Ein hugmyndin að gera sundhöll inni í berginu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2016 10:18 Sundlaugarhvelfing sem yrði sprengd inn í bergið er meðal hugmynda sem fram hafa komið um nýtingu heita vatnsins í Vaðlaheiðargöngum. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var sýnt frá vatnsfossum sem buna inni í göngunum og rætt við Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf., um mögulega nýtingu. Það hafa sannarlega verið áskoranir sem mætt hafa bormönnum Vaðlaheiðarganga, Eyjafjarðarmegin hittu þeir á heitavatnsæð og út streymdu yfir 300 sekúndulítrar af nærri 50 stiga heitu vatni. Fnjóskadalsmegin hittu þeir svo á enn vatnsmeiri kaldvatnsæð með 500 sekúndulítra rennsli þegar mest var. Smám saman hefur þeim tekist að ná tökum á ástandinu, þótt vatnsrennslið sé enn töluvert, eða um 120 lítrar á sekúndu Fnjóskadalsmegin. Heitavatnsrennslið Eyjafjarðarmegin er enn yfir 300 lítrar á sekúndu.Fnjóskadalsmegin buna um 120 lítrar af köldu vatni úr berginu á hverri sekúndu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Heitt vatn telst yfirleitt vera auðlind og því vöknuðu strax spurningar um það hvort ekki mæti nýta það og jafnvel kalda vatnið líka. „Þær eru búnar að kom oft, þessar spurningar. Það er alveg pottþétt að þetta verður einhvern veginn nýtt. Heita vatnið verður líklega nýtt sem snjóbræðsla fyrir utan göngin Eyjafjarðarmegin og svo mun kalda vatnið væntanlega verða nýtt til að kæla þau tæknirými sem eru heit inni í göngunum vegna hitans í berginu. Þannig að það er allt skoðað, við munum reyna að nýta þetta eins og hægt er,“ segir Valgeir. En svo hafa einnig kviknað skemmtilegar hugmyndir, eins og sú að gera sundlaug og hafa hana jafnvel inni í helli í berginu, ef einhverjir hefðu áhuga að grípa slíkt tækifæri. „Það er góður möguleiki að búa til sundlaug. Aftur á móti eru Vaðlaheiðargöng ekki að vinna í því. En það er vel hægt.“Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.Stöð 2/Friðrik Þór Hallórsson.Útgröfturinn úr jarðgöngunum er þegar orðin aukaafurð, sem nú nýtist meðal annars Akureyrarflugvelli sem fyllingarefni í flughlað. Einnig hefur það farið í göngustíga hjá Akureyrarbæ. „Þetta er fyllingarefni sem er af skornum skammti hérna í Eyjafirði. Þannig að þetta kemur til góðs.“ Og ekki er víst að tveggja milljarða viðbótarkostnaður kalli á hærra veggjald. „Sem betur fer þá hefur umferðaraukningin verið líka gríðarlega mikil um allt land og um 20 prósent bara á Víkurskarðinu. Þannig að það gefur okkur.. - við erum bjartsýnir um að þetta muni ganga upp,“ segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Bormenn vonast til að slá í gegn fyrir áramót Bormenn Vaðlaheiðarganga segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. 26. júní 2016 20:20 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Sjá meira
Sundlaugarhvelfing sem yrði sprengd inn í bergið er meðal hugmynda sem fram hafa komið um nýtingu heita vatnsins í Vaðlaheiðargöngum. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var sýnt frá vatnsfossum sem buna inni í göngunum og rætt við Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf., um mögulega nýtingu. Það hafa sannarlega verið áskoranir sem mætt hafa bormönnum Vaðlaheiðarganga, Eyjafjarðarmegin hittu þeir á heitavatnsæð og út streymdu yfir 300 sekúndulítrar af nærri 50 stiga heitu vatni. Fnjóskadalsmegin hittu þeir svo á enn vatnsmeiri kaldvatnsæð með 500 sekúndulítra rennsli þegar mest var. Smám saman hefur þeim tekist að ná tökum á ástandinu, þótt vatnsrennslið sé enn töluvert, eða um 120 lítrar á sekúndu Fnjóskadalsmegin. Heitavatnsrennslið Eyjafjarðarmegin er enn yfir 300 lítrar á sekúndu.Fnjóskadalsmegin buna um 120 lítrar af köldu vatni úr berginu á hverri sekúndu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Heitt vatn telst yfirleitt vera auðlind og því vöknuðu strax spurningar um það hvort ekki mæti nýta það og jafnvel kalda vatnið líka. „Þær eru búnar að kom oft, þessar spurningar. Það er alveg pottþétt að þetta verður einhvern veginn nýtt. Heita vatnið verður líklega nýtt sem snjóbræðsla fyrir utan göngin Eyjafjarðarmegin og svo mun kalda vatnið væntanlega verða nýtt til að kæla þau tæknirými sem eru heit inni í göngunum vegna hitans í berginu. Þannig að það er allt skoðað, við munum reyna að nýta þetta eins og hægt er,“ segir Valgeir. En svo hafa einnig kviknað skemmtilegar hugmyndir, eins og sú að gera sundlaug og hafa hana jafnvel inni í helli í berginu, ef einhverjir hefðu áhuga að grípa slíkt tækifæri. „Það er góður möguleiki að búa til sundlaug. Aftur á móti eru Vaðlaheiðargöng ekki að vinna í því. En það er vel hægt.“Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.Stöð 2/Friðrik Þór Hallórsson.Útgröfturinn úr jarðgöngunum er þegar orðin aukaafurð, sem nú nýtist meðal annars Akureyrarflugvelli sem fyllingarefni í flughlað. Einnig hefur það farið í göngustíga hjá Akureyrarbæ. „Þetta er fyllingarefni sem er af skornum skammti hérna í Eyjafirði. Þannig að þetta kemur til góðs.“ Og ekki er víst að tveggja milljarða viðbótarkostnaður kalli á hærra veggjald. „Sem betur fer þá hefur umferðaraukningin verið líka gríðarlega mikil um allt land og um 20 prósent bara á Víkurskarðinu. Þannig að það gefur okkur.. - við erum bjartsýnir um að þetta muni ganga upp,“ segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.
Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Bormenn vonast til að slá í gegn fyrir áramót Bormenn Vaðlaheiðarganga segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. 26. júní 2016 20:20 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Sjá meira
Bormenn vonast til að slá í gegn fyrir áramót Bormenn Vaðlaheiðarganga segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. 26. júní 2016 20:20