2016 17:03
„Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04