Andri Snær ætlar ekki að standa í vegi fyrir gröfunni Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 3. júní 2016 10:00 Andri Snær segir hans pólitísku eldskírn hafa verið þegar stærsta ríkisframkvæmd Íslandssögunnar var í uppsiglingu. vísir/anton brink Forsetaframbjóðendurnir þrír, Andri Snær Magnússon, Ástþór Magnússon og Guðrún Margrét Pálsdóttir ræddu um hvar þau standa á pólitíska ásnum, til hægri eða vinstri, í föstudagsviðtali Fréttablaðsins. Guðrún sagðist ekki vera pólitísk, Ástþór sagðist þverpólitískur en Andri Snær sagðist mjög pólitískur og bæði hafa verið kenndur við frjálshyggju og kommúnisma. Þannig mætti kalla hann frjálshyggjukommúnista. Þó myndi hann ekki vilja vera virkur á pólitíska sviðinu í embætti forseta og þótt margir tryðu því, þá myndi hann ekki standa í vegi fyrir gröfum í framkvæmdum þótt landvernd sé eitt af hans baráttumálum. „Ég er mjög pólitískur. Hef skýra sýn í mörgum málum en ekki verið bundinn við flokk. Ég er mjög hlynntur sterku velferðarkerfi og því að við grípum alla og sinnum öllum sem þurfa á að halda,“ segir Andri og að hans pólitíska eldskírn hafi verið þegar stærsta ríkisframkvæmd Íslandssögunnar var í uppsiglingu.Kallaður kommúnisti fyrir frelsishugsjón „Ég fór á móti þessari hugsun með hugmynd um nýsköpun og frumkvæði einstaklings og mátt hugmyndanna og hvað fólkið og atvinnulífið er í raun sterkt. Og hvað menn voru að vanmeta þekkingu okkar, hugkvæmni og menntun gagnvart þessari einu ríkisframkvæmd sem var sögð forsenda framtíðarinnar. Þetta var hákapítalísk hugsun hjá mér og fékk fyrir það frelsisverðlaun SUS,“ segir Andri frá og bendir á ríkið geti ekki skipulagt hvaðan hugmyndir koma. „Ég fór gegn ríkisskrímsli í rauninni, með hugmyndir um margar litlar hugmyndir og var kallaður kommúnisti og öfgamaður fyrir það. Sem er áhugaverð þversögn,“ segir hann.Andri Snær, Guðrún og Ástþór mættust í föstudagsviðtalinu og ræddu framboð sitt til forseta. vísir/Anton Brink Forsetinn gegn spillingu Ástþór segir forseta eiga að beita sér gegn spillingu. „Í þessu pólitíska völundarhúsi leynast ýmis skúmaskot. Það leynist spilling víða bæði til hægri og vinstri. Forsetinn þarf að geta beygt í allar áttir til að lýsa þetta upp og færa birtu í þetta skúmaskot svo við fáum betra Ísland. Ég er allt í þessu, til hægri og vinstri. Miðjumaður. Auðvitað er ég pólitískur – forsetinn er pólitískt embætti. En ég er þverpólitískur.“Frelsi til athafna Guðrún segist aldrei hafa verið flokksbundin og staðsetur sig til miðju. „Ég vil náttúrulega sjá gott velferðarkerfi og frelsi til athafna. Þannig að ég er þarna í miðjunni.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01 Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00 Tók Guðrúnu þrjá daga að taka ákvörðun Segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. 3. júní 2016 13:00 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir þrír, Andri Snær Magnússon, Ástþór Magnússon og Guðrún Margrét Pálsdóttir ræddu um hvar þau standa á pólitíska ásnum, til hægri eða vinstri, í föstudagsviðtali Fréttablaðsins. Guðrún sagðist ekki vera pólitísk, Ástþór sagðist þverpólitískur en Andri Snær sagðist mjög pólitískur og bæði hafa verið kenndur við frjálshyggju og kommúnisma. Þannig mætti kalla hann frjálshyggjukommúnista. Þó myndi hann ekki vilja vera virkur á pólitíska sviðinu í embætti forseta og þótt margir tryðu því, þá myndi hann ekki standa í vegi fyrir gröfum í framkvæmdum þótt landvernd sé eitt af hans baráttumálum. „Ég er mjög pólitískur. Hef skýra sýn í mörgum málum en ekki verið bundinn við flokk. Ég er mjög hlynntur sterku velferðarkerfi og því að við grípum alla og sinnum öllum sem þurfa á að halda,“ segir Andri og að hans pólitíska eldskírn hafi verið þegar stærsta ríkisframkvæmd Íslandssögunnar var í uppsiglingu.Kallaður kommúnisti fyrir frelsishugsjón „Ég fór á móti þessari hugsun með hugmynd um nýsköpun og frumkvæði einstaklings og mátt hugmyndanna og hvað fólkið og atvinnulífið er í raun sterkt. Og hvað menn voru að vanmeta þekkingu okkar, hugkvæmni og menntun gagnvart þessari einu ríkisframkvæmd sem var sögð forsenda framtíðarinnar. Þetta var hákapítalísk hugsun hjá mér og fékk fyrir það frelsisverðlaun SUS,“ segir Andri frá og bendir á ríkið geti ekki skipulagt hvaðan hugmyndir koma. „Ég fór gegn ríkisskrímsli í rauninni, með hugmyndir um margar litlar hugmyndir og var kallaður kommúnisti og öfgamaður fyrir það. Sem er áhugaverð þversögn,“ segir hann.Andri Snær, Guðrún og Ástþór mættust í föstudagsviðtalinu og ræddu framboð sitt til forseta. vísir/Anton Brink Forsetinn gegn spillingu Ástþór segir forseta eiga að beita sér gegn spillingu. „Í þessu pólitíska völundarhúsi leynast ýmis skúmaskot. Það leynist spilling víða bæði til hægri og vinstri. Forsetinn þarf að geta beygt í allar áttir til að lýsa þetta upp og færa birtu í þetta skúmaskot svo við fáum betra Ísland. Ég er allt í þessu, til hægri og vinstri. Miðjumaður. Auðvitað er ég pólitískur – forsetinn er pólitískt embætti. En ég er þverpólitískur.“Frelsi til athafna Guðrún segist aldrei hafa verið flokksbundin og staðsetur sig til miðju. „Ég vil náttúrulega sjá gott velferðarkerfi og frelsi til athafna. Þannig að ég er þarna í miðjunni.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01 Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00 Tók Guðrúnu þrjá daga að taka ákvörðun Segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. 3. júní 2016 13:00 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01
Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00
Tók Guðrúnu þrjá daga að taka ákvörðun Segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. 3. júní 2016 13:00