Joachim Löw ekki ánægður með leikstíl liða eins og Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2016 23:30 Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, hefur sínar skoðanir á öllum "litlu" liðunum á EM 2016. Vísir/Getty Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, er ekki ánægður með þá ákvörðun að UEFA hafi fjölgað um átta lið í úrslitakeppni Evrópumótsins. „Það var fullkomið að hafa sextán lið. Þá voru frábærir leikir frá fyrsta degi," sagði Joachim Löw á blaðamannafundi en hann saknar fyrirkomulagsins sem var notað frá 1996 til 2012. Fimm þjóðir eru að taka þátt í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn og eitt af þeim er Ísland. Hin eru Slóvakía, Albanía, Norður-Írland og Wales. „Nú er komin upp allt önnur staða en það er augljóslega ekki hægt að fara með þetta til baka. Við verðum bara að sætta okkur við þetta," sagði Löw. Það eru 23 leikir að baki á mótinu og aðeins Spánn og Belgía hafa náð að skora þrjú mörk í einum leik, einu sinni hvort lið. Belgarnir bættust í hópinn með því að vinna Íra 3-0 fyrr í dag. „Það eru lið sem eru að spila öfga varnarleik. Þau gera það samt vel," sagði Löw. „Litlu liðin eins og Albanía og Wales eru mjög vel skóluð varnarlega," sagði Löw og nefndi ekki lið Íslands en þýski landsliðsþjálfarinn setur íslenska liðið örugglega í þennan flokk. „Þessi lið sjá sína möguleika í því að spila svona leikstíl. Þess vegna voru bara tvö mörk í leik þar til að það kom að leik Spánverjar og Tyrkja," sagði Löw. Hann segir líka að nýja kerfið sjái til þess að lið þurfi ekki að gera mikið til að eiga enn möguleika í lokaumferðinni. „Lið sem eru bara með eitt stig eftir tvo leiki eiga enn möguleika á því að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er ekki mjög sanngjarnt en svona er þetta bara," sagði Löw. „Við verðum bara að sætta okkur við þetta og nota okkar tíma til að undirbúa okkur fyrir hvaða mótherja sem er," sagði Löw en næsti leikur þýska liðsins er á móti Norður-Írlandi á þriðjudaginn. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Sparkað í klofið á liðsfélaga Kolbeins en sætur sigur sóttur Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Sjá meira
Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, er ekki ánægður með þá ákvörðun að UEFA hafi fjölgað um átta lið í úrslitakeppni Evrópumótsins. „Það var fullkomið að hafa sextán lið. Þá voru frábærir leikir frá fyrsta degi," sagði Joachim Löw á blaðamannafundi en hann saknar fyrirkomulagsins sem var notað frá 1996 til 2012. Fimm þjóðir eru að taka þátt í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn og eitt af þeim er Ísland. Hin eru Slóvakía, Albanía, Norður-Írland og Wales. „Nú er komin upp allt önnur staða en það er augljóslega ekki hægt að fara með þetta til baka. Við verðum bara að sætta okkur við þetta," sagði Löw. Það eru 23 leikir að baki á mótinu og aðeins Spánn og Belgía hafa náð að skora þrjú mörk í einum leik, einu sinni hvort lið. Belgarnir bættust í hópinn með því að vinna Íra 3-0 fyrr í dag. „Það eru lið sem eru að spila öfga varnarleik. Þau gera það samt vel," sagði Löw. „Litlu liðin eins og Albanía og Wales eru mjög vel skóluð varnarlega," sagði Löw og nefndi ekki lið Íslands en þýski landsliðsþjálfarinn setur íslenska liðið örugglega í þennan flokk. „Þessi lið sjá sína möguleika í því að spila svona leikstíl. Þess vegna voru bara tvö mörk í leik þar til að það kom að leik Spánverjar og Tyrkja," sagði Löw. Hann segir líka að nýja kerfið sjái til þess að lið þurfi ekki að gera mikið til að eiga enn möguleika í lokaumferðinni. „Lið sem eru bara með eitt stig eftir tvo leiki eiga enn möguleika á því að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er ekki mjög sanngjarnt en svona er þetta bara," sagði Löw. „Við verðum bara að sætta okkur við þetta og nota okkar tíma til að undirbúa okkur fyrir hvaða mótherja sem er," sagði Löw en næsti leikur þýska liðsins er á móti Norður-Írlandi á þriðjudaginn.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Sparkað í klofið á liðsfélaga Kolbeins en sætur sigur sóttur Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Sjá meira