Sjálfsmark Íra færði Svíum stig | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 11:20 Svíar fagna hér jöfnunarmarkinu. Vísir/Getty Írland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi en þetta var fyrsti leikurinn í E-riðlinum. Belgar og Ítalir, hin liðin í riðlinum, spila seinna í kvöld. Írar komust sanngjarnt yfir í upphafi seinni hálfleiksins eftir að hafa verið mun betra liðið í þeim fyrri en Svíar vöknuðu eftir það mark og tókst að jafna tuttugu mínútum fyrir leikslok. Sænska liðið fékk þó góða hjálp því Írar urðu fyrir því óláni að senda boltann í eigið net. Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic náði ekki að skora í leiknum en hann lagði upp jöfnunarmarkið.Það er hægt að sjá bæði mörkin í leiknum hér fyrir neðan. Írarnir voru mun betri í fyrri hálfleiknum og óheppnir að vera ekki yfir í hálfleik á móti kraftlitlum Svíum. Jeff Hendrick komst næst því að skora þegar hann átti þrumuskot í slána á 32. mínútu leiksins. Jeff Hendrick átti einnig færi í upphafi leiksins þegar Andreas Isaksson varði vel frá honum í horn. Skömmu fyrir sláarskotið átti Robbie Brady líka gott skot rétt yfir markið. Markið leit ekki dagsins ljós í fyrri hálfleiknum en það var ekki mikið liðið af seinni hálfleiknum þegar boltinn lá í marki Svía. Wes Hoolahan skoraði markið á 48. mínútu með góðu viðstöðulausu skoti úr teignum eftir frábæran undirbúning frá Seamus Coleman. Algjörlega óverjandi. Svíarnir tóku mikinn kipp eftir markið og fengu algjört dauðafæri tveimur mínútum eftir markið. Tvö færi í röð eftir hornspyrnu en Írar sluppu með skrekkinn. Zlatan Ibrahimovic fékk líka sitt fyrsta alvöru færi eftir klukkutíma leik en skot hans fór framhjá. Hann var hinsvegar ekki búinn að segja sitt síðasta orð. Zlatan Ibrahimovic átti mikinn þátt í jöfnunarmarkinu á 71. mínútu. Hann átti þá fyrirgjöf fyrir markið og Ciaran Clark varð fyrir því að skora í eigið mark. Fleiri mörk voru ekki skoruð og liðin sættust á skiptan hlut. Svíar mæta Ítölum næst en Írar spila við Belga.Wes Hoolahan kemur Írum í 1-0. MARK! Glæislegt mark hjá Hoolahan! Meira að segja Zlatan klappar.1-0 fyrir Írlandi.#SWE #IRL #EMÍsland pic.twitter.com/KLUbMnTX2D— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Svíar jafna metin Zlatan.Sjálfsmark. En samt Zlatan. 1-1.#SWE #IRL #EMÍsland pic.twitter.com/4S15aFE0sk— Síminn (@siminn) June 13, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira
Írland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi en þetta var fyrsti leikurinn í E-riðlinum. Belgar og Ítalir, hin liðin í riðlinum, spila seinna í kvöld. Írar komust sanngjarnt yfir í upphafi seinni hálfleiksins eftir að hafa verið mun betra liðið í þeim fyrri en Svíar vöknuðu eftir það mark og tókst að jafna tuttugu mínútum fyrir leikslok. Sænska liðið fékk þó góða hjálp því Írar urðu fyrir því óláni að senda boltann í eigið net. Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic náði ekki að skora í leiknum en hann lagði upp jöfnunarmarkið.Það er hægt að sjá bæði mörkin í leiknum hér fyrir neðan. Írarnir voru mun betri í fyrri hálfleiknum og óheppnir að vera ekki yfir í hálfleik á móti kraftlitlum Svíum. Jeff Hendrick komst næst því að skora þegar hann átti þrumuskot í slána á 32. mínútu leiksins. Jeff Hendrick átti einnig færi í upphafi leiksins þegar Andreas Isaksson varði vel frá honum í horn. Skömmu fyrir sláarskotið átti Robbie Brady líka gott skot rétt yfir markið. Markið leit ekki dagsins ljós í fyrri hálfleiknum en það var ekki mikið liðið af seinni hálfleiknum þegar boltinn lá í marki Svía. Wes Hoolahan skoraði markið á 48. mínútu með góðu viðstöðulausu skoti úr teignum eftir frábæran undirbúning frá Seamus Coleman. Algjörlega óverjandi. Svíarnir tóku mikinn kipp eftir markið og fengu algjört dauðafæri tveimur mínútum eftir markið. Tvö færi í röð eftir hornspyrnu en Írar sluppu með skrekkinn. Zlatan Ibrahimovic fékk líka sitt fyrsta alvöru færi eftir klukkutíma leik en skot hans fór framhjá. Hann var hinsvegar ekki búinn að segja sitt síðasta orð. Zlatan Ibrahimovic átti mikinn þátt í jöfnunarmarkinu á 71. mínútu. Hann átti þá fyrirgjöf fyrir markið og Ciaran Clark varð fyrir því að skora í eigið mark. Fleiri mörk voru ekki skoruð og liðin sættust á skiptan hlut. Svíar mæta Ítölum næst en Írar spila við Belga.Wes Hoolahan kemur Írum í 1-0. MARK! Glæislegt mark hjá Hoolahan! Meira að segja Zlatan klappar.1-0 fyrir Írlandi.#SWE #IRL #EMÍsland pic.twitter.com/KLUbMnTX2D— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Svíar jafna metin Zlatan.Sjálfsmark. En samt Zlatan. 1-1.#SWE #IRL #EMÍsland pic.twitter.com/4S15aFE0sk— Síminn (@siminn) June 13, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira