Clinton lýsir yfir sigri Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2016 07:29 Vísir/Getty Hillary Clinton, væntanlegur frambjóðandi Demókrata í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust þakkaði stuðningsmönnum sínum sigurinn í ræðu í nótt þar sem hún sagði að sögulegum áfanga í réttindabaráttu kvenna hefði verið náð. Hún er fyrsta konan sem annar af stóru flokkunum í Bandaríkjunum velur til að bjóða fram til forseta. Kosið var á nokkrum stöðum í forkosningum í gær og Clinton fór með sigur af hólmi í New Jersey, Suður Dakota og Nýju Mexíkó. Keppinautur hennar, Bernie Sanders, sigraði hins vegar í Montana og Norður Dakóta. Langstærsta forvalið fór hins vegar fram í Kaliforníu en þar er enn of jafnt á munum til að hægt sé að skera úr um sigurvegara. Enn er ekki búið að telja atkvæði í Kaliforníu en samkvæmt BBC er jafnt á munum þar.Sanders segist ætla að berjast áfram fyrir samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu réttlæti auk jafnréttis kynþátta. Næst fer forval fram í Washington DC, en ekki er ljóst hvort að Sanders ætli að halda framboði sínu til streitu.Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hringdi í báða frambjóðendur í nótt. Hann óskaði Clinton til hamingju og sagði þau bæði hafa rekið kosningaherferð sem hafi fært nýtt líf í Demókrata. Sanders mun funda með forsetanum á morgun. Í sigurræðu sinni skaut Clinton einnig hörðum skotum að Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, og sagði hann ekki hafa skapgerðina til að verða forseti Bandaríkjanna. Móðir hennar hefði kennt henni að standa í hárinu á fautum og sú kennsla hefði reynst mikilvæg. „Þegar Donald Trump segir að virtur dómari geti ekki unnið vinnu sína vegna mexíkósks uppruna síns, eða hann gerir grín að fötlun blaðamanns, eða kallar konur svín, þá fer það gegn öllu því sem við stöndum fyrir.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Hillary Clinton, væntanlegur frambjóðandi Demókrata í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust þakkaði stuðningsmönnum sínum sigurinn í ræðu í nótt þar sem hún sagði að sögulegum áfanga í réttindabaráttu kvenna hefði verið náð. Hún er fyrsta konan sem annar af stóru flokkunum í Bandaríkjunum velur til að bjóða fram til forseta. Kosið var á nokkrum stöðum í forkosningum í gær og Clinton fór með sigur af hólmi í New Jersey, Suður Dakota og Nýju Mexíkó. Keppinautur hennar, Bernie Sanders, sigraði hins vegar í Montana og Norður Dakóta. Langstærsta forvalið fór hins vegar fram í Kaliforníu en þar er enn of jafnt á munum til að hægt sé að skera úr um sigurvegara. Enn er ekki búið að telja atkvæði í Kaliforníu en samkvæmt BBC er jafnt á munum þar.Sanders segist ætla að berjast áfram fyrir samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu réttlæti auk jafnréttis kynþátta. Næst fer forval fram í Washington DC, en ekki er ljóst hvort að Sanders ætli að halda framboði sínu til streitu.Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hringdi í báða frambjóðendur í nótt. Hann óskaði Clinton til hamingju og sagði þau bæði hafa rekið kosningaherferð sem hafi fært nýtt líf í Demókrata. Sanders mun funda með forsetanum á morgun. Í sigurræðu sinni skaut Clinton einnig hörðum skotum að Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, og sagði hann ekki hafa skapgerðina til að verða forseti Bandaríkjanna. Móðir hennar hefði kennt henni að standa í hárinu á fautum og sú kennsla hefði reynst mikilvæg. „Þegar Donald Trump segir að virtur dómari geti ekki unnið vinnu sína vegna mexíkósks uppruna síns, eða hann gerir grín að fötlun blaðamanns, eða kallar konur svín, þá fer það gegn öllu því sem við stöndum fyrir.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira