Gæti orðið erfið nótt fyrir ensku landsliðsmennina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 09:30 Fá ensku leikmennirnir lítinn svefn fyrir fyrsta leik? Vísir/Getty og EPA Enska fótboltalandsliðið er á leiðinni til Marseille í dag þar sem liðið spilar sinn fyrsta leik á EM á móti Rússum á morgun. Enski hópurinn hefur haft það huggulegt að undanförnu í smábænum Chantilly sem er rétt norður af París. Liðið ferðast hinsvegar suður til Marseille þar sem leikurinn fer fram á morgun. Ensku leikmennirnir eru að fara úr rólegheitunum í Chantilly inn í mitt partý í Marseille-borg. Guardian hefur áhyggjur að því að það stefni í andvökunótt hjá enska landsliðinu fyrir Rússlandsleikinn. Hótel enska liðsins í Marseille er nefnilega rétt við stuðningsmannasvæðið í Marseille þar sem að búist er við því að allt að 80 þúsund manns skemmti sér og haldi uppi stuðinu langt fram efir aðfararnótt laugardagsins. Enska landsliðið lenti einnig í þessu á HM í Brasilíu 2014 en landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson var þá vakandi og lét færa liðið á annað hótel. Nú er ólíklegt að hægt verði að færa enska liðið á annað hótel með svona stuttum fyrirvara. Englendingar þurfa ekkert að kvarta yfir þessu fjögurra stjörnu hótel, Golden Tulip Villa Massalia, en það er staðsetningin sem gæti haft miklar afleiðingar fyrir leikmenn liðsins sem gætu mætt illa sofnir til leiksins á móti Rússum daginn eftir. Samkvæmt reglum UEFA eiga stuðningsmannasvæðin að loka á miðnætti en það eru undantekningar á föstudagskvöldum. Vinni Frakkar fyrsta leikinn sinn fyrr um kvöldið er hætt við því að glaðir Frakkar vilji halda upp á sigurinn eitthvað fram eftir kvöldi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sjá meira
Enska fótboltalandsliðið er á leiðinni til Marseille í dag þar sem liðið spilar sinn fyrsta leik á EM á móti Rússum á morgun. Enski hópurinn hefur haft það huggulegt að undanförnu í smábænum Chantilly sem er rétt norður af París. Liðið ferðast hinsvegar suður til Marseille þar sem leikurinn fer fram á morgun. Ensku leikmennirnir eru að fara úr rólegheitunum í Chantilly inn í mitt partý í Marseille-borg. Guardian hefur áhyggjur að því að það stefni í andvökunótt hjá enska landsliðinu fyrir Rússlandsleikinn. Hótel enska liðsins í Marseille er nefnilega rétt við stuðningsmannasvæðið í Marseille þar sem að búist er við því að allt að 80 þúsund manns skemmti sér og haldi uppi stuðinu langt fram efir aðfararnótt laugardagsins. Enska landsliðið lenti einnig í þessu á HM í Brasilíu 2014 en landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson var þá vakandi og lét færa liðið á annað hótel. Nú er ólíklegt að hægt verði að færa enska liðið á annað hótel með svona stuttum fyrirvara. Englendingar þurfa ekkert að kvarta yfir þessu fjögurra stjörnu hótel, Golden Tulip Villa Massalia, en það er staðsetningin sem gæti haft miklar afleiðingar fyrir leikmenn liðsins sem gætu mætt illa sofnir til leiksins á móti Rússum daginn eftir. Samkvæmt reglum UEFA eiga stuðningsmannasvæðin að loka á miðnætti en það eru undantekningar á föstudagskvöldum. Vinni Frakkar fyrsta leikinn sinn fyrr um kvöldið er hætt við því að glaðir Frakkar vilji halda upp á sigurinn eitthvað fram eftir kvöldi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sjá meira