Enn mikið verk óunnið að mati Bjarna Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/anton Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi í gærkveldi, þær síðustu þar til boðað verður til kosninga í haust. Formenn stjórnarflokkanna minntu þjóðina á þau góðu verk sem sitjandi ríkisstjórn hefur komið til leiðar á kjörtímabilinu og góða stöðu ríkissjóðs á meðan stjórnarandstaðan velti fyrir sér lærdómi af Panamahneykslinu og að þrátt fyrir uppgang sætu sumir hópar eftir og nytu ekki hagvaxtarins. „Bjartari tímar í efnahagsmálum duga ekki til ef meginþorri almennings í landinu fær ekki að njóta þessara bjartari tíma og reynir á eigin skinni rangláta skiptingu auðs, ranglátt kerfi sem meðhöndlar ekki alla jafnt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði ljóst að mörg góð verk hefðu verið unnin á kjörtímabilinu. Sagði hann það rétt að ekki væri allt núverandi stjórnarflokkum að þakka en á meðan þeir fengju yfir sig skammirnar fyrir það sem miður fer væri sanngjarnt að þeir nytu sannmælis og fengju hrós fyrir uppgang, minnkandi atvinnuleysi og aukinn kaupmátt þjóðarinnar. „Þingveturinn sem nú er að líða hefur verið hreint út sagt ömurlegur,“ sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. „Tengsl stjórnmálamanna við vafasama viðskiptahætti aflandsfélaga, og það að hafa vísvitandi leynt þeim tengslum, reyndist þjóðinni ómögulegt að kyngja. Enda er það gjörsamlega óásættanlegt. Þetta er hreinlega ekki heiðarlegt. Það er ekkert skrýtið við það að þjóðfélagið fari á hvolf og stjórnmálalífið sé lamað eftir.“ Bjarni Benediktsson sagði núverandi vetur hafa einkennst af uppgangi í íslensku efnahagslífi og boðaði á næstu misserum stórsókn í uppbyggingu innviða. „Enn eru margir sem eiga erfitt með að ná endum saman, fleiri eru þó í betri stöðu en áður, okkar bíða enn verkefni,“ sagði Bjarni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi í gærkveldi, þær síðustu þar til boðað verður til kosninga í haust. Formenn stjórnarflokkanna minntu þjóðina á þau góðu verk sem sitjandi ríkisstjórn hefur komið til leiðar á kjörtímabilinu og góða stöðu ríkissjóðs á meðan stjórnarandstaðan velti fyrir sér lærdómi af Panamahneykslinu og að þrátt fyrir uppgang sætu sumir hópar eftir og nytu ekki hagvaxtarins. „Bjartari tímar í efnahagsmálum duga ekki til ef meginþorri almennings í landinu fær ekki að njóta þessara bjartari tíma og reynir á eigin skinni rangláta skiptingu auðs, ranglátt kerfi sem meðhöndlar ekki alla jafnt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði ljóst að mörg góð verk hefðu verið unnin á kjörtímabilinu. Sagði hann það rétt að ekki væri allt núverandi stjórnarflokkum að þakka en á meðan þeir fengju yfir sig skammirnar fyrir það sem miður fer væri sanngjarnt að þeir nytu sannmælis og fengju hrós fyrir uppgang, minnkandi atvinnuleysi og aukinn kaupmátt þjóðarinnar. „Þingveturinn sem nú er að líða hefur verið hreint út sagt ömurlegur,“ sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. „Tengsl stjórnmálamanna við vafasama viðskiptahætti aflandsfélaga, og það að hafa vísvitandi leynt þeim tengslum, reyndist þjóðinni ómögulegt að kyngja. Enda er það gjörsamlega óásættanlegt. Þetta er hreinlega ekki heiðarlegt. Það er ekkert skrýtið við það að þjóðfélagið fari á hvolf og stjórnmálalífið sé lamað eftir.“ Bjarni Benediktsson sagði núverandi vetur hafa einkennst af uppgangi í íslensku efnahagslífi og boðaði á næstu misserum stórsókn í uppbyggingu innviða. „Enn eru margir sem eiga erfitt með að ná endum saman, fleiri eru þó í betri stöðu en áður, okkar bíða enn verkefni,“ sagði Bjarni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira