Nútíð gegn fortíð Stjórnarmaðurinn skrifar 1. júní 2016 11:00 Stjórnarmaðurinn er nú ekki vanur að velta pólitík fyrir sér um of, en varla er annað hægt nú í ljósi sögulegra forsetakosninga sem fram undan eru. Hann fylgdist því agndofa með rimmu þeirra Davíðs Oddssonar og Guðna Th. Jóhannessonar í sjónvarpsþættinum Eyjunni á dögunum. Davíð var í kunnuglegum gír – réðst að Guðna af öllum mögulegum og ómögulegum ástæðum. Flestum þó ómögulegum. Guðni átti að hafa gert lítið úr meintum sigrum Íslendinga í þorskastríðinu, sem lauk um það leyti sem hann fæddist. Hann átti að vera stækur Evrópusinni og einn helsti hvatamaður þess að Ísland undirgengist Icesave-skuldbindingarnar. Allt væri þetta sem eitur í beinum Davíðs og hans manna – næsti bær við landráð. Sem fyrr eru engir gráir fletir í tilveru Davíðs. Það er allt eða ekkert, með eða/og á móti. Stjórnarmaðurinn er einn þeirra sem glöddust þegar Davíð kynnti framboð sitt. Þótt ekki væri nema fyrir skemmtanagildið. Gamanið var þó fljótt að kárna þegar gamli vígamaðurinn birtist í öllu sínu veldi eftir hófstillta byrjun. Blessunarlega virðast meðul á borð við þau sem Davíð beitir hætt að virka. Þau eiga líklega ekki erindi á tölvuöld. Auðvelt að kveða niður hálfkveðnar vísur og leiðrétta hálfsannleik. Fólk sem er yngra en frambjóðandinn sjálfur hefur tól til að greina réttar fullyrðingar frá röngum á andartaki. Niðurstöður kannana í kjölfar árása Davíðs eru órækur vitnisburður um þetta. Kannanir benda til að frekar fjari undan honum en hitt. Það er líka eina lógíska niðurstaðan eftir sjónvarpserjur síðustu daga. Það er einfaldlega ekki eftirspurn eftir klækjarefum sem planta illgresi í blett nágrannans án þess að huga að eigin órækt. Davíð ætti að horfast í augu við eigin fortíð áður en hann býr til sögur um aðra. Það væri ekki bara heillavænlegast í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir, heldur vonandi einnig farsælast þegar kemur að því að skrá söguna sem hann hefur keppst við að endurskrifa undanfarin ár. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Stjórnarmaðurinn er nú ekki vanur að velta pólitík fyrir sér um of, en varla er annað hægt nú í ljósi sögulegra forsetakosninga sem fram undan eru. Hann fylgdist því agndofa með rimmu þeirra Davíðs Oddssonar og Guðna Th. Jóhannessonar í sjónvarpsþættinum Eyjunni á dögunum. Davíð var í kunnuglegum gír – réðst að Guðna af öllum mögulegum og ómögulegum ástæðum. Flestum þó ómögulegum. Guðni átti að hafa gert lítið úr meintum sigrum Íslendinga í þorskastríðinu, sem lauk um það leyti sem hann fæddist. Hann átti að vera stækur Evrópusinni og einn helsti hvatamaður þess að Ísland undirgengist Icesave-skuldbindingarnar. Allt væri þetta sem eitur í beinum Davíðs og hans manna – næsti bær við landráð. Sem fyrr eru engir gráir fletir í tilveru Davíðs. Það er allt eða ekkert, með eða/og á móti. Stjórnarmaðurinn er einn þeirra sem glöddust þegar Davíð kynnti framboð sitt. Þótt ekki væri nema fyrir skemmtanagildið. Gamanið var þó fljótt að kárna þegar gamli vígamaðurinn birtist í öllu sínu veldi eftir hófstillta byrjun. Blessunarlega virðast meðul á borð við þau sem Davíð beitir hætt að virka. Þau eiga líklega ekki erindi á tölvuöld. Auðvelt að kveða niður hálfkveðnar vísur og leiðrétta hálfsannleik. Fólk sem er yngra en frambjóðandinn sjálfur hefur tól til að greina réttar fullyrðingar frá röngum á andartaki. Niðurstöður kannana í kjölfar árása Davíðs eru órækur vitnisburður um þetta. Kannanir benda til að frekar fjari undan honum en hitt. Það er líka eina lógíska niðurstaðan eftir sjónvarpserjur síðustu daga. Það er einfaldlega ekki eftirspurn eftir klækjarefum sem planta illgresi í blett nágrannans án þess að huga að eigin órækt. Davíð ætti að horfast í augu við eigin fortíð áður en hann býr til sögur um aðra. Það væri ekki bara heillavænlegast í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir, heldur vonandi einnig farsælast þegar kemur að því að skrá söguna sem hann hefur keppst við að endurskrifa undanfarin ár.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira