Sport

Yfirmaður NFL-deildarinnar lést bæði á Twitter og Wikipedia

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Goodell ásamt Von Miller, leikmanni Denver Broncos.
Goodell ásamt Von Miller, leikmanni Denver Broncos. vísir/getty
Gærdagurinn var erfiður fyrir Roger Goodell, yfirmann NFL-deildarinnar, en þrátt fyrir andlátsfréttir reis hann upp að lokum.

Twitter-aðgangur NFL-deildarinnar var nefnilega hakkaður og þar var sagt að Goodell hefði látist. Alls fylgja 19,2 milljónir NFL á Twitter.

Til að bæta gráu ofan á svart þá var einnig skrifað á Wikipedia að hann hefði látist. Dánarorsök var sögð vera ofvöxtur í eistum.

NFL tók málið mjög alvarlega og er að yfirfara öll sín tölvu- og öryggismál í kjölfarið. Goodell leyfði sér þó að gantast aðeins á sinni eigin síðu eins og sjá má hér að neðan.

Margir trúðu þessu.
Þarna fóru sumir að efast.
Síðasta tístið áður en NFL tók aftur yfir.
Wikipedia var einnig misnotað.
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×