Stærsta stundin í sögu íslenska fótboltans Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 07:00 Strákarnir æfa á Geoffroy-Guichard leikvanginum í Saint-Étienne í gær. Vísir/Vilhelm Blaðamenn frá Íslandi, Portúgal, Austurríki, Bretlandi, Hollandi, Noregi og Danmörku voru mættir á blaðamannafund íslenska landsliðsins í fótbolta í Saint-Étienne í gær þar sem Lars Lagerbäck, Heimir Hallgrímsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum. Áhuginn á strákunum okkar er gífurlegur en íslenskir fjölmiðlamenn gátu vart stundað vinnu sína fyrir spurningum kollega sinna. Til að byrja með reyndu Gylfi Þór og Aron Einar að gera ekki of mikið úr stórleiknum í kvöld gegn Portúgal sem verður sá fyrsti í sögunni hjá karlalandsliðinu á stórmóti. Þeir viðurkenndu þó fúslega að þeir gætu ekki beðið eftir stóru stundinni á Stade Geofrroy-Guichard. „Undirbúningurinn er mjög svipaður og fyrir alla leiki en auðvitað er komin smá spenna og eftirvænting í mannskapinn. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu. Þetta er nú samt bara fótboltaleikur og það er ekkert öðruvísi við þennan leik fyrir utan að hann er sá fyrsti hjá okkur á stórmóti,“ sagði Gylfi Þór og fyrirliðinn Aron Einar tók undir orð Swansea-mannsins: „Þetta er bara venjulegur leikur fyrir okkur. Við þurfum að halda okkur á jörðinni og ofpeppast ekki. Við erum með þrautreyndan þjálfara sem hefur gert þetta margoft áður. Hann miðlar sinni reynslu til okkar strákanna og heldur okkur á tánum,“ sagði Aron Einar sem verður stoltur fyrirliði í kvöld. „Við erum mjög stoltir. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Þetta er stór leikur en við þurfum að nálgast þennan leik eins og hvern annan leik. Það er mjög erfitt að lýsa því hversu stoltur maður er að vera að fara að spila við bestu þjóðir í heiminum. Ég er virkilega stoltur af því sem við höfum áorkað sem lið,“ sagði Aron Einar.Vísir/VilhelmRæðurnar leiðinlegar Bæði Gylfi Þór og Aron Einar voru að glíma við meiðsli undir lok tímabilsins á Englandi en báðir eru klárir í slaginn. Heimir Hallgrímsson sagði á fundinum að allir leikmenn liðsins gætu spilað í kvöld þó sumir væru frískari en aðrir. „Ég myndi ekki segja að ég hafi verið tæpur en ég var meiddur í baki. Ég er algjörlega búinn að ná mér,“ sagði Gylfi Þór um sig. Portúgalskir blaðamenn á fundinum spurðu nánast eingöngu út í Cristiano Ronaldo og hvernig íslenska liðið ætlaði að reyna að ráða við hann. Lars var spurður hvort til stæði að setja yfirfrakka á hann. „Við spilum ekki þannig, það kæmi mér á óvart ef við tækjum þá ákvörðun að breyta því. Hann er frábær leikmaður og auðvitað leggjum við einhverja aukaáherslu á Ronaldo. Portúgalska liðið er samt mjög gott og með marga góða einstaklinga,“ sagði Lars. Hollenskur blaðamaður á staðnum vildi mikið fá að vita um frægar ræður Lars Lagerbäck og hvernig hann hvetur sína menn til dáða fyrir leiki. Hann sagði að leikmennirnir væru eflaust ekki sammála því að ræðurnar væru skemmtilegar og það kom á daginn þegar Gylfi var spurður út í þær. „Á ég að segja satt? Þær eru ekkert mjög skemmtilegar. Nei, nei. Þær eru fínar. Hann veit alveg hvað hann er að tala um, karlinn. Hann hefur gríðarlega mikla reynslu og ekki bara af alþjóðlegum bolta og sérstaklega stórmótum. Þeir Heimir ná vel saman og mynda flott teymi,“ sagði Gylfi Þór.Gylfi Þór Sigurðsson í teygjuæfingum á æfingunni í gær.Vísir/VilhelmMiklir karakterar Mörg þúsund íslenskir stuðningsmenn eru mættir til Frakklands til að styðja strákana okkar en stærstur hluti þeirra mætir til Saint-Étienne í dag. Þeir munu reyna að mála stúkuna og eflaust borgina bláa í dag. „Þetta skiptir okkur miklu máli. Það sáu allir Hollandsleikinn úti. Þangað komu 3.000 manns að styðja okkur og stemningin eftir leik var frábær. Að fá svona stuðning frá sínu fólki er magnað. Við erum auðvitað stoltir af að spila fyrir Íslands hönd á þessu sviði,“ sagði Aron Einar. En hvernig verður það fyrir strákana okkar að reyna að vera andlega tilbúnir í leikinn þegar þeir ganga út á völl og átta sig almennilega á því að þeir eru að spila á Evrópumótinu í fótbolta? „Ég held að við getum ekkert í raun sagt fyrr en leikurinn er byrjaður hvernig hverjum og einum líður. Þetta er stærsta stundin í íslenskri fótboltasögu. Við verðum samt að gera greinarmun á þessu og vera ekki of tilfinninganæmir þegar við komum inn á völlinn. Þessir strákar okkar eru samt svo miklir karakterar að þeir geta ýtt þessu frá sér. En fyrir fólkið sem hefur unnið að boltanum heima í mörg ár er þetta stærsta stundin í íslenskri fótboltasögu,“ sagði Heimir Hallgrímsson.Vísir/Vilhelm EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Sjá meira
Blaðamenn frá Íslandi, Portúgal, Austurríki, Bretlandi, Hollandi, Noregi og Danmörku voru mættir á blaðamannafund íslenska landsliðsins í fótbolta í Saint-Étienne í gær þar sem Lars Lagerbäck, Heimir Hallgrímsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum. Áhuginn á strákunum okkar er gífurlegur en íslenskir fjölmiðlamenn gátu vart stundað vinnu sína fyrir spurningum kollega sinna. Til að byrja með reyndu Gylfi Þór og Aron Einar að gera ekki of mikið úr stórleiknum í kvöld gegn Portúgal sem verður sá fyrsti í sögunni hjá karlalandsliðinu á stórmóti. Þeir viðurkenndu þó fúslega að þeir gætu ekki beðið eftir stóru stundinni á Stade Geofrroy-Guichard. „Undirbúningurinn er mjög svipaður og fyrir alla leiki en auðvitað er komin smá spenna og eftirvænting í mannskapinn. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu. Þetta er nú samt bara fótboltaleikur og það er ekkert öðruvísi við þennan leik fyrir utan að hann er sá fyrsti hjá okkur á stórmóti,“ sagði Gylfi Þór og fyrirliðinn Aron Einar tók undir orð Swansea-mannsins: „Þetta er bara venjulegur leikur fyrir okkur. Við þurfum að halda okkur á jörðinni og ofpeppast ekki. Við erum með þrautreyndan þjálfara sem hefur gert þetta margoft áður. Hann miðlar sinni reynslu til okkar strákanna og heldur okkur á tánum,“ sagði Aron Einar sem verður stoltur fyrirliði í kvöld. „Við erum mjög stoltir. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Þetta er stór leikur en við þurfum að nálgast þennan leik eins og hvern annan leik. Það er mjög erfitt að lýsa því hversu stoltur maður er að vera að fara að spila við bestu þjóðir í heiminum. Ég er virkilega stoltur af því sem við höfum áorkað sem lið,“ sagði Aron Einar.Vísir/VilhelmRæðurnar leiðinlegar Bæði Gylfi Þór og Aron Einar voru að glíma við meiðsli undir lok tímabilsins á Englandi en báðir eru klárir í slaginn. Heimir Hallgrímsson sagði á fundinum að allir leikmenn liðsins gætu spilað í kvöld þó sumir væru frískari en aðrir. „Ég myndi ekki segja að ég hafi verið tæpur en ég var meiddur í baki. Ég er algjörlega búinn að ná mér,“ sagði Gylfi Þór um sig. Portúgalskir blaðamenn á fundinum spurðu nánast eingöngu út í Cristiano Ronaldo og hvernig íslenska liðið ætlaði að reyna að ráða við hann. Lars var spurður hvort til stæði að setja yfirfrakka á hann. „Við spilum ekki þannig, það kæmi mér á óvart ef við tækjum þá ákvörðun að breyta því. Hann er frábær leikmaður og auðvitað leggjum við einhverja aukaáherslu á Ronaldo. Portúgalska liðið er samt mjög gott og með marga góða einstaklinga,“ sagði Lars. Hollenskur blaðamaður á staðnum vildi mikið fá að vita um frægar ræður Lars Lagerbäck og hvernig hann hvetur sína menn til dáða fyrir leiki. Hann sagði að leikmennirnir væru eflaust ekki sammála því að ræðurnar væru skemmtilegar og það kom á daginn þegar Gylfi var spurður út í þær. „Á ég að segja satt? Þær eru ekkert mjög skemmtilegar. Nei, nei. Þær eru fínar. Hann veit alveg hvað hann er að tala um, karlinn. Hann hefur gríðarlega mikla reynslu og ekki bara af alþjóðlegum bolta og sérstaklega stórmótum. Þeir Heimir ná vel saman og mynda flott teymi,“ sagði Gylfi Þór.Gylfi Þór Sigurðsson í teygjuæfingum á æfingunni í gær.Vísir/VilhelmMiklir karakterar Mörg þúsund íslenskir stuðningsmenn eru mættir til Frakklands til að styðja strákana okkar en stærstur hluti þeirra mætir til Saint-Étienne í dag. Þeir munu reyna að mála stúkuna og eflaust borgina bláa í dag. „Þetta skiptir okkur miklu máli. Það sáu allir Hollandsleikinn úti. Þangað komu 3.000 manns að styðja okkur og stemningin eftir leik var frábær. Að fá svona stuðning frá sínu fólki er magnað. Við erum auðvitað stoltir af að spila fyrir Íslands hönd á þessu sviði,“ sagði Aron Einar. En hvernig verður það fyrir strákana okkar að reyna að vera andlega tilbúnir í leikinn þegar þeir ganga út á völl og átta sig almennilega á því að þeir eru að spila á Evrópumótinu í fótbolta? „Ég held að við getum ekkert í raun sagt fyrr en leikurinn er byrjaður hvernig hverjum og einum líður. Þetta er stærsta stundin í íslenskri fótboltasögu. Við verðum samt að gera greinarmun á þessu og vera ekki of tilfinninganæmir þegar við komum inn á völlinn. Þessir strákar okkar eru samt svo miklir karakterar að þeir geta ýtt þessu frá sér. En fyrir fólkið sem hefur unnið að boltanum heima í mörg ár er þetta stærsta stundin í íslenskri fótboltasögu,“ sagði Heimir Hallgrímsson.Vísir/Vilhelm
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Sjá meira