Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Bjarki Ármannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 9. júní 2016 15:15 Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. Hæstiréttur kvað í dag upp dóm sinn þess efnis í dag. Ríkið var jafnframt dæmt til þess að greiða borginni tvær milljónir króna í málskostnað. Hæstiréttur vísaði þó frá kröfu borgarinnar um að endurskoða skyldi skipulagsreglur flugvallarins. Reykjavíkurborg höfðaði mál á hendur innanríkisráðuneytinu vegna þeirrar ákvörðunar innanríkisráðherra á sínum tíma að neita að loka NA-SV braut flugvallarins. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem féll í mars síðastliðnum, kvað á um að loka ætti brautinni innan sextán vikna og endurskoða skipulagsreglur fyrir flugvöllinn að viðlögðum milljón króna dagsektum á ríkið. Með þeim dómi var Ólöfu Nordal innanríkisráðherra gert að standa við samning sem forveri hennar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, gerði við borgina og fleiri aðila árið 2013 um lokun flugbrautarinnar, sem í daglegu tali er kölluð neyðarbrautin. Ólöf hafnaði því í fyrra að loka brautinni en meirihluti borgarstjórnar taldi að með því væri ekki staðið við samningana frá 2013. Ríkir hagsmunir eru undir en Reykjavíkurborg hefur gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga byggingu um sex hundruð íbúða, sem myndu skarast við aðflug að neyðarbrautinni. Mörgum þykir þó hreinlega ekki koma til greina að loka brautinni. Notkun hennar er ekki leyfð nema flugmenn meti aðrar brautir ófærar og er heitið þaðan tilkomið. Komið hafa upp tilfelli þar sem sjúkraflug í hæsta forgangi hefur þurft að lenda á brautinni þar sem aðrar brautir voru ekki færar vegna hvassviðris. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira
Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. Hæstiréttur kvað í dag upp dóm sinn þess efnis í dag. Ríkið var jafnframt dæmt til þess að greiða borginni tvær milljónir króna í málskostnað. Hæstiréttur vísaði þó frá kröfu borgarinnar um að endurskoða skyldi skipulagsreglur flugvallarins. Reykjavíkurborg höfðaði mál á hendur innanríkisráðuneytinu vegna þeirrar ákvörðunar innanríkisráðherra á sínum tíma að neita að loka NA-SV braut flugvallarins. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem féll í mars síðastliðnum, kvað á um að loka ætti brautinni innan sextán vikna og endurskoða skipulagsreglur fyrir flugvöllinn að viðlögðum milljón króna dagsektum á ríkið. Með þeim dómi var Ólöfu Nordal innanríkisráðherra gert að standa við samning sem forveri hennar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, gerði við borgina og fleiri aðila árið 2013 um lokun flugbrautarinnar, sem í daglegu tali er kölluð neyðarbrautin. Ólöf hafnaði því í fyrra að loka brautinni en meirihluti borgarstjórnar taldi að með því væri ekki staðið við samningana frá 2013. Ríkir hagsmunir eru undir en Reykjavíkurborg hefur gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga byggingu um sex hundruð íbúða, sem myndu skarast við aðflug að neyðarbrautinni. Mörgum þykir þó hreinlega ekki koma til greina að loka brautinni. Notkun hennar er ekki leyfð nema flugmenn meti aðrar brautir ófærar og er heitið þaðan tilkomið. Komið hafa upp tilfelli þar sem sjúkraflug í hæsta forgangi hefur þurft að lenda á brautinni þar sem aðrar brautir voru ekki færar vegna hvassviðris.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira