Frægasta gríman í fótboltanum í dag | Já þetta gerðist í alvörunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2016 16:57 Þýska fótboltaliðið St Pauli var að kynna nýjan leikmann til leiks og vildi hafa knattspyrnustjórann Ewald Lienen með á myndinni. Vandamálið var bara að stjórinn komst ekki á staðinn og hvað var þá hægt að gera? Lausnin hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, sumir hafa gagnrýnt þetta en flestir hafa nú bara brosað út í annað. Framherjinn Marvin Ducksch er að koma til St Pauli frá Borussia Dortmund og hann var kynntur til leiks á blaðamannafundi á Millerntor-Stadion í St Pauli hverfi Hamborgar. Hinn 22 ára gamli Marvin Ducksch hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Borussia Dortmund og ætlar nú að reyna að endurvekja feril sinn hjá b-deildarliði St Pauli. St Pauli bindur líka miklar vonir til leikmannsins og því var mikið lagt upp úr því að kynna nýja framherjann fyrir blaðamönnum. Knattspyrnustjórinn Ewald Lienen komst hinsvegar ekki á fundinn og þá var góð ráð dýr. Starfsmenn St Pauli dóu samt ráðalausir því einn þeirra setti upp grímu með andliti Ewald Lienen og stillti sér upp við hlið nýja leikmannsins. Þetta átti ekki að vera grín heldur var ætlunin í fyrstu að reyna að komast upp með þetta. Glöggir menn á samfélagsmiðlum voru hinsvegar fljótir að sjá manninn með grímuna að þykjast vera knattspyrnustjórinn Ewald Lienen. Myndin fór á flug á netinu og í framhaldinu hafa St Pauli menn grínast með þetta og birt mynd af grímunni frægu.Tolle Nachricht: Der FC St. Pauli verpflichtet Marvin #Ducksch vom @BVB #fcsp 1/2 pic.twitter.com/Jnqgnvalt5— FC St. Pauli (@fcstpauli) June 15, 2016 Unikat! #ewaldmaske #fcsp #ducksch pic.twitter.com/J7xpdffLLq— FC St. Pauli (@fcstpauli) June 15, 2016 Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Þýska fótboltaliðið St Pauli var að kynna nýjan leikmann til leiks og vildi hafa knattspyrnustjórann Ewald Lienen með á myndinni. Vandamálið var bara að stjórinn komst ekki á staðinn og hvað var þá hægt að gera? Lausnin hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, sumir hafa gagnrýnt þetta en flestir hafa nú bara brosað út í annað. Framherjinn Marvin Ducksch er að koma til St Pauli frá Borussia Dortmund og hann var kynntur til leiks á blaðamannafundi á Millerntor-Stadion í St Pauli hverfi Hamborgar. Hinn 22 ára gamli Marvin Ducksch hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Borussia Dortmund og ætlar nú að reyna að endurvekja feril sinn hjá b-deildarliði St Pauli. St Pauli bindur líka miklar vonir til leikmannsins og því var mikið lagt upp úr því að kynna nýja framherjann fyrir blaðamönnum. Knattspyrnustjórinn Ewald Lienen komst hinsvegar ekki á fundinn og þá var góð ráð dýr. Starfsmenn St Pauli dóu samt ráðalausir því einn þeirra setti upp grímu með andliti Ewald Lienen og stillti sér upp við hlið nýja leikmannsins. Þetta átti ekki að vera grín heldur var ætlunin í fyrstu að reyna að komast upp með þetta. Glöggir menn á samfélagsmiðlum voru hinsvegar fljótir að sjá manninn með grímuna að þykjast vera knattspyrnustjórinn Ewald Lienen. Myndin fór á flug á netinu og í framhaldinu hafa St Pauli menn grínast með þetta og birt mynd af grímunni frægu.Tolle Nachricht: Der FC St. Pauli verpflichtet Marvin #Ducksch vom @BVB #fcsp 1/2 pic.twitter.com/Jnqgnvalt5— FC St. Pauli (@fcstpauli) June 15, 2016 Unikat! #ewaldmaske #fcsp #ducksch pic.twitter.com/J7xpdffLLq— FC St. Pauli (@fcstpauli) June 15, 2016
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira