Glamour

Mikilvæg skilaboð frá leikkonunum í Girls

Ritstjórn skrifar
Leikkonan og handritshöfundurinn Lena Dunham birti áhrifamikið myndband á Twitter síðu sinni í gær þar sem hún og meðleikkonur hennar í sjónvarpsþáttunum Girls hvetja samfélagið til að bregðast við kynferðisbrotum. 

Myndbandið tileinkar hún fórnarlambinu í Stanford málinu sem hefur vakið mikla athygli út um allan heim. Þær Lena, Allison Williams, Jemima Kirke og Zosia Mamet segja meðal annars frá þeirri staðreynd að 1 af hverjum 4 konum vestanhafs munu lenda í kynferðislegri áreitni á lífsleiðinni og velta fram spurningunni: „Afhverju eru það sjálfsögð viðbrögð í okkar samfélagi að trúi ekki, þagga niður eða skammast? Hvað ef við byrjum að fókusera á þá sem þurfa á hjálpinni að halda í staðinn?“ 

Flott framtak hjá stöllunum sem varpar ljósi á umræðu sem þarf að halda á lofti! Mælum með að þið horfið á þetta myndband. 

 






×