Lífið

Mumford & Sons tóku víkingaklappið á tónleikum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Víkingaklappið fer víða.
Víkingaklappið fer víða. Vísir/Getty
Hljómsveitameðlimir bresku hljómsveitarinnar Mumford & Sons eru greinilega hrifnir af íslenska landsliðinu og stuðningsmönnum þess. Þeir hlóðu í víkingafagnið fræga á tónleikum sínum í Árósum í Danmörku í dag.

Bergdís Þrastardóttir birtir myndband af fagninu á Facebook-síðu sinni og segir að Mumford & Sons hafi spurt hvort að einhverjir Íslendingar væru á meðal áhorfenda og síðan óskað þeim til hamingju með sigurinn á Englandi á EM í gær.

Áhorfendur tóku svo klappið aftur til þess að klappa hljómsvetina upp en sjá myndbandið hér að neðan. 

„Mig langar svo mikið að vera víkingur,“ sagði söngvari sveitarinnar að fagninu loknu. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×