Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 09:30 Kolbeinn Sigþórsson gerði grín að leikmönnum Portúgals í loftinu. vísir/vilhelm Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta eiga fyrir höndum risastóran leik gegn Ungverjalandi í Marseille í dag í annarri umferð riðlakeppni EM 2016. Ungverjaland er í betri stöðu eftir fyrstu umferðina þar sem liðið vann flottan sigur á Austurríki, 2-0, en strákarnir okkar eru með eitt stig eftir frækið jafntefli gegn Portúgal. Kolbeinn Sigþórsson var brattur á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Hann sagði strákana stefna á sigur gegn Ungverjalandi enda væri liðið fullt sjálfstrausts eftir frammistöðuna gegn Portúgal. „Sjálfstraustið í liðinu er meira eftir fyrsta leikinn. Það var gott að koma til baka eftir að vera 1-0 undir gegn jafnsterku liði og Portúgal er,“ sagði Kolbeinn. „Við þurfum að halda þessu áfram og spila aftur vel gegn Ungverjalandi. Þetta verður erfiður leikur en Ungverjar sýndu í síðasta leik að það er erfitt að vinna þá. Við þurfum að eiga góðan leik til að fá öll þrjú stigin sem við þurfum.“ Kolbeinn var meiddur í aðdraganda mótsins og fór meira að segja í sprautu í Barcelona til að létta á þrýsting í hnénu. Allt sem var gert við hann virðist hafa virkað því hann spilaði eins og höfðingi gegn Portúgal og er meira en klár í slaginn gegn Ungverjalandi. „Þetta hefur allt saman gengið eins og í sögu síðustu fjórar vikur. Ég var ekki viss um að ég myndi ná EM og það var stress í mér á tímabili,“ sagði Kolbeinn. „Eftir leikinn gegn Portúgal var ég bara betri í hnénu ef eitthvað er. Ég finn ekki fyrir neinu og verð að hrósa öllum þeim sem hafa hjálpað mér. Sjúkraþjálfararnir hafa unnið frábært verk og þess vegna er ég klár,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30 „Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Væntingar Ungverjalands voru ekki miklar fyrir Evrópumótið en þær eru öllu meiri eftir frækinn sigur á Austurríki. 18. júní 2016 13:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Fleiri fréttir „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta eiga fyrir höndum risastóran leik gegn Ungverjalandi í Marseille í dag í annarri umferð riðlakeppni EM 2016. Ungverjaland er í betri stöðu eftir fyrstu umferðina þar sem liðið vann flottan sigur á Austurríki, 2-0, en strákarnir okkar eru með eitt stig eftir frækið jafntefli gegn Portúgal. Kolbeinn Sigþórsson var brattur á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Hann sagði strákana stefna á sigur gegn Ungverjalandi enda væri liðið fullt sjálfstrausts eftir frammistöðuna gegn Portúgal. „Sjálfstraustið í liðinu er meira eftir fyrsta leikinn. Það var gott að koma til baka eftir að vera 1-0 undir gegn jafnsterku liði og Portúgal er,“ sagði Kolbeinn. „Við þurfum að halda þessu áfram og spila aftur vel gegn Ungverjalandi. Þetta verður erfiður leikur en Ungverjar sýndu í síðasta leik að það er erfitt að vinna þá. Við þurfum að eiga góðan leik til að fá öll þrjú stigin sem við þurfum.“ Kolbeinn var meiddur í aðdraganda mótsins og fór meira að segja í sprautu í Barcelona til að létta á þrýsting í hnénu. Allt sem var gert við hann virðist hafa virkað því hann spilaði eins og höfðingi gegn Portúgal og er meira en klár í slaginn gegn Ungverjalandi. „Þetta hefur allt saman gengið eins og í sögu síðustu fjórar vikur. Ég var ekki viss um að ég myndi ná EM og það var stress í mér á tímabili,“ sagði Kolbeinn. „Eftir leikinn gegn Portúgal var ég bara betri í hnénu ef eitthvað er. Ég finn ekki fyrir neinu og verð að hrósa öllum þeim sem hafa hjálpað mér. Sjúkraþjálfararnir hafa unnið frábært verk og þess vegna er ég klár,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30 „Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Væntingar Ungverjalands voru ekki miklar fyrir Evrópumótið en þær eru öllu meiri eftir frækinn sigur á Austurríki. 18. júní 2016 13:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Fleiri fréttir „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Sjá meira
Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30
„Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Væntingar Ungverjalands voru ekki miklar fyrir Evrópumótið en þær eru öllu meiri eftir frækinn sigur á Austurríki. 18. júní 2016 13:30
Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00
Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30