Hillary Clinton: Gaf í skyn að Trump væri líklegur til þess að hefja kjarnorkustríð bara út af pirringi Birgir Örn Steinarsson skrifar 2. júní 2016 22:39 Það gæti orðið ljóst næsta þriðjudag hvort Clinton verði næsta forsetaefni demókrata. Vísir/Getty Hillary Clinton sem berst nú fyrir því að verða forsetaefni demókrata í komandi kosningum segir utanríkisstefnu Donald Trump vera hættulega samhengislausa. Hún gekk svo langt að gefa það í skyn að Trump yrði jafnvel líklegur til þess að hefja kjarnorkustríð einungis vegna þess að einhver færi í taugarnar á honum. Clinton lét þessi orð falla á ráðstefnu í San Diego en nú er hafinn lokahnykkur forvalsins. „Hann telur sig hafa reynslu í utanríkismálum vegna þess að hann stjórnaði Ungfrú Alheimur-keppni í Rússlandi,“ sagði hún við gífurleg hlátrasköll úr salnum. Hún lét einnig þau orð falla að það yrðu söguleg mistök hjá bandarísku þjóðinni ef Trump næði kjöri. Trump hefur meðal annars sagst ætla að; byggja vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, heimsækja Norður-Kóreu til þess að tala Kim Jong Un af því að framleiða kjarnavopn, herða pyntingaaðgerðir gegn óvinum landsins og að meina múslimum aðgangi að landinu.Úrsllitin gætu ráðist á þriðjudagClinton hefur enn nokkuð forskot á keppinaut sinn Bernie Sanders en kosið verður í sex fylkjum á þriðjudag. Þar á meðal ráðast úrslit í Kaliforníu sem er stærsta fylkið. Þar eru hvorki meira né minna en 548 kjörmenn í pottinum. Talað er um að Clinton vanti aðeins 70 til þess að hljóta útnefninguna en það þarf ekkert endilega að vera. Fari svo að Sanders sigri í Kaliforníu gæti það mögulega haft þau áhrif að svo kallaðir ofur-kjörmenn ákveði að styðja hann frekar en Clinton. Fréttastofa Reuters greindi frá. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Clinton hafa brotið reglur varðandi tölvupósta Hillary Clinton og starfsmenn hennar hundsuðu starfsreglur og ábendingar frá Utanríkisríkisráðuneyti Bandaríkjanna varðandi tölvupóstsvefjóna hennar. 25. maí 2016 17:46 Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00 Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Hillary Clinton sem berst nú fyrir því að verða forsetaefni demókrata í komandi kosningum segir utanríkisstefnu Donald Trump vera hættulega samhengislausa. Hún gekk svo langt að gefa það í skyn að Trump yrði jafnvel líklegur til þess að hefja kjarnorkustríð einungis vegna þess að einhver færi í taugarnar á honum. Clinton lét þessi orð falla á ráðstefnu í San Diego en nú er hafinn lokahnykkur forvalsins. „Hann telur sig hafa reynslu í utanríkismálum vegna þess að hann stjórnaði Ungfrú Alheimur-keppni í Rússlandi,“ sagði hún við gífurleg hlátrasköll úr salnum. Hún lét einnig þau orð falla að það yrðu söguleg mistök hjá bandarísku þjóðinni ef Trump næði kjöri. Trump hefur meðal annars sagst ætla að; byggja vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, heimsækja Norður-Kóreu til þess að tala Kim Jong Un af því að framleiða kjarnavopn, herða pyntingaaðgerðir gegn óvinum landsins og að meina múslimum aðgangi að landinu.Úrsllitin gætu ráðist á þriðjudagClinton hefur enn nokkuð forskot á keppinaut sinn Bernie Sanders en kosið verður í sex fylkjum á þriðjudag. Þar á meðal ráðast úrslit í Kaliforníu sem er stærsta fylkið. Þar eru hvorki meira né minna en 548 kjörmenn í pottinum. Talað er um að Clinton vanti aðeins 70 til þess að hljóta útnefninguna en það þarf ekkert endilega að vera. Fari svo að Sanders sigri í Kaliforníu gæti það mögulega haft þau áhrif að svo kallaðir ofur-kjörmenn ákveði að styðja hann frekar en Clinton. Fréttastofa Reuters greindi frá.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Clinton hafa brotið reglur varðandi tölvupósta Hillary Clinton og starfsmenn hennar hundsuðu starfsreglur og ábendingar frá Utanríkisríkisráðuneyti Bandaríkjanna varðandi tölvupóstsvefjóna hennar. 25. maí 2016 17:46 Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00 Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Segja Clinton hafa brotið reglur varðandi tölvupósta Hillary Clinton og starfsmenn hennar hundsuðu starfsreglur og ábendingar frá Utanríkisríkisráðuneyti Bandaríkjanna varðandi tölvupóstsvefjóna hennar. 25. maí 2016 17:46
Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00
Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00