Hannes: Ánægður í Noregi en sakna fjölskyldunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2016 19:00 Hannes Þór Halldórsson fékk frí frá vináttulandsleik Íslands og Noregs ytra í dag en hann segist kominn á góðan skrið eftir langa fjarveru í vetur vegna axlarmeiðsla. Hann fór úr axlarlið í október á síðasta ári og gekkst undir aðgerð vegna meiðslanna. Við tók fimm mánaða endurhæfing og kapphlaup við tímann um að vinna sér aftur sæti í íslenska landsliðinu fyrir EM í Frakklandi. Það tókst en Hannes var lánaður frá liði sínu, NEC Nijmegen í Hollandi, til Bodö Glimt í Noregi þar sem hann hefur verið lykilmaður. Hann er ánægður með dvölina í Noregi. „Fyrst þegar ég kom hingað var ég svo ánægður með að geta spilað á ný og æft aftur eftir fimm mánuði í endurhæfingu. Það hefur verið frábært að því leyti,“ sagði Hannes. „Svo kom ég beint inn í byrjunarlið í norsku úrvalsdeildinni þar sem ég er lykilmaður og mikið stólað á mig.“ „En hin hliðin er svo að vera einn á hóteli á meðan að fjölskyldan er heima á Íslandi. En það er allt partur af þessu stóra verkefni. Maður brettir upp ermar og gerir allt sem maður getur til að vera klár fyrir EM í sumar.“ Hann segir leitt að hafa misst af leiknum í kvöld en skilji vel að hann þurfi á hvíldinni að halda eftir mikið leikjaálag síðustu vikurnar. „Þetta hafa verið fimmtán leikir á rúmum tveimur mánuðum,“ segir Hannes sem er ekkert að velta fyrir sér axlarmeiðslunum lengur. „Öxlin er í raun eins og ný. Það er allt í baksýnisspeglinum og nú horfir maður fram á veginn.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson fékk frí frá vináttulandsleik Íslands og Noregs ytra í dag en hann segist kominn á góðan skrið eftir langa fjarveru í vetur vegna axlarmeiðsla. Hann fór úr axlarlið í október á síðasta ári og gekkst undir aðgerð vegna meiðslanna. Við tók fimm mánaða endurhæfing og kapphlaup við tímann um að vinna sér aftur sæti í íslenska landsliðinu fyrir EM í Frakklandi. Það tókst en Hannes var lánaður frá liði sínu, NEC Nijmegen í Hollandi, til Bodö Glimt í Noregi þar sem hann hefur verið lykilmaður. Hann er ánægður með dvölina í Noregi. „Fyrst þegar ég kom hingað var ég svo ánægður með að geta spilað á ný og æft aftur eftir fimm mánuði í endurhæfingu. Það hefur verið frábært að því leyti,“ sagði Hannes. „Svo kom ég beint inn í byrjunarlið í norsku úrvalsdeildinni þar sem ég er lykilmaður og mikið stólað á mig.“ „En hin hliðin er svo að vera einn á hóteli á meðan að fjölskyldan er heima á Íslandi. En það er allt partur af þessu stóra verkefni. Maður brettir upp ermar og gerir allt sem maður getur til að vera klár fyrir EM í sumar.“ Hann segir leitt að hafa misst af leiknum í kvöld en skilji vel að hann þurfi á hvíldinni að halda eftir mikið leikjaálag síðustu vikurnar. „Þetta hafa verið fimmtán leikir á rúmum tveimur mánuðum,“ segir Hannes sem er ekkert að velta fyrir sér axlarmeiðslunum lengur. „Öxlin er í raun eins og ný. Það er allt í baksýnisspeglinum og nú horfir maður fram á veginn.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira