Draumkennd sýning Hildar Yeoman í kvöldsólinni Ritstjórn skrifar 6. júní 2016 12:30 Myndir/Saga Sig Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman hélt sýninguna Transcendence í Lækningaminjasafninu í Reykjavík á föstudaginn og er óhætt að segja að áhorfendur urðu ekki fyrir vonbrigðum. Á sýningunni, sem var innsetning í tengslum við Listahátíð í Reykjavík þar sem telft var saman hönnun, ljósmyndun og myndlist, sýndi Hildur nýja fatalínu. Í tilkynningu um sýninguna segir að „Í Transcendence er farið inn á mörk drauma og svefns og haldið er í ferðalag um þá handanveru sem er manninum hvoru tveggja kunnugleg og framandi í senn.“ Mjög áhugaverð sýning frá Hildi sem var i hennar anda, fatnaðurinn bar keim af glamrokk með fallegum munstrum, kvenlegum sniðum og góðri blöndu af netaefni og skínandi silfri. Fötin eru svo væntanleg í sölu í haust - svo það er bara að byrja að láta sig dreyma. Myndirnar tók Saga Sig. Sýningunni lauk undir berum himni enda var veðrið í sparigírnum á föstudaginn.Fjölmargir áhorfendur sem nutu sýningarinnar.Hildur ásamt syni sínum í lok sýningarinnar. Glamour lét sig ekki vanta á Transcendence, sýningu Hildar Yeoman í Lækningaminjasafninu í kvöld. Óvenjuleg og falleg sýning þar sem fyrirsæturnar gengu ekki hinn hefðbundna tiskupall, heldur dönsuðu og gengu um rýmið. #glamouriceland #hilduryeoman A video posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jun 3, 2016 at 2:20pm PDT Sýningu @hilduryeoman lauk undir berum himni, þar sem fyrirsæturnar dönsuðu í grasinu, enda ekki annað hægt þegar íslensku sumarkvöldin skarta sínu besta #glamouriceland #hilduryeoman A photo posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jun 3, 2016 at 2:44pm PDT Glamour Tíska Mest lesið Mættu saman í fyrirpartý fyrir Grammy Glamour Klæðumst regnbogalitunum í dag Glamour Stjörnumprýddur dregill á Bafta Glamour Golden Globe fer fram í kvöld Glamour Sumarið er komið á Coachella Glamour Lily-Rose Depp verður andlit Chanel No. 5 L'Eau Glamour Falleg litasamsetning í ferskri fatalínu Glamour Diskó, dans og fótboltastelpurnar okkar Glamour Jared Leto í baði fyrir Gucci Glamour Sigurvegarar bresku tískuverðlaunana Glamour
Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman hélt sýninguna Transcendence í Lækningaminjasafninu í Reykjavík á föstudaginn og er óhætt að segja að áhorfendur urðu ekki fyrir vonbrigðum. Á sýningunni, sem var innsetning í tengslum við Listahátíð í Reykjavík þar sem telft var saman hönnun, ljósmyndun og myndlist, sýndi Hildur nýja fatalínu. Í tilkynningu um sýninguna segir að „Í Transcendence er farið inn á mörk drauma og svefns og haldið er í ferðalag um þá handanveru sem er manninum hvoru tveggja kunnugleg og framandi í senn.“ Mjög áhugaverð sýning frá Hildi sem var i hennar anda, fatnaðurinn bar keim af glamrokk með fallegum munstrum, kvenlegum sniðum og góðri blöndu af netaefni og skínandi silfri. Fötin eru svo væntanleg í sölu í haust - svo það er bara að byrja að láta sig dreyma. Myndirnar tók Saga Sig. Sýningunni lauk undir berum himni enda var veðrið í sparigírnum á föstudaginn.Fjölmargir áhorfendur sem nutu sýningarinnar.Hildur ásamt syni sínum í lok sýningarinnar. Glamour lét sig ekki vanta á Transcendence, sýningu Hildar Yeoman í Lækningaminjasafninu í kvöld. Óvenjuleg og falleg sýning þar sem fyrirsæturnar gengu ekki hinn hefðbundna tiskupall, heldur dönsuðu og gengu um rýmið. #glamouriceland #hilduryeoman A video posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jun 3, 2016 at 2:20pm PDT Sýningu @hilduryeoman lauk undir berum himni, þar sem fyrirsæturnar dönsuðu í grasinu, enda ekki annað hægt þegar íslensku sumarkvöldin skarta sínu besta #glamouriceland #hilduryeoman A photo posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Jun 3, 2016 at 2:44pm PDT
Glamour Tíska Mest lesið Mættu saman í fyrirpartý fyrir Grammy Glamour Klæðumst regnbogalitunum í dag Glamour Stjörnumprýddur dregill á Bafta Glamour Golden Globe fer fram í kvöld Glamour Sumarið er komið á Coachella Glamour Lily-Rose Depp verður andlit Chanel No. 5 L'Eau Glamour Falleg litasamsetning í ferskri fatalínu Glamour Diskó, dans og fótboltastelpurnar okkar Glamour Jared Leto í baði fyrir Gucci Glamour Sigurvegarar bresku tískuverðlaunana Glamour