Pólitískur ófriður skapar óróa á markaði Sæunn Gísladóttir skrifar 29. júní 2016 11:00 Eftir miklar sveiflur í kjölfar úrslita Brexit-kosninganna á fimmtudaginn, kom ró á ný yfir hlutabréfamarkaðinn í Bretlandi og gengi sterlingspundsins styrktist gagnvart Bandaríkjadal í gær. Sögulegar lækkanir voru á hlutabréfamörkuðum í kjölfar kosninganna. Á föstudaginn þurrkaðist 2,1 trilljón dollara út af alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum sem er meira en í alþjóðlega efnahagshruninu árið 2008. Um eftirmiðdaginn í gær hafði FTSE 100 vísitalan, sem nær til stærstu hundrað fyrirtækja á hlutabréfamarkaðnum í London, hækkað í fyrsta sinn frá því á fimmtudaginn og hækkaði um samtals 2,6 prósent. Frá föstudeginum fram til lokunar markaða á mánudaginn hafði vísitalan lækkað um 5,6 prósent. Fjórða stærsta bankakerfi í heimi er í Bretlandi og fundu bankarnir strax fyrir áhrifum Brexit-kosninganna þegar gengi hlutabréfa í þeim lækkaði um allt að þrjátíu prósent á tveimur viðskiptadögum. Við lokun markaða á mánudag hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Gengi bréfa í JPMorgan hafði lækkað um tíu prósent og í Citigroup um 13,5 prósent. Viðsnúningur varð hins vegar á hlutabréfamarkaði. Í gær hækkuðu bréf í HSBC um tæp tvö prósent, í Lloyds um 7,4 prósent. RBS hækkaði yfir daginn en við lokun markaða höfðu bréfin lækkað um 0,20 prósent. Gengi bréfa í JPMorgan hafði um eftirmiðdaginn í gær hækkað um tvö prósent. Gengi hlutabréfa í flugfélaginu easyJet lækkaði um tæplega 25 prósent á mánudag. Bréfin hækkuðu svo á hlutabréfamarkaði í gær um fimm prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst á ný og nam um eftirmiðdaginn gær 1,33. Gengið var 1,32 á mánudag og hafði þá ekki verið lægra í 31 ár. Gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni hafði lækkað um tæp tíu prósent síðastliðinn mánuð. Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hefur fylgt þróuninni erlendis, rétt eins og Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið að yrði líklegt. Miklar lækkanir voru á markaðnum á föstudag og mánudag og lækkaði úrvalsvísitalan um 7,1 prósent. Gengi hlutabréfa fór þó hækkandi á ný í gær. Í gær hækkaði úrvalsvísitalan um 2,61 prósent og gengi bréfa í öllum fyrirtækjum nema HB Granda hækkaði. Lækkunin hjá HB Granda nam 0,34 prósentum. Erfitt er að spá í framhaldið. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með ráðamönnum í Brussel í gær. Ljóst er að gengi pundsins mun velta á því hvernig Bretland nær að semja sig út úr Evrópusambandinu. Þóra Helgadóttir, hagfræðingur í London, sagðist í samtali við Vísi í gær búast við áframhaldandi sveiflum og frekari lækkunum ef pólitískur óstöðugleiki heldur áfram. Brexit Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Eftir miklar sveiflur í kjölfar úrslita Brexit-kosninganna á fimmtudaginn, kom ró á ný yfir hlutabréfamarkaðinn í Bretlandi og gengi sterlingspundsins styrktist gagnvart Bandaríkjadal í gær. Sögulegar lækkanir voru á hlutabréfamörkuðum í kjölfar kosninganna. Á föstudaginn þurrkaðist 2,1 trilljón dollara út af alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum sem er meira en í alþjóðlega efnahagshruninu árið 2008. Um eftirmiðdaginn í gær hafði FTSE 100 vísitalan, sem nær til stærstu hundrað fyrirtækja á hlutabréfamarkaðnum í London, hækkað í fyrsta sinn frá því á fimmtudaginn og hækkaði um samtals 2,6 prósent. Frá föstudeginum fram til lokunar markaða á mánudaginn hafði vísitalan lækkað um 5,6 prósent. Fjórða stærsta bankakerfi í heimi er í Bretlandi og fundu bankarnir strax fyrir áhrifum Brexit-kosninganna þegar gengi hlutabréfa í þeim lækkaði um allt að þrjátíu prósent á tveimur viðskiptadögum. Við lokun markaða á mánudag hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Gengi bréfa í JPMorgan hafði lækkað um tíu prósent og í Citigroup um 13,5 prósent. Viðsnúningur varð hins vegar á hlutabréfamarkaði. Í gær hækkuðu bréf í HSBC um tæp tvö prósent, í Lloyds um 7,4 prósent. RBS hækkaði yfir daginn en við lokun markaða höfðu bréfin lækkað um 0,20 prósent. Gengi bréfa í JPMorgan hafði um eftirmiðdaginn í gær hækkað um tvö prósent. Gengi hlutabréfa í flugfélaginu easyJet lækkaði um tæplega 25 prósent á mánudag. Bréfin hækkuðu svo á hlutabréfamarkaði í gær um fimm prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst á ný og nam um eftirmiðdaginn gær 1,33. Gengið var 1,32 á mánudag og hafði þá ekki verið lægra í 31 ár. Gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni hafði lækkað um tæp tíu prósent síðastliðinn mánuð. Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hefur fylgt þróuninni erlendis, rétt eins og Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið að yrði líklegt. Miklar lækkanir voru á markaðnum á föstudag og mánudag og lækkaði úrvalsvísitalan um 7,1 prósent. Gengi hlutabréfa fór þó hækkandi á ný í gær. Í gær hækkaði úrvalsvísitalan um 2,61 prósent og gengi bréfa í öllum fyrirtækjum nema HB Granda hækkaði. Lækkunin hjá HB Granda nam 0,34 prósentum. Erfitt er að spá í framhaldið. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með ráðamönnum í Brussel í gær. Ljóst er að gengi pundsins mun velta á því hvernig Bretland nær að semja sig út úr Evrópusambandinu. Þóra Helgadóttir, hagfræðingur í London, sagðist í samtali við Vísi í gær búast við áframhaldandi sveiflum og frekari lækkunum ef pólitískur óstöðugleiki heldur áfram.
Brexit Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira