Bretar á bjargbrúninni Stjórnarmaðurinn skrifar 8. júní 2016 10:00 Nokkur titringur er nú á alþjóðamörkuðum vegna fregna af nýjustu skoðanakönnunum um afstöðu breskra kjósenda til útgöngu úr Evrópusambandinu. Kannanir benda nú flestar til þess að meirihluti vilji ganga úr Evrópusambandinu. Helstu forvígismenn ríkisstjórnar Davids Cameron hafi barist hart fyrir áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu, og hafa meðal annars bent á rannsóknir þess efnis að ríflega tekjuskattshækkun þurfi á hvert mannsbarn til að mæta því tekjutapi sem breski ríkissjóðurinn verði af við útgöngu. Sérfræðingar breska fjármálaráðuneytisins áætla jafnframt að eftir 15 ár verði breska hagkerfið ríflega 6% minna gangi Bretar úr ESB en láti þeir það ógert. Varla þarf svo að fjölyrða hvaða áhrif þetta hefði á húsnæðisverð og lánskjör í landinu gangi þessar spár eftir. Alþjóðafjármálamarkaðir eru greinilega trúaðir á greiningu Camerons og félaga á ástandinu, en nú, þegar kannanir benda til þess að Bretar taki jafnvel stökkið, hefur pundið hríðfallið og hefur það ekki verið veikara gagnvart helstu gjaldmiðlum síðan í lausafjárkrísunni 2008. Þrátt fyrir þetta eru vísbendingar um að Bretar virðist ætla að kjósa með hjartanu fremur en höfðinu. Málflutningur útgöngusinna hefur enda helst byggst á því sem kalla mætti hjartarök. Gamla breska heimsveldið eigi ekki að ganga skrifræðisbákninu í Brussel á hönd, Bretar eigi að ráða því einir hverjum þeir hleypi inn í land sitt. Og þar fram eftir götum. Baráttan hefur sömuleiðis að nokkru snúist upp í einvígi þeirra Camerons forsætisráðherra og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, en sá síðarnefndi hefur leynt og ljóst haft augastað á stól Camerons um lengri tíma. Johnson er hreinlega mun vinsælli en Cameron og líklegt að skoðanakannanir taki mið af því. Stjórnarmaðurinn þykist þó þekkja ágætlega til í Bretlandi, og spáir því að aðildarsinnar hafi nokkuð öruggan sigur þegar upp er staðið. Fólk láti hausinn fremur en hjartað ráða.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Nokkur titringur er nú á alþjóðamörkuðum vegna fregna af nýjustu skoðanakönnunum um afstöðu breskra kjósenda til útgöngu úr Evrópusambandinu. Kannanir benda nú flestar til þess að meirihluti vilji ganga úr Evrópusambandinu. Helstu forvígismenn ríkisstjórnar Davids Cameron hafi barist hart fyrir áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu, og hafa meðal annars bent á rannsóknir þess efnis að ríflega tekjuskattshækkun þurfi á hvert mannsbarn til að mæta því tekjutapi sem breski ríkissjóðurinn verði af við útgöngu. Sérfræðingar breska fjármálaráðuneytisins áætla jafnframt að eftir 15 ár verði breska hagkerfið ríflega 6% minna gangi Bretar úr ESB en láti þeir það ógert. Varla þarf svo að fjölyrða hvaða áhrif þetta hefði á húsnæðisverð og lánskjör í landinu gangi þessar spár eftir. Alþjóðafjármálamarkaðir eru greinilega trúaðir á greiningu Camerons og félaga á ástandinu, en nú, þegar kannanir benda til þess að Bretar taki jafnvel stökkið, hefur pundið hríðfallið og hefur það ekki verið veikara gagnvart helstu gjaldmiðlum síðan í lausafjárkrísunni 2008. Þrátt fyrir þetta eru vísbendingar um að Bretar virðist ætla að kjósa með hjartanu fremur en höfðinu. Málflutningur útgöngusinna hefur enda helst byggst á því sem kalla mætti hjartarök. Gamla breska heimsveldið eigi ekki að ganga skrifræðisbákninu í Brussel á hönd, Bretar eigi að ráða því einir hverjum þeir hleypi inn í land sitt. Og þar fram eftir götum. Baráttan hefur sömuleiðis að nokkru snúist upp í einvígi þeirra Camerons forsætisráðherra og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, en sá síðarnefndi hefur leynt og ljóst haft augastað á stól Camerons um lengri tíma. Johnson er hreinlega mun vinsælli en Cameron og líklegt að skoðanakannanir taki mið af því. Stjórnarmaðurinn þykist þó þekkja ágætlega til í Bretlandi, og spáir því að aðildarsinnar hafi nokkuð öruggan sigur þegar upp er staðið. Fólk láti hausinn fremur en hjartað ráða.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira