Afi hans var stjóri Swansea og strákurinn vildi endilega hitta Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 14:40 Gylfi Þór Sigurðsson og Clement Davies. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Frábær stemning var á opnu æfingunni hjá íslenska fótboltalandsliðinu í Annecy í dag og íslensku strákarnir hittu unga stuðningsmenn liðsins eftir hana og gáfu eiginhandaráritanir. Það voru ekki bara íslenskir krakkar sem mættu því þar var líka Clement Davies sem er ungur aðdáandi Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea á Englandi. Clement býr ásamt foreldrum sínum í Frakklandi en pabbi hans er frá Wales en mamma hans er frönsk. Knattspyrnusamband Íslands sagði frá þessari skemmtilegu heimsókn á heimasíðu sinni. Það var draumur stráksins að fá að hitta Gylfa á æfingunni en afi stráksins, Glyn Davies, var leikmaður Swansea árin 1962-1964 en hann var svo stjóri liðsins árið 1965-1966. Clement mætti í Swansea treyju og fékk mynd af sér með Gylfa ásamt eiginhandaráritun. Gylfi tók að sjálfsögðu vel á móti stráknum og gaf honum eiginhandaráritun en Clement var í Swansea-treyjunni innan um alla íslensku landsliðsbúningana. Það er full ástæða fyrir stuðningsmenn Swansea að halda upp á Gylfa Þór Sigurðsson sem átti flott tímabil og var án efa besti leikmaður liðsins eftir áramót. Gylfi skoraði alls ellefu mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar af níu þeirra á árinu 2016. Það var bara André Ayew sem skoraði meira en hann og öll þessi mörk var íslenski landsliðsmaðurinn að skora af miðjunni. Hilmar Þór Guðmundsson tók þessar myndir af Gylfa hér fyrir neðan og birti á fésbókarsíðu KSÍ.Mynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar Þór EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Frábær stemning var á opnu æfingunni hjá íslenska fótboltalandsliðinu í Annecy í dag og íslensku strákarnir hittu unga stuðningsmenn liðsins eftir hana og gáfu eiginhandaráritanir. Það voru ekki bara íslenskir krakkar sem mættu því þar var líka Clement Davies sem er ungur aðdáandi Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea á Englandi. Clement býr ásamt foreldrum sínum í Frakklandi en pabbi hans er frá Wales en mamma hans er frönsk. Knattspyrnusamband Íslands sagði frá þessari skemmtilegu heimsókn á heimasíðu sinni. Það var draumur stráksins að fá að hitta Gylfa á æfingunni en afi stráksins, Glyn Davies, var leikmaður Swansea árin 1962-1964 en hann var svo stjóri liðsins árið 1965-1966. Clement mætti í Swansea treyju og fékk mynd af sér með Gylfa ásamt eiginhandaráritun. Gylfi tók að sjálfsögðu vel á móti stráknum og gaf honum eiginhandaráritun en Clement var í Swansea-treyjunni innan um alla íslensku landsliðsbúningana. Það er full ástæða fyrir stuðningsmenn Swansea að halda upp á Gylfa Þór Sigurðsson sem átti flott tímabil og var án efa besti leikmaður liðsins eftir áramót. Gylfi skoraði alls ellefu mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar af níu þeirra á árinu 2016. Það var bara André Ayew sem skoraði meira en hann og öll þessi mörk var íslenski landsliðsmaðurinn að skora af miðjunni. Hilmar Þór Guðmundsson tók þessar myndir af Gylfa hér fyrir neðan og birti á fésbókarsíðu KSÍ.Mynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar Þór
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira