Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:35 Hannes í leiknum í kvöld. vísir/getty Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. „Ég er ekkert að ýkja það að mér hefur aldrei liðið eins illa að fá á mig mark," sagði Hannes Þór í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Þetta var eins og að vera sprautaður með einhverri sprautu sem dreifði ógeðistilfinningu um allan líkamann. Þetta var algjörlega hræðilegt að fá á sig mark á þessum tímapunkti." „Þetta var óvænt því síðustu fjögur ár þá man ég ekki eftir því að við höfum verið að halda út og ekki tekist það. Okkur hefur alltaf tekist það að sigla leikjum í hús þegar við erum að reyna að ná í úrslit." „Þeir voru ekki að skapa sér neitt sérstakt. Þetta var hræðileg tilfinning, ég get alveg viðurkennt það." Ísland lá rosalega mikið til baka í leiknum og varðist mjög mikið. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi, en fengu hins vegar ekki mörg færi á sig. „Það var ekki planið að vera svona mikið til baka. Leikurinn þróaðist bara þannig og við erum ekki nægilega ánægðir með það. Við hefðum átt að sýna betri hliðar í dag og vorum ekki nægilega góðir." „Engu að síður þá náum við að koma leiknum í það far að við eigum að geta spilað á okkar styrkleikum og siglt leiknum heim. Við vorum grátlega nálægt því, en afhverju við náum ekki aðeins meira tempói og rhytma í spilið veit ég ekki." „Við verðum við að kíkja yfir núna og laga fyrir leikinn gegn Austurríki þar sem við þurfum að vera betri." Hannes segir að þetta hafi verið löng atburðarás í markinu sem olli því að Ísland fékk einungis eitt stig úr leiknum. „Ég man ekki alveg hvað gerist áður en gæinn sem er með boltann gefur fyrir, en hann gefur fyrir og þetta er erfið staða frá markmanns-sjónarhorninu." „Maður veit ekki hvað er fyrir aftan sig og það er yfirleitt vænlegast til árangurs að láta vaða og fá snertingu á boltann svo maður stýri boltanum frá þeir sem hann er að reyna gefa á." „Ég því miður náði ekki að komast nægilega langt út í boltann og Birkir er í erfiðri stöðu fyrir aftan mig. Ég náði því miður ekki að snerta hann, hann rétt fer framhjá puttunum á mér og tánnum á Kára og smýgur framhjá okkur. Því miður." Aðspurður út í leikinn mikilvæga gegn Austurríki á miðvikudaginn sagði Hannes að lokum: „Það kemst voða lítið annað að en núna annað en svekkelsi því við vorum grátlega nálægt þessu, en ég get lofað ykkur því að við munum gíra okkur upp og við ætlum okkur að klára þetta gegn Austurríki."Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04 Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. „Ég er ekkert að ýkja það að mér hefur aldrei liðið eins illa að fá á mig mark," sagði Hannes Þór í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Þetta var eins og að vera sprautaður með einhverri sprautu sem dreifði ógeðistilfinningu um allan líkamann. Þetta var algjörlega hræðilegt að fá á sig mark á þessum tímapunkti." „Þetta var óvænt því síðustu fjögur ár þá man ég ekki eftir því að við höfum verið að halda út og ekki tekist það. Okkur hefur alltaf tekist það að sigla leikjum í hús þegar við erum að reyna að ná í úrslit." „Þeir voru ekki að skapa sér neitt sérstakt. Þetta var hræðileg tilfinning, ég get alveg viðurkennt það." Ísland lá rosalega mikið til baka í leiknum og varðist mjög mikið. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi, en fengu hins vegar ekki mörg færi á sig. „Það var ekki planið að vera svona mikið til baka. Leikurinn þróaðist bara þannig og við erum ekki nægilega ánægðir með það. Við hefðum átt að sýna betri hliðar í dag og vorum ekki nægilega góðir." „Engu að síður þá náum við að koma leiknum í það far að við eigum að geta spilað á okkar styrkleikum og siglt leiknum heim. Við vorum grátlega nálægt því, en afhverju við náum ekki aðeins meira tempói og rhytma í spilið veit ég ekki." „Við verðum við að kíkja yfir núna og laga fyrir leikinn gegn Austurríki þar sem við þurfum að vera betri." Hannes segir að þetta hafi verið löng atburðarás í markinu sem olli því að Ísland fékk einungis eitt stig úr leiknum. „Ég man ekki alveg hvað gerist áður en gæinn sem er með boltann gefur fyrir, en hann gefur fyrir og þetta er erfið staða frá markmanns-sjónarhorninu." „Maður veit ekki hvað er fyrir aftan sig og það er yfirleitt vænlegast til árangurs að láta vaða og fá snertingu á boltann svo maður stýri boltanum frá þeir sem hann er að reyna gefa á." „Ég því miður náði ekki að komast nægilega langt út í boltann og Birkir er í erfiðri stöðu fyrir aftan mig. Ég náði því miður ekki að snerta hann, hann rétt fer framhjá puttunum á mér og tánnum á Kára og smýgur framhjá okkur. Því miður." Aðspurður út í leikinn mikilvæga gegn Austurríki á miðvikudaginn sagði Hannes að lokum: „Það kemst voða lítið annað að en núna annað en svekkelsi því við vorum grátlega nálægt þessu, en ég get lofað ykkur því að við munum gíra okkur upp og við ætlum okkur að klára þetta gegn Austurríki."Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04 Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04
Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45
Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30