Halla mælist með meira fylgi en Andri Snær Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júní 2016 07:38 Halla Tómasdóttir athafnakona sagðist sjálf ekki taka mark á könnunum fyrr en eftir 21. maí. Vísir/AntonBrink Rúmlega helmingur segist ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson, sagnfræðing, í embætti forseta Íslands í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið. Halla Tómasdóttir, athafnakona, bætir mestu við sig frá síðustu könnun og fær nú liðlega 12 prósent og er nú komin upp fyrir Andra Snæ Magnason, rithöfund, sem dalar lítillega frá síðustu könnun. Davíð Oddsson er með næst mesta fylgið, eða tæp 16 prósent, en dalar líka frá síðustu könnun.Allir frambjóðendurnir níu.VísirGuðni hefur mælst með nokkuð stöðugt fylgi undanfarnar vikur en í byrjun júní mældist fylgi hans í könnun Félagsvísindastofnunar háskólans 55 prósent en það var talsverð lækkun frá könnunin sem farið var í fyrir mánuði síðan, 12. og 13. maí, þegar Guðni mældist með 67 prósent atkvæða. Fylgi ritstjóra Morgunblaðsins, fyrrum Seðlabankastjóra og fyrrum forsætisráðherra minnkar um heil fjögur prósentustig frá síðustu könnun þegar það mældist hátt í 20 prósent. Andri Snær virðist hafa fundið sinn kjósendahóp og situr sem fastast áfram með fylgið 11 prósent. Það merkilegasta við könnunina er ef til vill að Halla mælist í fyrsta sinn í kosningabaráttunni með meira fylgi en Andri Snær og nálgast Davíð óðfluga. Halla hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum mánuði en í könnun stofnunarinnar fyrir mánuði mældist Halla aðeins með 1,5 prósent fylgi. Aðrir frambjóðendur eru talsvert langt á eftir efstu fjórum frambjóðendunum en af þeim nýtur Sturla Jónsson mest fylgis með 2,2 prósent. Ástþór Magnússon mælist með 1,7 prósent fylgi, Elísabet Jökulsdóttir með 1,1 prósent, Guðrún M. Pálsdóttir með 0,5 prósent og Hildur Þórðardóttir rekur lestina með 0,2 prósent. Þau bæta þó öll lítillega við fylgi sitt. Könnunin var framkvæmd í netpanel Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og náði til 2000 meðlima netpanelsins. Svarhlutfallið var 54 prósent. Hópur kjósenda á bakvið hvern frambjóðanda er nokkuð áhugaverður en sem fyrr hefur Guðni Th. mest fylgi á meðal yngri kjósenda, 18-29, en næstur á eftir honum er Andri Snær sem hefur 20 prósent fylgi meðal kjósendahópsins. Guðni nýtur einnig mesta fylgisins á meðal eldri kjósenda en hann er með 59 prósent hjá kjósendum 60 ára og eldri. Á eftir honum fylgir Davíð sem hefur atkvæði 26 prósent eldri kjósenda. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Rúmlega helmingur segist ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson, sagnfræðing, í embætti forseta Íslands í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið. Halla Tómasdóttir, athafnakona, bætir mestu við sig frá síðustu könnun og fær nú liðlega 12 prósent og er nú komin upp fyrir Andra Snæ Magnason, rithöfund, sem dalar lítillega frá síðustu könnun. Davíð Oddsson er með næst mesta fylgið, eða tæp 16 prósent, en dalar líka frá síðustu könnun.Allir frambjóðendurnir níu.VísirGuðni hefur mælst með nokkuð stöðugt fylgi undanfarnar vikur en í byrjun júní mældist fylgi hans í könnun Félagsvísindastofnunar háskólans 55 prósent en það var talsverð lækkun frá könnunin sem farið var í fyrir mánuði síðan, 12. og 13. maí, þegar Guðni mældist með 67 prósent atkvæða. Fylgi ritstjóra Morgunblaðsins, fyrrum Seðlabankastjóra og fyrrum forsætisráðherra minnkar um heil fjögur prósentustig frá síðustu könnun þegar það mældist hátt í 20 prósent. Andri Snær virðist hafa fundið sinn kjósendahóp og situr sem fastast áfram með fylgið 11 prósent. Það merkilegasta við könnunina er ef til vill að Halla mælist í fyrsta sinn í kosningabaráttunni með meira fylgi en Andri Snær og nálgast Davíð óðfluga. Halla hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum mánuði en í könnun stofnunarinnar fyrir mánuði mældist Halla aðeins með 1,5 prósent fylgi. Aðrir frambjóðendur eru talsvert langt á eftir efstu fjórum frambjóðendunum en af þeim nýtur Sturla Jónsson mest fylgis með 2,2 prósent. Ástþór Magnússon mælist með 1,7 prósent fylgi, Elísabet Jökulsdóttir með 1,1 prósent, Guðrún M. Pálsdóttir með 0,5 prósent og Hildur Þórðardóttir rekur lestina með 0,2 prósent. Þau bæta þó öll lítillega við fylgi sitt. Könnunin var framkvæmd í netpanel Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og náði til 2000 meðlima netpanelsins. Svarhlutfallið var 54 prósent. Hópur kjósenda á bakvið hvern frambjóðanda er nokkuð áhugaverður en sem fyrr hefur Guðni Th. mest fylgi á meðal yngri kjósenda, 18-29, en næstur á eftir honum er Andri Snær sem hefur 20 prósent fylgi meðal kjósendahópsins. Guðni nýtur einnig mesta fylgisins á meðal eldri kjósenda en hann er með 59 prósent hjá kjósendum 60 ára og eldri. Á eftir honum fylgir Davíð sem hefur atkvæði 26 prósent eldri kjósenda.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira