Hvert verður næsta skrefið á Íslandi? Delia Popescu skrifar 19. maí 2016 00:00 Íslendingar brugðust við efnhagshruninu 2008 með þeim hætti sem fáar aðrar þjóðir hafa látið sér detta í hug: þeir tóku eigið gildismat til endurskoðunar. Þá fór fram einstaklega raunsæislegt mat á því hvernig starfshættirnir í stjórnkerfi brugðust, þannig að stjórnmálaöfl leiddu Ísland nánast til glötunar. Íslendingar ákváðu að nú væri tímabært að festa gildismat sitt í nýrri stjórnarskrá, sem yrði leiðarljós stjórnkerfis þeirra. Þó neitar Alþingi að taka þessa stjórnarskrá grasrótarinnar til greina. Alþingi stendur frammi fyrir lýðræðislegum viðburði, sem á sér ekki hliðstæðu í stjórnarskrársögu, en sinnir þó ekki ákalli þjóðarinnar. Hér er sjálft frumefni lýðræðis í húfi, að því er varðar gildismat og aðferðarfræði. Í raun snýst lýðræðislegt gildismat um víðtæka þátttöku, sem öllum er opin, hagsmunaaðilum jafnt sem öðrum. Ísland hefur staðist prófið að því er varðar þátttöku almennings: átak grasrótarinnar leiddi til slembiúrtaks 1000 ríkisborgara, sem voru beðnir um að skilgreina gildismat sitt. Ríflega 500 manns vildu taka þátt í starfi 25 manna stjórnlagaráðs. Svo opið ferli er áður óþekkt í sögu stjórnarskrárbreytinga. Drögin voru verk fulltrúa mjög breiðs fjölda, og þau styrktust af ríflega 3600 athugasemdum, enda nutu þau stuðnings tveggja kjósenda af hverjum þremur í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslenska þjóðin stóðst lýðræðisprófið með sóma og getur nú státað af einstaklega nútímalegu og lýðræðislegu stjórnarskrárferli, þar sem almenningur lagði hönd á plóginn, og er þetta öðrum þjóðum til eftirbreytni. Íslendingar stóðust einnig lögmætisprófið: Alþingi ákvarðaði sjálft aðferðina við að velja þátttakendur í gerð stjórnarskrárdraga. Þó fór svo, að þegar vinnu við það skjal var loks lokið fagnaði Alþingi ekki sögulegum viðburði, heldur kaus þess í stað að leggja stjórnarskrárdrögin í salt, þar sem þau hafa legið um þriggja ára skeið. Hvað tekur nú við á Íslandi? Einn valkosturinn væri að bíða enn um hríð. Einn talsmanna nýju stjórnarskrárinnar benti á að annað Alþingi tæki við af því sem nú situr. Lýðræðið snýst einnig um neitunarvald og starfsreglur, og hægt er að hætta að kjósa tiltekna stjórnmálamenn. Þessi nálgun krefst þess að beðið sé næstu kosninga og áfram verði barist, jafnframt sem litið yrði hjá því að almenningur hefur þegar tjáð sig með mótmælum. Stundum er ekki lýðræðislegt að bíða eftir því sem við fyrstu sýn virðist lýðræðislegt, sérstaklega þegar rödd þjóðarinnar er sniðgengin. Kannski er biðin réttur valkostur út frá stjórnsýslulegum sjónarhóli, en hún leysir upp lýðræðislega forgangsröðun, þar sem þjóðin á að vera í fyrsta sæti, en ekki næst á eftir elítunni og hagsmunahópunum. Íslendingar eiga ekki að leggja lýðræðið í salt. Ég er frá Austur-Evrópu og mótaðist af anda Vaclav Havels sem vildi færa valdið til valdalausra, og ég get ekki varist þeirri hugsun að nú sé tími til þess að staðfesta andspyrnuna enn frekar og efna til mótmæla án ofbeldis. Ofbeldisleysi virkar og er sérstaklega lýðræðislegt. Rödd lýðræðislegs þrýstings getur tekið á sig margar myndir, og hef ég orðið vitni að mörgum þeirra: samræður, fundir, bréfaskriftir, svör, og enn má gera betur til þess að leggja undir sig vettvang stjórnmála á táknrænan hátt. Andspyrna á opinberum stöðum, göngur um allt land, þrásetur í kringum opinberar byggingar, opinber tónlistarflutningur, leiksýningar og ljóðalestur, fyrir þessu öllu er löng hefð í heilbrigðum, pólitískum mótmælum. Reglubundin og skapandi mótmæli geta lokið ferli búsáhaldabyltingarinnar með því að sviðsetja valdabaráttuna á táknrænan hátt og án ofbeldis. Eins og Havel sagði er það valdumhverfið sem þarf að breytast, og það er upplausn þess umhverfis sem getur breytt hugarfari stjórnmálamanna.Ólöf Pétursdóttir þýddi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar brugðust við efnhagshruninu 2008 með þeim hætti sem fáar aðrar þjóðir hafa látið sér detta í hug: þeir tóku eigið gildismat til endurskoðunar. Þá fór fram einstaklega raunsæislegt mat á því hvernig starfshættirnir í stjórnkerfi brugðust, þannig að stjórnmálaöfl leiddu Ísland nánast til glötunar. Íslendingar ákváðu að nú væri tímabært að festa gildismat sitt í nýrri stjórnarskrá, sem yrði leiðarljós stjórnkerfis þeirra. Þó neitar Alþingi að taka þessa stjórnarskrá grasrótarinnar til greina. Alþingi stendur frammi fyrir lýðræðislegum viðburði, sem á sér ekki hliðstæðu í stjórnarskrársögu, en sinnir þó ekki ákalli þjóðarinnar. Hér er sjálft frumefni lýðræðis í húfi, að því er varðar gildismat og aðferðarfræði. Í raun snýst lýðræðislegt gildismat um víðtæka þátttöku, sem öllum er opin, hagsmunaaðilum jafnt sem öðrum. Ísland hefur staðist prófið að því er varðar þátttöku almennings: átak grasrótarinnar leiddi til slembiúrtaks 1000 ríkisborgara, sem voru beðnir um að skilgreina gildismat sitt. Ríflega 500 manns vildu taka þátt í starfi 25 manna stjórnlagaráðs. Svo opið ferli er áður óþekkt í sögu stjórnarskrárbreytinga. Drögin voru verk fulltrúa mjög breiðs fjölda, og þau styrktust af ríflega 3600 athugasemdum, enda nutu þau stuðnings tveggja kjósenda af hverjum þremur í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslenska þjóðin stóðst lýðræðisprófið með sóma og getur nú státað af einstaklega nútímalegu og lýðræðislegu stjórnarskrárferli, þar sem almenningur lagði hönd á plóginn, og er þetta öðrum þjóðum til eftirbreytni. Íslendingar stóðust einnig lögmætisprófið: Alþingi ákvarðaði sjálft aðferðina við að velja þátttakendur í gerð stjórnarskrárdraga. Þó fór svo, að þegar vinnu við það skjal var loks lokið fagnaði Alþingi ekki sögulegum viðburði, heldur kaus þess í stað að leggja stjórnarskrárdrögin í salt, þar sem þau hafa legið um þriggja ára skeið. Hvað tekur nú við á Íslandi? Einn valkosturinn væri að bíða enn um hríð. Einn talsmanna nýju stjórnarskrárinnar benti á að annað Alþingi tæki við af því sem nú situr. Lýðræðið snýst einnig um neitunarvald og starfsreglur, og hægt er að hætta að kjósa tiltekna stjórnmálamenn. Þessi nálgun krefst þess að beðið sé næstu kosninga og áfram verði barist, jafnframt sem litið yrði hjá því að almenningur hefur þegar tjáð sig með mótmælum. Stundum er ekki lýðræðislegt að bíða eftir því sem við fyrstu sýn virðist lýðræðislegt, sérstaklega þegar rödd þjóðarinnar er sniðgengin. Kannski er biðin réttur valkostur út frá stjórnsýslulegum sjónarhóli, en hún leysir upp lýðræðislega forgangsröðun, þar sem þjóðin á að vera í fyrsta sæti, en ekki næst á eftir elítunni og hagsmunahópunum. Íslendingar eiga ekki að leggja lýðræðið í salt. Ég er frá Austur-Evrópu og mótaðist af anda Vaclav Havels sem vildi færa valdið til valdalausra, og ég get ekki varist þeirri hugsun að nú sé tími til þess að staðfesta andspyrnuna enn frekar og efna til mótmæla án ofbeldis. Ofbeldisleysi virkar og er sérstaklega lýðræðislegt. Rödd lýðræðislegs þrýstings getur tekið á sig margar myndir, og hef ég orðið vitni að mörgum þeirra: samræður, fundir, bréfaskriftir, svör, og enn má gera betur til þess að leggja undir sig vettvang stjórnmála á táknrænan hátt. Andspyrna á opinberum stöðum, göngur um allt land, þrásetur í kringum opinberar byggingar, opinber tónlistarflutningur, leiksýningar og ljóðalestur, fyrir þessu öllu er löng hefð í heilbrigðum, pólitískum mótmælum. Reglubundin og skapandi mótmæli geta lokið ferli búsáhaldabyltingarinnar með því að sviðsetja valdabaráttuna á táknrænan hátt og án ofbeldis. Eins og Havel sagði er það valdumhverfið sem þarf að breytast, og það er upplausn þess umhverfis sem getur breytt hugarfari stjórnmálamanna.Ólöf Pétursdóttir þýddi.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun