Leiðin til Bessastaða: Vill sjá Íslendinga taka sameiginlega ábyrgð á landinu sínu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júní 2016 15:45 Andri Snær Magnason rithöfundur og forsetaframbjóðandi segir forseta geta tekið þátt í hreyfiafli samfélagsins. Hann bjóði sig fram því hann hafi ákveðna framtíðarsýn en honum þykir Ísland í heild sinni hafa skort framtíðarsýn, ekki síst í kjölfar hrunsins þar sem meira hefur verið um það að horft sé til baka. Andri Snær er seinasti forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Öllum frambjóðendum var boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni og hefur eitt viðtal birst á dag hér á vefnum. Dregið var um röð frambjóðenda til að gæta sanngirni. Nái Andri Snær kjöri vill hann meðal annars nota embættið til að tengja saman ólíka hópa og fyrirtækið og til þess að skapa vettvang til að setja ákveðin málefni á oddinn líkt og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, gerði með Arctic Circle.Landsbyggðinni bara boðið upp á að vaxa á forsendum stóriðjunnar „Ég steig inn í náttúruverndarbaráttuna af miklum krafti og þá voru það náttúrulega byggðamál og mér fannst eins og landsbyggðinni á Íslandi væri bara boðið upp á einn möguleika að vaxa á forsendum stóriðjunnar. Ísafirði var til dæmis ekki boðið upp á neitt vegna þess að þar var engin stóriðja til þess að grípa. Ég væri til í að sjá Íslendinga til í að taka sameiginlega ábyrgð á landinu sínu og horfa sameiginlega á hvernig við getum þróast og ég sé fyrir mér skýr verkefni sem forseti getur sett á fót,“ segir Andri og nefnir sem dæmi verkefni sem stuðlar að því að bæta læsi drengja. Honum finnst að forsetinn eigi að hafa skýra sýn en þykir verra ef hann beiti sér beint inn í pólitísk hitamál. „Forsetinn á að hafa skýra sýn. Mér þykir verra ef hann beitir sér beint inn í pólitísk hitamál. Hann á að hafa stærri sýn, hann á að horfa lengra og víðar heldur en kannski alþingismenn eða kjördæmi eða sveitarstjórnir horfa. Forsetinn á að hafa einhver mál á oddinum en hann á helst ekki að hygla einum hópi frekar en öðrum.“Stjórnarskráin veik fyrir einræðistilburðum Þá þykir Andra einnig nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni og sérstaklega telur hann brýnt að endurskoða hlutverk forseta. „Stjórnarskráin er veik fyrir einræðistilburðum jafnvel. Forseti getur beitt stjórnarskránni mjög harkalega. Það er umdeilanlegt hvað forseti á að gera og umdeildur maður gæti beitt henni að vild. Þess vegna myndi ég segja að þetta [að breyta stjórnarskránni] væri líka tækifæri til að skína út í heim,“ segir Andri Snær. Viðtalið við Andra Snæ má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30 Leiðin til Bessastaða: „Höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar“ Fyrsta verk Sturlu Jónssonar nái hann kjöri sem forseti Íslands verður að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. 15. júní 2016 14:00 Leiðin til Bessastaða: „Ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni“ Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. 14. júní 2016 15:45 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Andri Snær Magnason rithöfundur og forsetaframbjóðandi segir forseta geta tekið þátt í hreyfiafli samfélagsins. Hann bjóði sig fram því hann hafi ákveðna framtíðarsýn en honum þykir Ísland í heild sinni hafa skort framtíðarsýn, ekki síst í kjölfar hrunsins þar sem meira hefur verið um það að horft sé til baka. Andri Snær er seinasti forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Öllum frambjóðendum var boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni og hefur eitt viðtal birst á dag hér á vefnum. Dregið var um röð frambjóðenda til að gæta sanngirni. Nái Andri Snær kjöri vill hann meðal annars nota embættið til að tengja saman ólíka hópa og fyrirtækið og til þess að skapa vettvang til að setja ákveðin málefni á oddinn líkt og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, gerði með Arctic Circle.Landsbyggðinni bara boðið upp á að vaxa á forsendum stóriðjunnar „Ég steig inn í náttúruverndarbaráttuna af miklum krafti og þá voru það náttúrulega byggðamál og mér fannst eins og landsbyggðinni á Íslandi væri bara boðið upp á einn möguleika að vaxa á forsendum stóriðjunnar. Ísafirði var til dæmis ekki boðið upp á neitt vegna þess að þar var engin stóriðja til þess að grípa. Ég væri til í að sjá Íslendinga til í að taka sameiginlega ábyrgð á landinu sínu og horfa sameiginlega á hvernig við getum þróast og ég sé fyrir mér skýr verkefni sem forseti getur sett á fót,“ segir Andri og nefnir sem dæmi verkefni sem stuðlar að því að bæta læsi drengja. Honum finnst að forsetinn eigi að hafa skýra sýn en þykir verra ef hann beiti sér beint inn í pólitísk hitamál. „Forsetinn á að hafa skýra sýn. Mér þykir verra ef hann beitir sér beint inn í pólitísk hitamál. Hann á að hafa stærri sýn, hann á að horfa lengra og víðar heldur en kannski alþingismenn eða kjördæmi eða sveitarstjórnir horfa. Forsetinn á að hafa einhver mál á oddinum en hann á helst ekki að hygla einum hópi frekar en öðrum.“Stjórnarskráin veik fyrir einræðistilburðum Þá þykir Andra einnig nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni og sérstaklega telur hann brýnt að endurskoða hlutverk forseta. „Stjórnarskráin er veik fyrir einræðistilburðum jafnvel. Forseti getur beitt stjórnarskránni mjög harkalega. Það er umdeilanlegt hvað forseti á að gera og umdeildur maður gæti beitt henni að vild. Þess vegna myndi ég segja að þetta [að breyta stjórnarskránni] væri líka tækifæri til að skína út í heim,“ segir Andri Snær. Viðtalið við Andra Snæ má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30 Leiðin til Bessastaða: „Höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar“ Fyrsta verk Sturlu Jónssonar nái hann kjöri sem forseti Íslands verður að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. 15. júní 2016 14:00 Leiðin til Bessastaða: „Ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni“ Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. 14. júní 2016 15:45 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30
Leiðin til Bessastaða: „Höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar“ Fyrsta verk Sturlu Jónssonar nái hann kjöri sem forseti Íslands verður að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. 15. júní 2016 14:00
Leiðin til Bessastaða: „Ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni“ Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. 14. júní 2016 15:45