Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti verður á Stade de France í París á sunnudag þegar Ísland mætir gestgjöfunum í franska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu karla. Hann leggur í hann á sunnudagsmorgun og fer eiginkona hans Eliza Reid með honum á leikinn.
Guðni var í stúkunni með bláa hafinu þegar Ísland bar sigurorð af Englandi í Nice á mánudag og hann segir í samtali við Vísi að stemningin á vellinum hafi verið ótrúleg.
„Við föðmuðumst, grétum gleðitárum og kysstumst þarna fólk sem þekktist ekki neitt. Við vorum þarna í sigurvímu en auðvitað fyrst þrunginni spennu og trúðum varla eigin augum. Fyrst fannst manni þetta allt vera að fara til fjandans þegar Englendingarnir komust yfir en þvílík svör hjá okkar mönnum. Þannig að þetta var ein eftirminnilegasta stund íþróttasögunnar,“ segir Guðni.
Guðni spáði því að Íslendingar myndu sigra Englendinga og hann spáir strákunum okkar sigri líka núna.
„Við vinnum með einu marki í framlengingu.“
Guðni á leiðinni til Parísar: „Vinnum með einu í framlengingu“
Tengdar fréttir

Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir
Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð.

Í fyrsta skipti í sögunni sem forsetahjón hittast - Myndir
Verðandi forsetahjón hittu núverandi forsetahjón í Nice í dag.

Forsetar og frúr saman í Nice
Fara öll á landsleikinn í kvöld.