Obama lýsir yfir stuðningi við Clinton og þakkar Sanders - myndband Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júní 2016 20:14 Barack Obama hefur formlega lýst yfir stuðningi sínum við Hillary Clinton, en allt stefnir í að hún verði forsetaefni Demókrata. Hún hefur þegar tryggt sér nægilegan fjölda fulltrúa til þess að hljóta útnefningu Demókrata. „Í dag vil ég bæta rödd minni við,“ sagði Obama í sérstöku stuðningsmyndbandi og benti á að síðastliðið ár hafi margar milljónir Bandaríkjamanna fengið að láta rödd sína heyrast í kosningum um tilnefningar stóru flokkanna. Myndbandið má sjá hér að neðan. „Ég vil óska Hillary Clinton til hamingju með sögulegan áfanga.“ Hann sagðist vita vel hversu erfitt starf forseta Bandaríkjanna er og því viti hann hversu hæf Hillary er í embættið. „Ég hef séð vilja hennar til að gefa öllum íbúum landsins tækifæri, sama hversu erfið baráttan er,“ sagði Obama. „Ég er spenntur og ég get ekki beðið eftir að komast þarna út og berjast með Hillary.“ Hrósaði Sanders fyrir öfluga baráttuObama nefndi Sanders í myndbandinu sínu og hrósaði honum fyrir öfluga baráttu. Forsetinn sagði það honum að þakka að margir sem hefðu ekki sýnt kosningum áhuga áður hefðu gert það nú. Hann sló á áhyggjur þeirra sem telja Demókrata ganga tvístraða til kosninga gegn Repúblikunum og vísaði í að eftir niðurstöður forkosninga árið 2008 hefðu efasemdaraddir sagt hið sama. Obama fundaði með Sanders í dag en Sanders sagðist í kjölfarið ætla að starfa með Clinton að því að sigra Repúblikana. Obama og Clinton háðu baráttu um forsetatilnefningu Demókrata árið 2008 og fór það svo að Obama bar sigur úr býtum með nokkrum meirihluta atkvæða. Kosningabaráttan var söguleg það árið enda hafði aldrei svartur maður gegnt embætti forseta. Verði Clinton forsetaefni Demókrata er baráttan ekki síður söguleg enda hefur kona aldrei verið forsetaefni annars stóru flokkanna og hvað þá gegnt embætti forseta. Obama fékk Clinton í lið með sér þegar hann myndaði ríkisstjórn sína í kjölfar sigurs í kosningunum 2008. Sögur herma að hann hafi þurft að ganga ansi lengi á eftir Clinton sem þótti ákjósanlegur kostur í embætti utanríkisráðherra vegna víðtækrar reynslu sinnar erlendis, bæði sem diplómati og sem forsetafrú í tíð eiginmanns hennar Bills Clinton. Clinton hefur þegar hafið baráttu sína gegn forsetaefni Repúblikana, Donald Trump. Sá síðarnefndi tísti um stuðning Obama. „Obama var að enda við að lýsa yfir stuðningi við hina kræklóttu Hillary. Hann vill fjögur ár enn af Obama – en enginn annar vill það!“ tísti Trump. Obama just endorsed Crooked Hillary. He wants four more years of Obama—but nobody else does!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2016 Clinton, eða öllu heldur starfsmenn hennar, svöruðu með beinskeyttum og grjóthörðum hætti: „Eyddu aðganginum þínum." Svar Clinton hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs og þykir þar flestum hún hafa skotið Trump ref fyrir rass.Delete your account. https://t.co/Oa92sncRQY— Hillary Clinton (@HillaryClinton) June 9, 2016 Hér má sjá stuðningsmyndband Obama: Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama heimsótti Hiroshima Barack Obama varð í dag fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Hiroshima í Japan. 27. maí 2016 10:43 Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Barack Obama hefur formlega lýst yfir stuðningi sínum við Hillary Clinton, en allt stefnir í að hún verði forsetaefni Demókrata. Hún hefur þegar tryggt sér nægilegan fjölda fulltrúa til þess að hljóta útnefningu Demókrata. „Í dag vil ég bæta rödd minni við,“ sagði Obama í sérstöku stuðningsmyndbandi og benti á að síðastliðið ár hafi margar milljónir Bandaríkjamanna fengið að láta rödd sína heyrast í kosningum um tilnefningar stóru flokkanna. Myndbandið má sjá hér að neðan. „Ég vil óska Hillary Clinton til hamingju með sögulegan áfanga.“ Hann sagðist vita vel hversu erfitt starf forseta Bandaríkjanna er og því viti hann hversu hæf Hillary er í embættið. „Ég hef séð vilja hennar til að gefa öllum íbúum landsins tækifæri, sama hversu erfið baráttan er,“ sagði Obama. „Ég er spenntur og ég get ekki beðið eftir að komast þarna út og berjast með Hillary.“ Hrósaði Sanders fyrir öfluga baráttuObama nefndi Sanders í myndbandinu sínu og hrósaði honum fyrir öfluga baráttu. Forsetinn sagði það honum að þakka að margir sem hefðu ekki sýnt kosningum áhuga áður hefðu gert það nú. Hann sló á áhyggjur þeirra sem telja Demókrata ganga tvístraða til kosninga gegn Repúblikunum og vísaði í að eftir niðurstöður forkosninga árið 2008 hefðu efasemdaraddir sagt hið sama. Obama fundaði með Sanders í dag en Sanders sagðist í kjölfarið ætla að starfa með Clinton að því að sigra Repúblikana. Obama og Clinton háðu baráttu um forsetatilnefningu Demókrata árið 2008 og fór það svo að Obama bar sigur úr býtum með nokkrum meirihluta atkvæða. Kosningabaráttan var söguleg það árið enda hafði aldrei svartur maður gegnt embætti forseta. Verði Clinton forsetaefni Demókrata er baráttan ekki síður söguleg enda hefur kona aldrei verið forsetaefni annars stóru flokkanna og hvað þá gegnt embætti forseta. Obama fékk Clinton í lið með sér þegar hann myndaði ríkisstjórn sína í kjölfar sigurs í kosningunum 2008. Sögur herma að hann hafi þurft að ganga ansi lengi á eftir Clinton sem þótti ákjósanlegur kostur í embætti utanríkisráðherra vegna víðtækrar reynslu sinnar erlendis, bæði sem diplómati og sem forsetafrú í tíð eiginmanns hennar Bills Clinton. Clinton hefur þegar hafið baráttu sína gegn forsetaefni Repúblikana, Donald Trump. Sá síðarnefndi tísti um stuðning Obama. „Obama var að enda við að lýsa yfir stuðningi við hina kræklóttu Hillary. Hann vill fjögur ár enn af Obama – en enginn annar vill það!“ tísti Trump. Obama just endorsed Crooked Hillary. He wants four more years of Obama—but nobody else does!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2016 Clinton, eða öllu heldur starfsmenn hennar, svöruðu með beinskeyttum og grjóthörðum hætti: „Eyddu aðganginum þínum." Svar Clinton hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs og þykir þar flestum hún hafa skotið Trump ref fyrir rass.Delete your account. https://t.co/Oa92sncRQY— Hillary Clinton (@HillaryClinton) June 9, 2016 Hér má sjá stuðningsmyndband Obama:
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama heimsótti Hiroshima Barack Obama varð í dag fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Hiroshima í Japan. 27. maí 2016 10:43 Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Obama heimsótti Hiroshima Barack Obama varð í dag fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Hiroshima í Japan. 27. maí 2016 10:43
Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45