Lífið

Sendu strákunum okkar lambalæri, grænar, rauðkál og skyr

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Friðrik Sigurðsson bryti í utanríkisráðuneytinu með sendinguna í gær.
Friðrik Sigurðsson bryti í utanríkisráðuneytinu með sendinguna í gær. mynd/utanríkisráðuneytið
Utanríkisráðuneytið sendi strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta lambalæri, grænar baunir í dós, rauðkál og skyr í þakklætisskyni fyrir frammistöðuna þeirra á EM í Frakklandi.

 

Á Facebook-síðu utanríkisráðuneytisins kemur fram að Friðrik Sigurðsson hafi gengið frá góðgætinu en það var sent til Frakklands með DHL í gær.

Í færslunni segir að vonandi verði veislan komin á borðið hjá strákunum okkar í kvöld svo það verður forvitnilegt að vita hvort það hafi náðst og þá hvernig lærið bragðaðist, en strákarnir fengu einmitt lambalæri fyrir Englandsleikinn hjá Einsa kalda, kokki frá Vestmannaeyjum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×