Ísland og tölfræðin Stjórnarmaðurinn skrifar 15. júní 2016 09:30 Sagt er að nú séu allt að þrjátíu þúsund Íslendingar á ferð um Frakkland til að fylgja íslenska landsliðinu á Evrópumótið í knattspyrnu. Samkvæmt því er tíundi hver landsmaður á mótinu. Ferðir sem þessar eru ekki ókeypis og gera má því skóna að Evrópumótið hafi í för með sér talsvert útstreymi gjaldeyris úr landinu. Þannig er hámarksúttekt í reiðufé á hvern ferðalang samkvæmt gjaldeyrislögum 350 þúsund krónur. Ef við miðum við þá upphæð má áætla að um tíu og hálfur milljarður króna streymi úr landi vegna mótsins. Seðlabankinn hefur nú gripið til aðgerða af minna tilefni og því spurning hvort Már og félagar hafi í raun stutt íslenska liðið til dáða í undankeppninni? Væntanlega hafa þeir þó gert það í trausti þess að gott gengi íslenska liðsins skili sér í aukinni bjartsýni neytenda og auki áhuga á landi og þjóð með tilheyrandi gjaldeyristekjum. Ísland er sömuleiðis langfámennasta ríkið sem komist hefur á lokamót í knattspyrnu. Kostaríka átti fyrra metið, en þar búa um sex sinnum fleiri en á Íslandi. Á Íslandi eru líka menntuðustu knattspyrnuþjálfarar heims. Hér er einn menntaður þjálfari á hverja 800 íbúa. Í Englandi, sjálfri vöggu íþróttarinnar, er einn menntaður þjálfari á hverja ellefu þúsund íbúa. Svo haldið sé áfram með samanburðinn þá er einn af hverjum 15 þúsund íbúum á Íslandi í 23 manna lokahópi landsliðsins á EM. Sambærileg tala heimfærð upp á enska landsliðið er einn leikmaður á hverja 1,7 milljónir íbúa. Það er því nánast sama hvert er litið. Þátttaka Íslands ein og sér er stórkostlegt afrek sem varla ætti að vera mögulegt út frá tölfræðinni. Höfum þó í huga að ekkert af þessu skiptir máli þegar út á völlinn er komið. Þar eru ellefu á móti ellefu. Þegar þetta er ritað eru örfáar klukkustundir í leik Íslands og Portúgals. Vonandi tókst Kára og Ragnari og félögum að halda Ronaldo í skefjum. Það væri enn ein tölfræðilega anómalían þegar íslenska landsliðið á í hlut. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Sagt er að nú séu allt að þrjátíu þúsund Íslendingar á ferð um Frakkland til að fylgja íslenska landsliðinu á Evrópumótið í knattspyrnu. Samkvæmt því er tíundi hver landsmaður á mótinu. Ferðir sem þessar eru ekki ókeypis og gera má því skóna að Evrópumótið hafi í för með sér talsvert útstreymi gjaldeyris úr landinu. Þannig er hámarksúttekt í reiðufé á hvern ferðalang samkvæmt gjaldeyrislögum 350 þúsund krónur. Ef við miðum við þá upphæð má áætla að um tíu og hálfur milljarður króna streymi úr landi vegna mótsins. Seðlabankinn hefur nú gripið til aðgerða af minna tilefni og því spurning hvort Már og félagar hafi í raun stutt íslenska liðið til dáða í undankeppninni? Væntanlega hafa þeir þó gert það í trausti þess að gott gengi íslenska liðsins skili sér í aukinni bjartsýni neytenda og auki áhuga á landi og þjóð með tilheyrandi gjaldeyristekjum. Ísland er sömuleiðis langfámennasta ríkið sem komist hefur á lokamót í knattspyrnu. Kostaríka átti fyrra metið, en þar búa um sex sinnum fleiri en á Íslandi. Á Íslandi eru líka menntuðustu knattspyrnuþjálfarar heims. Hér er einn menntaður þjálfari á hverja 800 íbúa. Í Englandi, sjálfri vöggu íþróttarinnar, er einn menntaður þjálfari á hverja ellefu þúsund íbúa. Svo haldið sé áfram með samanburðinn þá er einn af hverjum 15 þúsund íbúum á Íslandi í 23 manna lokahópi landsliðsins á EM. Sambærileg tala heimfærð upp á enska landsliðið er einn leikmaður á hverja 1,7 milljónir íbúa. Það er því nánast sama hvert er litið. Þátttaka Íslands ein og sér er stórkostlegt afrek sem varla ætti að vera mögulegt út frá tölfræðinni. Höfum þó í huga að ekkert af þessu skiptir máli þegar út á völlinn er komið. Þar eru ellefu á móti ellefu. Þegar þetta er ritað eru örfáar klukkustundir í leik Íslands og Portúgals. Vonandi tókst Kára og Ragnari og félögum að halda Ronaldo í skefjum. Það væri enn ein tölfræðilega anómalían þegar íslenska landsliðið á í hlut.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira