Tugþúsundir gesta læra að verða Íslendingar Sæunn Gísladóttir skrifar 29. júní 2016 10:00 Bjarni Haukur áætlar að um 35 til 40 þúsund manns hafi sótt sýninguna frá upphafi. Mynd/Jorri „Þetta var tilraunaverkefni sem ég fór af stað með og svo hefur þetta undið upp á sig og nú sýnum við hundrað sýningar á ári og þeim mun fjölga og verða hátt í 130 á næsta ári,“ segir Bjarni Haukur Thorsson, höfundur og framleiðandi sýningarinnar How to become Icelandic in 60 minutes. Sýningar hófust árið 2012. Bjarni Haukur lék fyrst í einleiknum, en aðrir leikarar hafa tekið að sér hlutverkið síðustu tvö ár. Hann hefur þó áfram yfirumsjón með sýningunni. „Ég er ekki alveg með nýjustu tölur en ég held að það sé hægt að segja að á bilinu 35 til 40 þúsund hafi sótt sýninguna frá upphafi,“ segir Bjarni Haukur. „Það hefur gengið mjög vel að fylla salinn og það furðulegasta við þetta er að fyrst vorum við með þetta á sumrin, en nú erum við með þetta á veturna líka og það gengur ekki síður vel,“ segir Bjarni Haukur.Bjarni Haukur Thorsson. Mynd/GassiSýningin er sýnd í Kaldalónssal Hörpu sem tekur 180 manns í sæti. Miðað við hundrað sýningar má áætla að ef uppselt sé á allar sýningar velti einleikurinn allt að 80 milljónum króna í ár. Bjarni Haukur segir sýninguna alltaf hafa verið hugsaða fyrir útlendinga. „Þegar við vorum að byrja voru margir Íslendingar áhorfendur en í dag eru þetta 95 prósent útlendingar. Hugmyndin var að bjóða upp á hágæða skemmtun á ensku fyrir þá útlendinga sem hingað koma. Mér fannst vanta efni fyrir fólk þegar það kæmi til Íslands. Þetta var tilraun og hún hefur gengið vonum framar,“ segir Bjarni Haukur. „Ég held það sé aðallega nafnið á sýningunni sem hefur selt þetta, svo hefur þetta eflaust spurst út.“ Bjarni Haukur segir sýninguna hafa breyst aðeins í takt við það sem hefur gerst í samfélaginu. „Í byrjun vorum við til að mynda að gera góðlátlegt grín að efnahagshruninu en svo verður lengra og lengra síðan það gerðist.“ Bjarni Haukur er með samning við Hörpu til nokkurra ára. Hann sér fram á að sýningin haldi áfram á meðan fólk komi. „Maður veit aldrei, það getur komið upp samkeppni. En það bendir ekkert til þess, eins og staðan er í dag, að þetta sé að minnka,“ segir Bjarni Haukur Thorsson. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Þetta var tilraunaverkefni sem ég fór af stað með og svo hefur þetta undið upp á sig og nú sýnum við hundrað sýningar á ári og þeim mun fjölga og verða hátt í 130 á næsta ári,“ segir Bjarni Haukur Thorsson, höfundur og framleiðandi sýningarinnar How to become Icelandic in 60 minutes. Sýningar hófust árið 2012. Bjarni Haukur lék fyrst í einleiknum, en aðrir leikarar hafa tekið að sér hlutverkið síðustu tvö ár. Hann hefur þó áfram yfirumsjón með sýningunni. „Ég er ekki alveg með nýjustu tölur en ég held að það sé hægt að segja að á bilinu 35 til 40 þúsund hafi sótt sýninguna frá upphafi,“ segir Bjarni Haukur. „Það hefur gengið mjög vel að fylla salinn og það furðulegasta við þetta er að fyrst vorum við með þetta á sumrin, en nú erum við með þetta á veturna líka og það gengur ekki síður vel,“ segir Bjarni Haukur.Bjarni Haukur Thorsson. Mynd/GassiSýningin er sýnd í Kaldalónssal Hörpu sem tekur 180 manns í sæti. Miðað við hundrað sýningar má áætla að ef uppselt sé á allar sýningar velti einleikurinn allt að 80 milljónum króna í ár. Bjarni Haukur segir sýninguna alltaf hafa verið hugsaða fyrir útlendinga. „Þegar við vorum að byrja voru margir Íslendingar áhorfendur en í dag eru þetta 95 prósent útlendingar. Hugmyndin var að bjóða upp á hágæða skemmtun á ensku fyrir þá útlendinga sem hingað koma. Mér fannst vanta efni fyrir fólk þegar það kæmi til Íslands. Þetta var tilraun og hún hefur gengið vonum framar,“ segir Bjarni Haukur. „Ég held það sé aðallega nafnið á sýningunni sem hefur selt þetta, svo hefur þetta eflaust spurst út.“ Bjarni Haukur segir sýninguna hafa breyst aðeins í takt við það sem hefur gerst í samfélaginu. „Í byrjun vorum við til að mynda að gera góðlátlegt grín að efnahagshruninu en svo verður lengra og lengra síðan það gerðist.“ Bjarni Haukur er með samning við Hörpu til nokkurra ára. Hann sér fram á að sýningin haldi áfram á meðan fólk komi. „Maður veit aldrei, það getur komið upp samkeppni. En það bendir ekkert til þess, eins og staðan er í dag, að þetta sé að minnka,“ segir Bjarni Haukur Thorsson.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira