Ekki liðið sem fer til Frakklands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2016 06:00 Haukur Heiðar Hauksson og félagar í íslensku vörninni áttu ekki góðan dag í gær. fréttablaðið/afp Ísland fékk áminningu í Ósló í gær. 3-2 tap og léleg frammistaða strákanna okkar þrettán dögum fyrir stærsta knattspyrnuleik Íslandssögunnar veldur mörgum áhyggjum. Eðlilega. Leikurinn byrjaði skelfilega en Stefan Johansen skoraði eftir aðeins 40 sekúndur. Sverrir Ingi Ingason minnti þó á sig með góðu marki með skalla eftir fyrirgjöf áður en Norðmenn refsuðu öðru sinni, í þetta sinn gerði Pål Andre Helland það beint úr aukaspyrnu. Síðari hálfleikur var skárri en strákarnir fengu samt á sig klaufalegt mark þegar Alexander Sörloth vippaði boltanum yfir varamarkvörðinn Ingvar Jónsson. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði svo sárabótamark úr vítaspyrnu seint í leiknum. Fyrir leik voru þjálfararnir búnir að vara við því að leikmenn væru í misjöfnu ástandi. Sumir ekkert búnir að spila í margar vikur, aðrir að koma úr meiðslum og enn aðrir sem hafa spilað mjög mikið á síðustu vikum. Síðastnefndi hópurinn kom lítið við sögu í gær og var því sterkasta liði Íslands ekki teflt fram í leiknum. En miðað við þá áherslu sem þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa ætíð lagt á í máli sínu er íslenska landsliðið vanafast lið og samheldið þar sem hver leikmaður er sitt hlutverk á hreinu – sama hvað hann heitir. Það var ekki að sjá á frammistöðunni í gær og fóru leikmenn ekki í felur með það eftir leik að frammistaðan var slök. Þjálfarinn Lars Lagerbäck gerði það ekki heldur.Óvenjulegt viðhorf leikmanna „Maður á aldrei að afsaka svona frammistöðu en kannski er hluti skýringarinnar að undirbúningurinn fyrir leikinn var óhefðbundinn,“ sagði þjálfarinn og vísaði til þess að ástand leikmanna var misjafnt. Hann segir þó að það hafi verið óvenjulegt að sjá til íslenska liðsins í gær. „Við eigum ekki að venjast því að sjá svona viðhorf hjá leikmönnum. Við töpum mörgum návígjum og Noregur vinnur fullt af seinni boltum. Við lásum ekki leikinn. Það er mikið af smáatriðum sem þurfa að vera í 100 prósent lagi en voru ekki.“ En þrátt fyrir allt hafa leikmenn ekki áhyggjur af stöðu mála og það gerir Lagerbäck ekki heldur. „Ég held að þú munir sjá miklu betra íslenskt lið þegar við komum til Frakklands.“Óvenjulegur Aron Einar Aron Einar Gunnarsson hefur átt erfitt tímabil eins og kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu í gær. Óvenjumikil bekkjarseta og meiðsli hafa sett strik í reikninginn og það sást greinilega í gær, sérstaklega í fyrri hálfleik. Aron Einar, sem hefur verið lykilmaður á miðju Íslands um árabil, var nánast dragbítur á liðinu í fyrri hálfleik. En Lagerbäck nefnir að það sé jákvætt að Aron Einar hafi komist í gegnum næstum heilan leik án þess að finna fyrir meiðslunum og að Kolbeinn Sigþórsson hafi spilað 30 mínútur án þess að finna fyrir hnénu. „Ég hafði ekki áhyggjur af liðinu fyrir þennan leik og hef ekki áhyggjur eftir hann. Við vitum hvað þetta lið getur og það kæmi mér verulega á óvart ef þeir myndu ekki sýna það í Frakklandi,“ sagði Lagerbäck. Strákarnir koma heim til Íslands í dag og hefja undirbúning fyrir leik gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli á mánudag, síðasta leik strákanna okkar fyrir EM í Frakklandi. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Þetta vekur okkur Spilamennska íslenska liðsins gegn Noregi í kvöld kom Eiði Smára Guðjohnsen ekki á óvart. 1. júní 2016 20:42 Kolbeinn: Þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, segir að strákarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af tapinu gegn Noregi í vináttulandsleik í dag. 1. júní 2016 20:35 Gylfi Þór: Lofa ykkur því að við verðum klárir gegn Portúgal Miðjumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson lofar íslensku þjóðinni að liðið verði klárt gegn Portúgal í Saint-Etienne þann 14. júní eftir að liðið tapaði gegn Noregi í kvöld í vináttulandsleik. 1. júní 2016 20:58 Ragnar: Auðvitað viljum við ekkert vera að drulla á okkur í æfingarleikjum Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var svekktur með frammistöðuna í tapi gegn Noregi í kvöld, en segir að það sé ekki hægt að bera saman vináttulandsleiki og leikina á EM. 1. júní 2016 20:25 Alfreð: Við vitum að þetta var dapurt Framherjinn Alfreð Finnbogason var að vonum ekki kátur með leik íslenska liðsins í Osló í kvöld. 1. júní 2016 20:28 Aron Einar: Ég get miklu betur en þetta Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var ekki ánægður með sína frammistöðu í kvöld en gladdist þó yfir því að hafa ekki fundið fyrir ökklameiðslunum. 1. júní 2016 20:56 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Ísland fékk áminningu í Ósló í gær. 3-2 tap og léleg frammistaða strákanna okkar þrettán dögum fyrir stærsta knattspyrnuleik Íslandssögunnar veldur mörgum áhyggjum. Eðlilega. Leikurinn byrjaði skelfilega en Stefan Johansen skoraði eftir aðeins 40 sekúndur. Sverrir Ingi Ingason minnti þó á sig með góðu marki með skalla eftir fyrirgjöf áður en Norðmenn refsuðu öðru sinni, í þetta sinn gerði Pål Andre Helland það beint úr aukaspyrnu. Síðari hálfleikur var skárri en strákarnir fengu samt á sig klaufalegt mark þegar Alexander Sörloth vippaði boltanum yfir varamarkvörðinn Ingvar Jónsson. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði svo sárabótamark úr vítaspyrnu seint í leiknum. Fyrir leik voru þjálfararnir búnir að vara við því að leikmenn væru í misjöfnu ástandi. Sumir ekkert búnir að spila í margar vikur, aðrir að koma úr meiðslum og enn aðrir sem hafa spilað mjög mikið á síðustu vikum. Síðastnefndi hópurinn kom lítið við sögu í gær og var því sterkasta liði Íslands ekki teflt fram í leiknum. En miðað við þá áherslu sem þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa ætíð lagt á í máli sínu er íslenska landsliðið vanafast lið og samheldið þar sem hver leikmaður er sitt hlutverk á hreinu – sama hvað hann heitir. Það var ekki að sjá á frammistöðunni í gær og fóru leikmenn ekki í felur með það eftir leik að frammistaðan var slök. Þjálfarinn Lars Lagerbäck gerði það ekki heldur.Óvenjulegt viðhorf leikmanna „Maður á aldrei að afsaka svona frammistöðu en kannski er hluti skýringarinnar að undirbúningurinn fyrir leikinn var óhefðbundinn,“ sagði þjálfarinn og vísaði til þess að ástand leikmanna var misjafnt. Hann segir þó að það hafi verið óvenjulegt að sjá til íslenska liðsins í gær. „Við eigum ekki að venjast því að sjá svona viðhorf hjá leikmönnum. Við töpum mörgum návígjum og Noregur vinnur fullt af seinni boltum. Við lásum ekki leikinn. Það er mikið af smáatriðum sem þurfa að vera í 100 prósent lagi en voru ekki.“ En þrátt fyrir allt hafa leikmenn ekki áhyggjur af stöðu mála og það gerir Lagerbäck ekki heldur. „Ég held að þú munir sjá miklu betra íslenskt lið þegar við komum til Frakklands.“Óvenjulegur Aron Einar Aron Einar Gunnarsson hefur átt erfitt tímabil eins og kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu í gær. Óvenjumikil bekkjarseta og meiðsli hafa sett strik í reikninginn og það sást greinilega í gær, sérstaklega í fyrri hálfleik. Aron Einar, sem hefur verið lykilmaður á miðju Íslands um árabil, var nánast dragbítur á liðinu í fyrri hálfleik. En Lagerbäck nefnir að það sé jákvætt að Aron Einar hafi komist í gegnum næstum heilan leik án þess að finna fyrir meiðslunum og að Kolbeinn Sigþórsson hafi spilað 30 mínútur án þess að finna fyrir hnénu. „Ég hafði ekki áhyggjur af liðinu fyrir þennan leik og hef ekki áhyggjur eftir hann. Við vitum hvað þetta lið getur og það kæmi mér verulega á óvart ef þeir myndu ekki sýna það í Frakklandi,“ sagði Lagerbäck. Strákarnir koma heim til Íslands í dag og hefja undirbúning fyrir leik gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli á mánudag, síðasta leik strákanna okkar fyrir EM í Frakklandi.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Þetta vekur okkur Spilamennska íslenska liðsins gegn Noregi í kvöld kom Eiði Smára Guðjohnsen ekki á óvart. 1. júní 2016 20:42 Kolbeinn: Þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, segir að strákarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af tapinu gegn Noregi í vináttulandsleik í dag. 1. júní 2016 20:35 Gylfi Þór: Lofa ykkur því að við verðum klárir gegn Portúgal Miðjumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson lofar íslensku þjóðinni að liðið verði klárt gegn Portúgal í Saint-Etienne þann 14. júní eftir að liðið tapaði gegn Noregi í kvöld í vináttulandsleik. 1. júní 2016 20:58 Ragnar: Auðvitað viljum við ekkert vera að drulla á okkur í æfingarleikjum Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var svekktur með frammistöðuna í tapi gegn Noregi í kvöld, en segir að það sé ekki hægt að bera saman vináttulandsleiki og leikina á EM. 1. júní 2016 20:25 Alfreð: Við vitum að þetta var dapurt Framherjinn Alfreð Finnbogason var að vonum ekki kátur með leik íslenska liðsins í Osló í kvöld. 1. júní 2016 20:28 Aron Einar: Ég get miklu betur en þetta Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var ekki ánægður með sína frammistöðu í kvöld en gladdist þó yfir því að hafa ekki fundið fyrir ökklameiðslunum. 1. júní 2016 20:56 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Eiður Smári: Þetta vekur okkur Spilamennska íslenska liðsins gegn Noregi í kvöld kom Eiði Smára Guðjohnsen ekki á óvart. 1. júní 2016 20:42
Kolbeinn: Þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, segir að strákarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af tapinu gegn Noregi í vináttulandsleik í dag. 1. júní 2016 20:35
Gylfi Þór: Lofa ykkur því að við verðum klárir gegn Portúgal Miðjumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson lofar íslensku þjóðinni að liðið verði klárt gegn Portúgal í Saint-Etienne þann 14. júní eftir að liðið tapaði gegn Noregi í kvöld í vináttulandsleik. 1. júní 2016 20:58
Ragnar: Auðvitað viljum við ekkert vera að drulla á okkur í æfingarleikjum Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var svekktur með frammistöðuna í tapi gegn Noregi í kvöld, en segir að það sé ekki hægt að bera saman vináttulandsleiki og leikina á EM. 1. júní 2016 20:25
Alfreð: Við vitum að þetta var dapurt Framherjinn Alfreð Finnbogason var að vonum ekki kátur með leik íslenska liðsins í Osló í kvöld. 1. júní 2016 20:28
Aron Einar: Ég get miklu betur en þetta Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var ekki ánægður með sína frammistöðu í kvöld en gladdist þó yfir því að hafa ekki fundið fyrir ökklameiðslunum. 1. júní 2016 20:56