Skoraði sitt fyrsta mark í 18 mánuði og Ungverjar unnu Austurríki á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2016 17:45 Ungverjar fagna marki sínu með stuðningsmönnunum í stúkunni. Vísir/Getty Ein óvæntustu úrslit Evrópumótsins til þessa litu dagsins ljós í fyrsta leiknum í riðli Íslands þegar Ungverjar unnu 2-0 sigur á Austurríki. Sigurinn var fyllilega sanngjarn enda stóð ungverska liðið sig frábærlega í kvöld. Adam Szalai var hetja ungverska liðsins en framherjinn sem hafði ekki skorað fyrir félagslið eða landslið í átján mánuði skoraði fyrra mark Ungverja á 63. mínútu. Varamaðurinn Zoltán Stieber innsiglaði síðan sigurinn á 87. mínútu. Austurríkismenn enduðu leikinn manni færri því Aleksandar Dragovic fékk sitt annað gula spjald á 66. mínútu eða aðeins fjórum mínútum eftir að Ungverjar komust í 1-0. Það var mikið búist við af austurríska liðinu fyrir Evrópumótið en frammistaða þess í kvöld var ekki sannfærandi. Ungverjar unnu aftur á móti frábæran sigur og hafa með honum opnað riðilinn upp á gátt. Gábor Király, markvörður Ungverja, varð í kvöld elsti leikmaður EM frá upphafi og hélt upp á metið með því að halda marki sínu hreinu. Það hefði þó getað endað öðruvísi. Austurríkismenn fengu næstum því draumabyrjun þegar David Alaba skaut í stöngina eftir aðeins 30 sekúndur og austurríska liðið fékk hættulegri færi í fyrri hálfleiknum. Ungverska liðið var samt alls ekki síðri aðilinn í fyrri hálfleiknum og Balázs Dzsudzsák fékk fínasta færi undir lok fyrri hálfleiksins. Adam Szalai kom Ungverjum í 1-0 á 62. mínútu eftir frábært þríhyrningsspil við y László Kleinheisler sem sendi boltann á hárréttum tíma inn í teig þar sem Szalai lagði hann undir markvörðinn og í markið. Szalai hafði ekki skorað fyrir landslið eða félagslið síðan árið 2014. Zoltán Stieber kom inná sem varamaður á 79. mínútu og hann innsiglaði sigurinn eftir skyndisókn á 87. mínútu. Næsti leikur ungverska liðsins er á móti Íslandi á laugardaginn en Austurríkismanna bíður erfiður leikur á móti Portúgal. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira
Ein óvæntustu úrslit Evrópumótsins til þessa litu dagsins ljós í fyrsta leiknum í riðli Íslands þegar Ungverjar unnu 2-0 sigur á Austurríki. Sigurinn var fyllilega sanngjarn enda stóð ungverska liðið sig frábærlega í kvöld. Adam Szalai var hetja ungverska liðsins en framherjinn sem hafði ekki skorað fyrir félagslið eða landslið í átján mánuði skoraði fyrra mark Ungverja á 63. mínútu. Varamaðurinn Zoltán Stieber innsiglaði síðan sigurinn á 87. mínútu. Austurríkismenn enduðu leikinn manni færri því Aleksandar Dragovic fékk sitt annað gula spjald á 66. mínútu eða aðeins fjórum mínútum eftir að Ungverjar komust í 1-0. Það var mikið búist við af austurríska liðinu fyrir Evrópumótið en frammistaða þess í kvöld var ekki sannfærandi. Ungverjar unnu aftur á móti frábæran sigur og hafa með honum opnað riðilinn upp á gátt. Gábor Király, markvörður Ungverja, varð í kvöld elsti leikmaður EM frá upphafi og hélt upp á metið með því að halda marki sínu hreinu. Það hefði þó getað endað öðruvísi. Austurríkismenn fengu næstum því draumabyrjun þegar David Alaba skaut í stöngina eftir aðeins 30 sekúndur og austurríska liðið fékk hættulegri færi í fyrri hálfleiknum. Ungverska liðið var samt alls ekki síðri aðilinn í fyrri hálfleiknum og Balázs Dzsudzsák fékk fínasta færi undir lok fyrri hálfleiksins. Adam Szalai kom Ungverjum í 1-0 á 62. mínútu eftir frábært þríhyrningsspil við y László Kleinheisler sem sendi boltann á hárréttum tíma inn í teig þar sem Szalai lagði hann undir markvörðinn og í markið. Szalai hafði ekki skorað fyrir landslið eða félagslið síðan árið 2014. Zoltán Stieber kom inná sem varamaður á 79. mínútu og hann innsiglaði sigurinn eftir skyndisókn á 87. mínútu. Næsti leikur ungverska liðsins er á móti Íslandi á laugardaginn en Austurríkismanna bíður erfiður leikur á móti Portúgal.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira