Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2016 10:48 Markmið RVK-studios er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp á Gufunesi. Vísir/GVA/Anton Brink Borgarráð samþykkti í gær kaupsamning við RVK-studios, framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks, sem mun kaupa fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Fyrirtækið hyggst reisa kvikmyndaver á Gufunesi og greiðir rúma 301 milljón fyrir fasteignirnar. RÚV greinir frá.Fasteignirnar fjórar eru samtals 8.391 fermetri að stærð og þar á meðal er meðal annars birgðageymsla og hráefnisgeymsla. RVK-studios greiðir einnig um tvær milljónir á ári vegna vilyrðis fyrir 19.200 fermetra svæði austan við byggingarnar.Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiMarkmið RVK-studios er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp en framleiðslufyrirtækið óskaði eftir því síðastliðið sumar að ganga til viðræða við Reykjavíkurborg um kaup á hluta af gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi. Stefnt er að því að gera eiturefnarannsókn á jarðveginum á svæðinu. Bendi niðurstöður rannsóknarinnar til þess að jarðvegurinn teljist mengaður mun Reykjavíkurborg bera kostnaðinn af því að hreinsa hann en reynist jarðvegurinn of mengaður getur RVK-studios rift samningnum.Sjá einnig: Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndaversÍ samtali við Vísi fyrr á árinu ræddi Baltasar m.a. um fyrirhugað kvikmyndaver þar sem hann sagði að kvikmyndaverið væri skref í átt að því að fleiri kvikmyndaverkefni yrðu unnin á Íslandi. „Ég hef verið að ræða við borgaryfirvöld. Það er annað skref í því að við getum tekið meira upp hér á landi. Eins og með Víkingamyndina, sem menn eru kannski orðnir leiðir á að heyra mig tala um, en það stendur til að gera hana og Universal er með hana og hefur áhuga á að koma henni í gang sem fyrst,“ sagði Baltasar Kormákur. Kaupsamningurinn var samþykktur einróma í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær og er kaupverðið, líkt og áður sagði, um 301 milljón. Verður það greitt í tveimur greiðslum, sú fyrri við afhendingu eignanna í byrjun ágúst en sú seinni fyrir 1. febrúar á næsta ári. Tengdar fréttir Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndavers Um 200 störf gætu skapast í kringum kvikmyndaverið að sögn Dags B. Eggertssonar. 19. nóvember 2015 14:56 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira
Borgarráð samþykkti í gær kaupsamning við RVK-studios, framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks, sem mun kaupa fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Fyrirtækið hyggst reisa kvikmyndaver á Gufunesi og greiðir rúma 301 milljón fyrir fasteignirnar. RÚV greinir frá.Fasteignirnar fjórar eru samtals 8.391 fermetri að stærð og þar á meðal er meðal annars birgðageymsla og hráefnisgeymsla. RVK-studios greiðir einnig um tvær milljónir á ári vegna vilyrðis fyrir 19.200 fermetra svæði austan við byggingarnar.Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiMarkmið RVK-studios er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp en framleiðslufyrirtækið óskaði eftir því síðastliðið sumar að ganga til viðræða við Reykjavíkurborg um kaup á hluta af gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi. Stefnt er að því að gera eiturefnarannsókn á jarðveginum á svæðinu. Bendi niðurstöður rannsóknarinnar til þess að jarðvegurinn teljist mengaður mun Reykjavíkurborg bera kostnaðinn af því að hreinsa hann en reynist jarðvegurinn of mengaður getur RVK-studios rift samningnum.Sjá einnig: Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndaversÍ samtali við Vísi fyrr á árinu ræddi Baltasar m.a. um fyrirhugað kvikmyndaver þar sem hann sagði að kvikmyndaverið væri skref í átt að því að fleiri kvikmyndaverkefni yrðu unnin á Íslandi. „Ég hef verið að ræða við borgaryfirvöld. Það er annað skref í því að við getum tekið meira upp hér á landi. Eins og með Víkingamyndina, sem menn eru kannski orðnir leiðir á að heyra mig tala um, en það stendur til að gera hana og Universal er með hana og hefur áhuga á að koma henni í gang sem fyrst,“ sagði Baltasar Kormákur. Kaupsamningurinn var samþykktur einróma í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær og er kaupverðið, líkt og áður sagði, um 301 milljón. Verður það greitt í tveimur greiðslum, sú fyrri við afhendingu eignanna í byrjun ágúst en sú seinni fyrir 1. febrúar á næsta ári.
Tengdar fréttir Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndavers Um 200 störf gætu skapast í kringum kvikmyndaverið að sögn Dags B. Eggertssonar. 19. nóvember 2015 14:56 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira
Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45
Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndavers Um 200 störf gætu skapast í kringum kvikmyndaverið að sögn Dags B. Eggertssonar. 19. nóvember 2015 14:56