Fótbolti

Íslendingarnir byrjaðir að skemmta sér saman í Nice | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenskir stuðningsmenn hafa streymt til frönsku Rivierunar í gær og í dag og það var mjög flott íslensk stemmning í miðbæ Nice í kvöld.

Ísland mætir Englandi í sextán liða úrslitum á Allianz Riviera leikvanginum í Nice klukkan 19.00 að íslenskum tíma annað kvöld. Það er lokaleikur sextán liða úrslitanna og sigurvegarinn mætir gestgjöfum Frakka í átta liða úrslitunum.  

Íslendingar fengu þrjú þúsund miða á leikinn samkvæmt opinberum tölum frá UEFA en þeir gætu mögulega orðið fleiri því heyrst hefur af því að margir Íslendingar hafa verið að redda sér miðum undanfarna daga og því gæti þessi tala hækkað eitthvað.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á ferðinni í gamla miðbænum í Nice í kvöld og fangaði stemninguna með þessum skemmtilegum myndum fyrir ofan og neðan.

Það má búast við frábærri stemmningu í Nice fram að leik á morgun og Vísir verður á staðnum og hitti fyrir íslenska stuðningsfólkið sem er komið til að hjálpa strákunum okkar að vinna Englending annað kvöld.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Fjör í miðbæ Nice í kvöld.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×