Heimir um Lars við BBC: Ég hef mjólkað hann eins og kú Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2016 14:30 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck. Vísir/Ernir BBC gerði mikið úr því að Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands á EM, sé tannlæknir í hálfu starfi í umfjöllun stöðvarinnar um íslenska fótboltalandsliðið en þjálfarar liðsins fá þar mikið hrós fyrir að hafa komið litla Íslandi inn á EM karla í fótbolta. Heimir Hallgrímsson er lærður tannlæknir og hefur starfað sem slíkur meðfram fótboltaþjálfuninni en eftir EM ætlar hann að einbeita sér að fullu að þjálfun íslenska landsliðsins. Heimir mun taka við liðinu einn eftir Evrópumótið þar sem að Lars Lagerbäck hefur ákveðið að segja þetta gott. Heimir er þakklátur fyrir samstarfið við Lars Lagerbäck og segir Svíann haga kennt sér mikið. „Ég hef mjólkað hann eins og kú. Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með Lars. Ég hef notað tíma minn með honum til að læra eins mikið og mögulegt var," sagði Heimir Hallgrímsson við BBC. Lars Lagerbäck segist líka hafa notið samstarfsins með Heimi. "Í byrjun reyndi ég að læra íslensku en ég var bara of latur. Fyrir gamlan mann er gott að hafa ungan metnaðarfullan mann sér við hlið," sagði Lagerbäck. Blaðamaður BBC bendir á það að það sé ekki algengt í dag að lið sé með tvo þjálfara en hvað gerist þegar þeir eru ekki sammála. „Við förum sænsku leiðina," svarar Heimir í gríni og bætir við: „Við höldum bara áfram að tala og tala." Það er hægt að sjá alla umfjöllun BBC um íslenska landsliðið með því að smella hér eða skoða myndbandið hér fyrir neðan. Síðasti heimaleikur Íslands undir stjórn Lars Lagerbäck fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld þegar íslensku strákarnir spila vináttulandsleik við Liechtenstein. Þetta er jafnframt lokaleikur liðsins fyrir EM í Frakklandi en fyrsti leikur Íslands er á móti Portúgal eftir átta daga. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
BBC gerði mikið úr því að Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands á EM, sé tannlæknir í hálfu starfi í umfjöllun stöðvarinnar um íslenska fótboltalandsliðið en þjálfarar liðsins fá þar mikið hrós fyrir að hafa komið litla Íslandi inn á EM karla í fótbolta. Heimir Hallgrímsson er lærður tannlæknir og hefur starfað sem slíkur meðfram fótboltaþjálfuninni en eftir EM ætlar hann að einbeita sér að fullu að þjálfun íslenska landsliðsins. Heimir mun taka við liðinu einn eftir Evrópumótið þar sem að Lars Lagerbäck hefur ákveðið að segja þetta gott. Heimir er þakklátur fyrir samstarfið við Lars Lagerbäck og segir Svíann haga kennt sér mikið. „Ég hef mjólkað hann eins og kú. Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með Lars. Ég hef notað tíma minn með honum til að læra eins mikið og mögulegt var," sagði Heimir Hallgrímsson við BBC. Lars Lagerbäck segist líka hafa notið samstarfsins með Heimi. "Í byrjun reyndi ég að læra íslensku en ég var bara of latur. Fyrir gamlan mann er gott að hafa ungan metnaðarfullan mann sér við hlið," sagði Lagerbäck. Blaðamaður BBC bendir á það að það sé ekki algengt í dag að lið sé með tvo þjálfara en hvað gerist þegar þeir eru ekki sammála. „Við förum sænsku leiðina," svarar Heimir í gríni og bætir við: „Við höldum bara áfram að tala og tala." Það er hægt að sjá alla umfjöllun BBC um íslenska landsliðið með því að smella hér eða skoða myndbandið hér fyrir neðan. Síðasti heimaleikur Íslands undir stjórn Lars Lagerbäck fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld þegar íslensku strákarnir spila vináttulandsleik við Liechtenstein. Þetta er jafnframt lokaleikur liðsins fyrir EM í Frakklandi en fyrsti leikur Íslands er á móti Portúgal eftir átta daga.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira