Landkynningin milljarða virði sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. júní 2016 18:39 Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður Íslandsstofu Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður Íslandsstofu, segir landkynningu þjóðarinnar vegna Evrópumótsins í knattspyrnu milljarða virði. Erfitt sé að verðmeta slíka umfjöllun, en segir hana ómetanlega. „Við værum örugglega að borga milljarða. Bara sem dæmi þá vorum við með markaðsherferð núna í vor sem fékk yfir 400 blaðagreinar og virði þeirra greina var 1,6 milljarður,“ sagði Inga Hlín í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Ég er ekki með tölur yfir hversu margar greinar eru komnar núna en við munum væntanlega á næstunni geta tekið eitthvað af því saman. Við munum auðvitað aldrei ná utan um það allt saman en þetta er ómetanlegt í þeim skilningi,“ bætir Inga við. Þá segir hún að búist sé við enn frekari fjölgun ferðamanna, en líkt og greint hefur verið frá hefur Ísland ekki fengið eins mikla athygli á leitarvélum frá árinu 2008 þegar gosið í Eyjafjallajökli hamlaði flugsamgöngum. Inga segir Ísland vel í stakk búið til þess að taka á móti fleiri ferðamönnum. „Ferðamönnum er enn að fjölga en þeim er mest að fjölga utan háanna til Íslands. Það sem búið er að gerast undanfarið er að það er uppbygging á Íslandi, á hótelum og afþreyingu þannig að við erum svo sannarlega ekki að sjá að það sé uppselt.“ Inga Hlín segir jafnframt að upplifun okkar af ferðamennsku og ferðamönnum hér á landi sé allt önnur en upplifun ferðamannsins. „Það var blaðamaður hjá mér um daginn sem kom sérstaklega til Íslands til að leita að öllum ferðamönnunum. Hann kom til mín og spurði: „Hvar finn ég ferðamennina, ég er ekki búinn að hitta neinn síðan ég keyrði hér um landið. Þannig að upplifun okkar og upplifun ferðamannsins er alls ekki sú sama,“ segir Inga og bætir við að 95 prósent þeirra sem koma hingað til lands fari frá ánægðir frá landi og að 85 prósent segist ætla að koma aftur til baka. „Við þurfum kannski að skoða okkar þolmörk en á sama tíma er ferðamaðurinn afskaplega ánægður.“ Viðtalið við Ingu Hlín má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður Íslandsstofu, segir landkynningu þjóðarinnar vegna Evrópumótsins í knattspyrnu milljarða virði. Erfitt sé að verðmeta slíka umfjöllun, en segir hana ómetanlega. „Við værum örugglega að borga milljarða. Bara sem dæmi þá vorum við með markaðsherferð núna í vor sem fékk yfir 400 blaðagreinar og virði þeirra greina var 1,6 milljarður,“ sagði Inga Hlín í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Ég er ekki með tölur yfir hversu margar greinar eru komnar núna en við munum væntanlega á næstunni geta tekið eitthvað af því saman. Við munum auðvitað aldrei ná utan um það allt saman en þetta er ómetanlegt í þeim skilningi,“ bætir Inga við. Þá segir hún að búist sé við enn frekari fjölgun ferðamanna, en líkt og greint hefur verið frá hefur Ísland ekki fengið eins mikla athygli á leitarvélum frá árinu 2008 þegar gosið í Eyjafjallajökli hamlaði flugsamgöngum. Inga segir Ísland vel í stakk búið til þess að taka á móti fleiri ferðamönnum. „Ferðamönnum er enn að fjölga en þeim er mest að fjölga utan háanna til Íslands. Það sem búið er að gerast undanfarið er að það er uppbygging á Íslandi, á hótelum og afþreyingu þannig að við erum svo sannarlega ekki að sjá að það sé uppselt.“ Inga Hlín segir jafnframt að upplifun okkar af ferðamennsku og ferðamönnum hér á landi sé allt önnur en upplifun ferðamannsins. „Það var blaðamaður hjá mér um daginn sem kom sérstaklega til Íslands til að leita að öllum ferðamönnunum. Hann kom til mín og spurði: „Hvar finn ég ferðamennina, ég er ekki búinn að hitta neinn síðan ég keyrði hér um landið. Þannig að upplifun okkar og upplifun ferðamannsins er alls ekki sú sama,“ segir Inga og bætir við að 95 prósent þeirra sem koma hingað til lands fari frá ánægðir frá landi og að 85 prósent segist ætla að koma aftur til baka. „Við þurfum kannski að skoða okkar þolmörk en á sama tíma er ferðamaðurinn afskaplega ánægður.“ Viðtalið við Ingu Hlín má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira