Munum sýna á okkur aðra hlið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2016 09:00 Það var sannkölluð þjóðhátíðarstemmning í Marseille í gær. vísir/vilhelm „Nú fáum við tækifæri til að sýna aðra hlið á okkur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Marseille í gær. Vísaði hann til þess að Ísland hafi verið í miklu varnarhlutverki gegn Portúgal á þriðjudag en að leikurinn gegn Ungverjalandi í dag yrði allt annars eðlis. Hann er lykilleikur fyrir bæði lið upp á framhaldið að gera. Sigur myndi svo gott sem tryggja áframhaldandi þátttöku og líklegt er að Ungverjum myndi duga jafntefli til þess. Ísland má búast við því að það stjórni leiknum meira en strákarnir gerðu gegn Portúgal, að sögn Heimis. „Ég reikna með því að við fáum að hafa boltann meira og spurning hversu vel okkur tekst að nýa það. Það verður að hafa í huga að Ungverjar voru afar klókir í að vinna boltann af Austurríkismönnum.“ Ungverjar hafa komið einna liða mest á óvart á mótinu með því að skella Austurríki, sem margir reiknuðu með að yrði sterkt á EM í Frakklandi, 2-0 á þriðjudag. „Frammistaða Ungverjalands kom mér ekki á óvart,“ sagði Lars Lagerbäck, meðþjálfari Heimis. „Við höfum séð að Ungverjaland er á uppleið og við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir þeim. Það sem kom mér helst á óvart er að Ungverjaland lét Austurríki ekki líta nógu vel út. Við eigum von á góðum leik og við þurfum að spila vel sem lið,“ sagði Svíinn enn fremur.Engar áhyggjur af meiðslum Aron Einar Gunnarsson var tæpur í nára fyrir leikinn gegn Portúgal en segir að það hafi í raun aldrei komið til greina hjá honum að missa af leiknum. Aðrir hefðu verið stressaðri en hann. „Það var bara spurning um hversu lengi ég myndi endast en ég fann ekki fyrir þessu. Ég er betri núna en áður og er ég jákvæður á framhaldið,“ sagði fyrirliðinn sem reiknar með að leikurinn á morgun verði viðureign tveggja jafnra liða. „Þetta verður stál í stál. Ungverjaland er með virkilega sterkt lið og er hugarfarið þeirra svipað og hjá okkur. Þetta er bara spurning um hvernig við komum til leiks og mætum þeim. Ég stórefa að Ungverjar muni spila upp á jafntefli,“ sagði Aron Einar í gær. Heimir og Aron voru sammála um að þetta yrði slagur tveggja sterkra varnarliða og að leikurinn myndi bera keim af því. „Þetta verður erfiður leikur. Eitt mark gæti klárað og það er vonandi að það detti okkar megin,“ sagði Aron Einar.Ætlum okkur þrjú stig Kolbeinn Sigþórsson segir að sjálfstraustið í íslenska liðinu sé gott eftir jafnteflið gegn Portúgal. „Það var gott að ná að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir gegn jafn sterku liði og Portúgal,“ segir Kolbeinn sem segir þó engan vafa á því hvað Ísland ætlar sér að gera í leiknum. „Bara svo það sé alveg á hreinu þá ætlum við að fara í leikinn til að ná í öll þrjú stigin. Bæði lið munu hugsa þannig og við erum við öllu búnir.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Sjá meira
„Nú fáum við tækifæri til að sýna aðra hlið á okkur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Marseille í gær. Vísaði hann til þess að Ísland hafi verið í miklu varnarhlutverki gegn Portúgal á þriðjudag en að leikurinn gegn Ungverjalandi í dag yrði allt annars eðlis. Hann er lykilleikur fyrir bæði lið upp á framhaldið að gera. Sigur myndi svo gott sem tryggja áframhaldandi þátttöku og líklegt er að Ungverjum myndi duga jafntefli til þess. Ísland má búast við því að það stjórni leiknum meira en strákarnir gerðu gegn Portúgal, að sögn Heimis. „Ég reikna með því að við fáum að hafa boltann meira og spurning hversu vel okkur tekst að nýa það. Það verður að hafa í huga að Ungverjar voru afar klókir í að vinna boltann af Austurríkismönnum.“ Ungverjar hafa komið einna liða mest á óvart á mótinu með því að skella Austurríki, sem margir reiknuðu með að yrði sterkt á EM í Frakklandi, 2-0 á þriðjudag. „Frammistaða Ungverjalands kom mér ekki á óvart,“ sagði Lars Lagerbäck, meðþjálfari Heimis. „Við höfum séð að Ungverjaland er á uppleið og við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir þeim. Það sem kom mér helst á óvart er að Ungverjaland lét Austurríki ekki líta nógu vel út. Við eigum von á góðum leik og við þurfum að spila vel sem lið,“ sagði Svíinn enn fremur.Engar áhyggjur af meiðslum Aron Einar Gunnarsson var tæpur í nára fyrir leikinn gegn Portúgal en segir að það hafi í raun aldrei komið til greina hjá honum að missa af leiknum. Aðrir hefðu verið stressaðri en hann. „Það var bara spurning um hversu lengi ég myndi endast en ég fann ekki fyrir þessu. Ég er betri núna en áður og er ég jákvæður á framhaldið,“ sagði fyrirliðinn sem reiknar með að leikurinn á morgun verði viðureign tveggja jafnra liða. „Þetta verður stál í stál. Ungverjaland er með virkilega sterkt lið og er hugarfarið þeirra svipað og hjá okkur. Þetta er bara spurning um hvernig við komum til leiks og mætum þeim. Ég stórefa að Ungverjar muni spila upp á jafntefli,“ sagði Aron Einar í gær. Heimir og Aron voru sammála um að þetta yrði slagur tveggja sterkra varnarliða og að leikurinn myndi bera keim af því. „Þetta verður erfiður leikur. Eitt mark gæti klárað og það er vonandi að það detti okkar megin,“ sagði Aron Einar.Ætlum okkur þrjú stig Kolbeinn Sigþórsson segir að sjálfstraustið í íslenska liðinu sé gott eftir jafnteflið gegn Portúgal. „Það var gott að ná að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir gegn jafn sterku liði og Portúgal,“ segir Kolbeinn sem segir þó engan vafa á því hvað Ísland ætlar sér að gera í leiknum. „Bara svo það sé alveg á hreinu þá ætlum við að fara í leikinn til að ná í öll þrjú stigin. Bæði lið munu hugsa þannig og við erum við öllu búnir.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Sjá meira