Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Bjarki Ármannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 9. júní 2016 15:15 Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. Hæstiréttur kvað í dag upp dóm sinn þess efnis í dag. Ríkið var jafnframt dæmt til þess að greiða borginni tvær milljónir króna í málskostnað. Hæstiréttur vísaði þó frá kröfu borgarinnar um að endurskoða skyldi skipulagsreglur flugvallarins. Reykjavíkurborg höfðaði mál á hendur innanríkisráðuneytinu vegna þeirrar ákvörðunar innanríkisráðherra á sínum tíma að neita að loka NA-SV braut flugvallarins. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem féll í mars síðastliðnum, kvað á um að loka ætti brautinni innan sextán vikna og endurskoða skipulagsreglur fyrir flugvöllinn að viðlögðum milljón króna dagsektum á ríkið. Með þeim dómi var Ólöfu Nordal innanríkisráðherra gert að standa við samning sem forveri hennar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, gerði við borgina og fleiri aðila árið 2013 um lokun flugbrautarinnar, sem í daglegu tali er kölluð neyðarbrautin. Ólöf hafnaði því í fyrra að loka brautinni en meirihluti borgarstjórnar taldi að með því væri ekki staðið við samningana frá 2013. Ríkir hagsmunir eru undir en Reykjavíkurborg hefur gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga byggingu um sex hundruð íbúða, sem myndu skarast við aðflug að neyðarbrautinni. Mörgum þykir þó hreinlega ekki koma til greina að loka brautinni. Notkun hennar er ekki leyfð nema flugmenn meti aðrar brautir ófærar og er heitið þaðan tilkomið. Komið hafa upp tilfelli þar sem sjúkraflug í hæsta forgangi hefur þurft að lenda á brautinni þar sem aðrar brautir voru ekki færar vegna hvassviðris. Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira
Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. Hæstiréttur kvað í dag upp dóm sinn þess efnis í dag. Ríkið var jafnframt dæmt til þess að greiða borginni tvær milljónir króna í málskostnað. Hæstiréttur vísaði þó frá kröfu borgarinnar um að endurskoða skyldi skipulagsreglur flugvallarins. Reykjavíkurborg höfðaði mál á hendur innanríkisráðuneytinu vegna þeirrar ákvörðunar innanríkisráðherra á sínum tíma að neita að loka NA-SV braut flugvallarins. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem féll í mars síðastliðnum, kvað á um að loka ætti brautinni innan sextán vikna og endurskoða skipulagsreglur fyrir flugvöllinn að viðlögðum milljón króna dagsektum á ríkið. Með þeim dómi var Ólöfu Nordal innanríkisráðherra gert að standa við samning sem forveri hennar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, gerði við borgina og fleiri aðila árið 2013 um lokun flugbrautarinnar, sem í daglegu tali er kölluð neyðarbrautin. Ólöf hafnaði því í fyrra að loka brautinni en meirihluti borgarstjórnar taldi að með því væri ekki staðið við samningana frá 2013. Ríkir hagsmunir eru undir en Reykjavíkurborg hefur gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga byggingu um sex hundruð íbúða, sem myndu skarast við aðflug að neyðarbrautinni. Mörgum þykir þó hreinlega ekki koma til greina að loka brautinni. Notkun hennar er ekki leyfð nema flugmenn meti aðrar brautir ófærar og er heitið þaðan tilkomið. Komið hafa upp tilfelli þar sem sjúkraflug í hæsta forgangi hefur þurft að lenda á brautinni þar sem aðrar brautir voru ekki færar vegna hvassviðris.
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira